Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 6
Páll Þórðarson engar stórtekjur hafa heldur eru annaðhvort ellilífeyrisþegar eða börn, sem réttindalaus eru á vinnumarkaðinum. Allt þetta fólk hefur með framlögum sínum fetað í fótspor þess guðs sem gefur. Þeirra vegferð bless- ist. í þau rúmu ellefu ár, sem Y,- Njarðvík hefir verið sérstök sókn, þá hafa þjónað hér þrír prestar. Fyrst séra Björn Jóns- son frá 28. jan 1968 til 1. apríl 1975, þá séra Ólafur Oddur Jónsson til áramóta 1976. Síðan séra Páll Þórðarson til 16. okt. er hann féll frá. Síðan hefir séra Ólafur Oddur þjónað. Þessir menn hafa unnið og unað þessari sókn og fólkinu hér á frumbýlisárun- um. Björn, okkar fyrsti prestur var mikill áhugamaður um byggingu kirkjunnar og allan viðgang sóknarinnar. Séra Ólafur Oddur hefir í tvígang verið okkur hjálparhella, að vísu undir tvennum kringum- stœðum. Fyrst meðan hans ungi og œskuheiti skólabróðir aflaði sér aukinnar mennt- unnar, í síðara skiptið hljóp Ólafur Oddur Jónsson hann í skarðið fyrir hann lát- inn. Séra Páll Þórðarson varð undrafljótt hvers manns hug- Ijúfi strax eftir komuna hingað sakir gáfna, einurðar, dugn- aðar og ósérhlífni sinnar. Örugglega hefði hann viljað vera með okkur hér í dag og raunar má segja að hann hafi verið með okkur í starfinu síðasta misserið. Minningin um hann hefir hvatt okkur öll og það sem við höfum á okkur lagt, hefir helgast af henni. Andi hans hefir svifið hér yfir vötnunum. Kœru áheyrendur. Þegar við 13. september 1969 í úrhellis- rigningunni vorum viðstödd upphaf þessarar byggingar- framkvœmdar, sem nú hefir náð þeirri reisn, sem raun ber vitni. A þeirri stund kom til mín mynd aftan úr forneskju og hefi ég vitað afhenni síðan í einhverju hugskoti mínu. Eg sá fyrir mér þrönga götu í gegnum Kapelluhraunið fyrir sunnan til Suðurnesjanna. Á einum stað, nœrri hraun- straumnum miðjum, var hús Björn Jónsson eða hreysi, fast við götuslóð- ann. Hvort heldur sem farið var gangandi eða ríðandi gáfu aðstœður ekki tilefni til mikils hraða þarna um hraungötuna. Þegar komið var að hreysinu var numið staðar og gerðu menn þar bœn sín. Kristján Eldjárn, núverandi forseti vor gerði athugun á rúst þessari á starfs- tíma sínum sem þjóðmynja- vörður og fann hann þar brot af mynd af heilagri Barböru. Hún var verndari manna fyrir óvæntum dauða af völdum vondra veðra og elds. Það var fátœkt fólk mestan part, sem þarna átti leið um og ferðin tók langan tíma, 10 tíma greiður gangur á milli Keflavíkur og Reykjavíkur en samt gaf fólkið sér tíma til að nema staðar og gera bœn sína. Tíminn líður ekki heldur fer hann í hring, sagði kona, sem var orðin yfir aldar gömul. Nú höfum við í Y.-Njarðvík byggt kirkju við þessa gömlu þjóðleið um Suðurnes. Það markar fyrir henni við kórhornið. En kirkj- an snýr líka dyrunum að nýju hraðbrautinni. Allt er þetta nú vissulega með öðru sniði. Sælu eða sálarhúsið eins og uppruna- leg merking orðsins mun hafa verið er stœrra vegurinn beinni og breiðari, hraðinn meiri. En þá er spurningin. Hafa vegfar- endur nú tíma til að nema staðar og gera bœn sína? Ég hygg , og raunar veit að flestir munu svara því svo að þeir megi ekki vera að því. Þær kröfur eru nú gerðar til manna að slíkt slór er ekki liðið. En hver gerir þœr kröfur? Brauð- stritið og heimshyggjan gera þœr kröfur. Hugleiðingar um sálina og hennar velferð verða að bíða þangað til betur stendur á. Þetta litla umkomu- lausa og viðkvœma sálarkorn, það eina sem við komum með okkur í fari okkar í þennan heim, það eina, sem við höfum með okkur héðan, og sú eina eign okkar, sem Guð elskar. En hvað um það, við höfum byggt kirkju, sálarhús við nýja veginn. Það er opið fyrir þér vegfarandi ef þú getur fórnað nokkrum mínútum af dýr- mœtum tíma þínum og villt eiga stund með guði þínum. Til þess að renna stoðum undir kenningu gömlu konunn- ar um það að tíminn líði ekki heldur fari í hring, enda ég orð mín á erindi úr Sólarljóðum, einu elsta verki kristnu á íslensku. í því er tileinkunin á kirkjuklukkunum okkar. Inn máttugi faðir. Inn mœsti sonur. Heilagur andi himins. Þig bið ég að skilja, sem skapað hefir, oss alla eymdum frá. Oddbergur Eiríksson form. sóknarnefndar. Ljósmyndastofa Suðurnesja Hafnargötu 79 - Simi 2930 FAXI — 6

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.