Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 15

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 15
JÓNA EINARS- DÓTTIR — 80 ÁRA Eftir lát manns síns, varð Jóna að leita sér atvinnu utan heimilisins, fyrst í fiskvinnu en síðar fór hún að vinna í spari- sjóðnum í Keflavík. Þangað lágu leiðir allflestra Keflvíkinga og þar kynntust menn fljótlega öryggi hennar og hjálpfýsi. í Sparisjóð Keflavíkur vann hún síðan stöðugt, þar til hún varð að hcetta, vegna sjóndepru. Jóna hefur alltaf haft góða heilsu og hefur enn, nema hvað sjónin hefur minnkað. ■ Það er lán hverjum og einum, að geta starfað sem lengst og hafa samskipti við gottfólk. Kynni mín af Jónu byrjuðu aðallega í Kvenfélagi Keflavík- ur, en hún var ein af stofnend- um þess, í stjórn þess frá upp- hafi og lengst af varaformaður. Jóna er sérstaklega Jóna er sérstaklega félags- lynd kona, traust og heilsteypt og gott að vinna með henni. Félagskonur hafa kunnað að meta hana að verðleikum, nú síðast með því að gera hana að heiðursfélaga í Kvenfélagi Keflavíkur. Börn Jónu héldu henni mjög áncegjulegt afmcelishóf á 80 ára afmcelisdegi hennar. Þár voru saman komnir cettingjar og vinir, til að samfagna henni á þessum tímamótum. Ég fceri þér Jóna, mínar bestu þakkir fyrir löng og góð kynni og vináttu alla tíð og óska þér alls hins besta á ófar- inni cefibraut. Vilborg Ámundadóttir. -------------------------------------------- TIL MIÐSTÖÐVARLAGNA: Crane fittings, svartur og galv. Krnar Vatnsrör svört og galv. Koparrör og fittings Röraeinangrun KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN OG SKIP s__________________________________________-J Nú fyrir skömmu, — nánar tiltekið 26/2. þ.á. — átti góð vinkona mín Jóna Einarsdóttir Vallargötu 17, Keflavík, merkisafmceli, þáfyllti hún átt- unda tuginn. Þetta þykir nokkuð hár aldur, en það er ceði misjafnt hvernig menn bera hann. Hvað Jónu viðkemur getur eginn ráðið aldur hennar af útliti. Ég mun í þessum línum ekki rekja cettir og uppruna Jónu, enda þekkja Jónu allflestir Keflvík- ingar, sem hér hafa dvalið um lengri tíma. Jóna giftist Stefáni Björns- syni, sem lengi var hér spari- sjóðsstjóri, ágcetismanni, sem allir er hann þekktu minnast með hlýhug. Þvímiðurféll hann frá, langt um aldur fram. Þau eignuðust 3 börn, 2 syni og eina dóttur. Þau eru öll búsett í Keflavík og mcetir borgarar. Gísli Sighvatsson frá Sólbakka, Garði, verður 90 ára 4. maí, Gísli er fæddur og upp- alinn í Garðinum, sonur hjón- anna Ingibjargar Gísladóttur og Sighvats Gunnlaugssonar kaupmanns. Hann hóf snemma sjósókn og var orðinn formað- Gísli Sighvatsson 90 ára ur á opnu vertíðarskipi innan við tvítugt og stundaði útgerð allt til ársins 1944. Auk sjó- sóknar og formennsku stund- aði Gísli búskap, fiskkaup og saltfiskverkun. Gísli vann mikið að félagsmálum, var um skeið formaður Útvegsbænda- félags Gerðahrepps, fulltrúi á Fiskifélagsþingum, formaður Búnaðarfélags Gerðahrepps svo eitthvað sé nefnt. Gísli er tvíkvæntur, fyrri kona hans var Steinunn S. Steinsdóttur hún lést 31. janúar 1944. Seinni kona hans er Helga Steinsdóttir og búa þau að Smáratúni 17, Keflavík. Frá almannatryggingum í KEFLAVÍK, GRINDAVÍK, NJARÐVÍK OG GULLBRYNGUSÝSLU Útborgun bóta í apríl verður sem hér segir: í Keflavík: 10.—25. maí í Vatnsleysustrandarhreppi: Þriðjudaginn 21. maí kl. 11—12 í Grindavík: Þriðjudaginn 21. maí kl. 14—16 í Gerðahreppi: Miðvikudaginn 22. maí kl. 10—12 í Miðneshreppi: Miðvikudaginn 22. maí kl. 14—16 Útborgun bóta fyrir maí lýkur 25. maí. Útborgun bóta fyrir júní hefst 11. júní. Vinsamlegast sýnið bótaskírteini þegar greitt er. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu FAXI —15

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.