Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 17

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 17
7. „Guðmundur Þorsteinsson, ættaður frá Haugi í Flóa“, segir Ágúst Guðmundsson í minningum sínum. Um hann hef ég ekki upp- lýsingar. 18) SÁLMAR OG SÖNGUR Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður frá Stórakroppi í Borg- arfiröi stundaði lengi útróðra frá Vatnsleysuströnd. Hann var oft við messu á Kálfatjörn. Minnist hann þess með svonefndum oröum: „Veturinn 1879 kom ég í fyrsta sinn í Kálfatjarnarkirkju. Var ég þá sjómaöur á Vatnsleysuströnd. Þar var þá mjög snotur, máluö timbur- kirkja, sem var gjörólík torfkirkjum, sem ég hafði þó eingöngu áður séð. — í þetta sinn kom ég þar á páskadag. Orgelleikari var þá í kirkjunni Guðmundur í Landakoti. Hann var glæsilegur í sjón, skart- maöur og bar þar af bændum. Fylgdi honum flokkur ungra manna, sem allir höfðu æft með honum söng. Voru þeir mjög mynd- arlegir í sjón og raddmenn góðir. Strax þegar messan byrjaði, varð ég svo hrifinn, að því get ég ekki með oröum lýst. Eg hafði aldrei áður heyrt spilaó á orgel og aldrei heyrt margraddaðan söng og sam- stilltan. Allt varð fyrir mlnum aug- um og eyrum yndislegt, orgelspilió, Oddgeir Guðmundsson söngur Guðmundar og flokksins, sem honum fylgdi, og þá ekki sízt hið hrlfandi tón séra Stefáns Thor- arensens, sem þá var prestur á Kálfatjörn. Hann var þá nokkuö við aldur, en bar þá engin ellimörk, og var flestum mönnum frlðari og hetjulegri. Mesta eftirtekt vakti hann þó með sinni þýðu og Ijúfu rödd. Nú fann ég bezt, hvað söngur við þessa messugjörö var ósam- bærilegur við, sem ég hafði vanist, og unaö vel við, á meöan ég þekkti ekki annaö betra“. 19) Vafalaust standa fáir sálmaþýð- endur Islenzkir sr. Stefáni framar, nema helst sr. Helgi Hálfdánarson. Sr. Stefán frumorti einnig sálma en þeir þykja lakari þýðingum hans. Hann sat I sálmabókarnefnd og réð mestu um útgáfu sálmabókarinnar 1871.1 þeirri bók eru 95 sálmar eftir hann, frumortir og þýddir. Aftur var hann I sálmabókarnefnd 1878 og sú bók var prentuö 1886. Þar eru 44 sálmar eftir hann. 20) Sr. Stefán hafði afburöa góða þekkingu á söng, sérstaklega þró- un kirkjutónlistar I öðrum löndum. Er þess getiö, að hann hafi valið lög við þýdda sálma með tilliti til þess boöskapar, sem hann vildi aó fram kæmi. 21) I handritasafni Landsbókasafns eru varöveitt kvæði eftir sr. Stefán. Einnig eru þar nokkur forn kvæöa- handrit, sem hann gaf handrita- safni Bókmenntafélagsins, og siðar runnu til Landsbókasafns. ÆVILOK Vegna lasleika sagði séra Stefán brauðinu lausu frá og með 7. maí 1886. Ágúst í Halakoti segir, að prestur hafi þjáðst af blóðrennsli úr nefi ,,og veiklun sem af þvf staf- aöi“. 22) Eftir að sr. Stefán hætti prests- störfum settist hann að í Reykjavík og kenndi við barnaskólann þar til ársins 1891. Einnig var hann að- stoöarprestur sr. Þórhalls Bjarna- sonar vió Dómkirkjuna árið 1889—1890. Séra Stefán Thorarensen lést í Reykjavík 26. apríl 1892. SR. STEFÁN OG ÞJÓÐVINA- FÉLAGIÐ Eins og síöar verður getið skrif- uöust þeir á sr. Stefán og Jón Sig- urðsson forseti. Af varöveittum bréfum Jóns forseta má sjá að þar hafa verið rædd mörg þau mál sem þá voru ofarlega I hugum manna. Á Þjóðvinafélagið er oft tæpt, enda Stefán M. Jónsson nokkrar vonir bundnar við það í upphafi, sem vopn í sjálfstæöis- baráttunni. Þar sem sr. Stefán var fulltrúi félagsins f suóurhluta Gull- bringusýslu skal nokkuö drepið á störf hans varöandi það. Hið íslenzka Þjóðvinafélag var stofnað 19. ágúst 1871. Tilgangur þess var ,,að reyna með sameigin- legum kröftum að halda uppi lands- réttindum og þjóðréttindum (slend- inga, efla samheldni og stuðla til framfara landsins og þjóðarinnar í öllum greinum“. 23) Árið 1873 segir sr. Sigurður Brynjólfsson í Suöurnesjaannál: ,,( nóvember var fundur haldinn í Keflavfk og nefndur ál. Þjóðvina- félagsfundur. Var síra Stefán aöal- fulltrúi félagsins í suðurhluta Gull- bringusýslu, en fyrir Rosmhvala- neshrepp valdi hann Árna hrepp- stjóra (Þorvaldsson á Meiöastöö- um Sm.) fyrir fulltrúa, og svo seinna Sveinbjörn ( Sandgerði (Þórðarson SM.) til vara. Seinna var hreyft þeirri uppá- stungu frá einum fundarmanna í Njarðvfkum, að net yrðu eigi lögð fyrr en 14. marz, og studdu þar að allir fundarmenn, en Árni var sá eini héðan, sem mætti. Munu þau úrslit hafa orðið undirrót löggjafar þeirrar, sem seinna kom út frá landshöfðingja". 24) Þetta er fyrsti almenni fundur- inn, sem haldinn er í Keflavík, og heimildir geta um. Frá eru taldir fundir Skotfélagsins, sem ekki voru öðrum opnir en félagsmönnum. Þess má til gamans geta aö sr. Stefán var einnig meölimur þess félags og er hann fyrst skráður í fundargerðabók þess mánudaginn 13. desember 1869 á aðalfundi. Öðrum sveitunga hans var og boðin þátttaka sama dag, Jóni Breiöfjörð f Hólmabúö undir Voga- stapa. Félagsskapur þessi hét á dönsku: „Riffel Skytte-Forening for Kjeblevig og Ornegen" og var félagsskapur þeirra sem þótti gaman að skjóta til marks. Keppn- ismót voru haldin m.a. viö Skotfé- lagiö í Reykjavík en félagið mun hafa lagst niður nokkru eftir 1870. 25) Snúum okkur þá aftur að Þjóð- vinafélagsfundinum, f Keflavík. Ráða má af línum sr. Siguröar, að þar hafi veriö heldur fátt manna. Til dæmis er Árni sá eini úr úthreppn- um. Gera má ráð fyrir að nokkur áhugi hafi veriö fyrst f stað. Sfðan hafi dofnaö yfir er á leiö, loks hafi Sr. Stefón Thorarcnsen félagsskapurinn sofnað. Fundir ekki oróið fleiri. Slikt er þekkt á öll- um tímum. Þjóðvinafélagið gaf út skýrslur um starfsemi sína og hef ég eina handbæra. 25) Er þar aö finna nokkra punkta viðkomandi starfi sr. Stefáns fyrir félagið. Árin 1873—1874 var afhent úr Gullbringusýslu til félagsins samtals 157 ríkisdalir. Árið 1873 safnaði sr. Stefán 87. rd. 16. sk. Árið 1874 var framlag þriggja hreppa sýslunnar: Hafnarhrepps3 rd. Vatnsleysustrandarhrepps 35 rd. 16. sk. Rosmhvalaneshrepps 16. rd. Mestu hefur verið safnað saman umhverfis séra Stefán. Hann var einnig útsölumaður fyrir bækur félagsins. Árin 1873— 1875 var salan þannig: 1 eintak af bæklingnum „Um bráðasótt" á 16 sk. 19 eintök af Andvara I. (pr. 64 sk.) 50 eintök af Almanaki 1875 (pr. 16 sK) 20 eintök af Almanaki 1876 (pr. 24 sk.) Alls 26 ríkisdalir og 16 skildingar. Á fundi 22. ágúst 1875 voru Jjess- ir Suöurnesjamenn kosnir fulltrúar félagsins í Gullbringusýslu: Guðmudnur Guömundsson, bóndi í Landakoti. Jón Jónsson, útvegsbóndi í Hólma- búð. Egill Hallgrímsson, bóndi í Minni- Vogum. Ásbjörn Ólafsson, bóndi f Njarðvfk. Sr. Stefán á Kálfatjörn. Ketill Ketilsson, bóndi f Kotvogi. Allir eru þessir menn úr presta- kalli séra Stefáns, utan einn. Áhuginn hefur fyrst og fremst veriö þar. Þess má að lokum geta að sr. Stefán sat í forstööunefnd Þjóð- vinafélagsins árin 1873—1875. TILVITNANIR OG HEIMILDIR 1) Guðfræðingal'al 1847—1857. Höf.: Bjðrn Magnússon Rvlk 1957, Bls. 311 — 12. 2) Jaróabók Árna Magnússonar og Páls Vída- llns, Kaupmannahöfn 1923—24 III. bindi, bls. 142—43. 3) Jaróabók 1849. JS. 114, fol. I Landsbóka- safni. 4) Ágúst Guómundsson frá Halakoti: „Þættir af Suóurnesjum". Akureyri 1942. Bls. 39. 5) Óprentaóar hreppstjóraskýrslur 1872 og 1874 I sýslusafni Gullbringusýslu I Þjóð- skjalasafni. 6) Árni Óla: „Strönd og Vogar", Reykjavík 1961. Bls. 183. 7) Vigfús Guömundsson: „Viöreisn kirknanna I Kjalarnesprófastsdæmi". Lesbók Morg- unblaósins, sunnudaginn 22. júll 1956, 25. tbl. XXXI ár, bls. 399—402. „Strönd og Vogar“, bls. 186. 8) „Þættir af Suóurnesjum“, bls. 37. 9) „Þættir af Suóurnesjum“, bls. 100. 10) „Þættiraf Suðurnesjum", bls. 101—103. 11) „Þættir af Suóurnesjum“, bls. 98. 12) Kennaratal á íslandi. Reykjavík 1965. Ólaf- ur Þ. Kristjánsson tók saman. II bindi, bls. 12. 13) Kennaratal II, bls. 300, Guófræöingatal 1847—1957, bls. 222—23. 14) Guófræóingatal 1847—1957, bls. 305. Stefán er ekki I Kennaratali. 15) Kennaratal II, bls. 33. 16) Kennaratal II, bls.65. 17) Kennaratal II, 190, (sl. æviskrár IV, 362—63 18) „Þættir af Suóurnesjum" bls. 99. 19) „Hvl er hljótt um slíka menn?“ Akranes Nóv.—des., 11.—12. tbl. 1950. 20) „Ströna og Vogar“, bls. 197. 21) Akranes. Nóv.—des., 11 — 12. tbl. 1950. 22) „Þættir af Suöurnesjum“ bls. 95. 23) Páll E. Ólafsson: „Hiö (slenzka Þjóövina- félag 1871— 19. ágúst — 1921“. Reykjavík 1921. 24) Rauóskinna hin nýrri III, Reykjavlk 1971. Jón Thorarensen ritaói og skráði. Bls. 78. 25) Helgi S. Jónsson: „Riffel-Skytte-Forening for Kjeblevig og Omegen'*. Faxi 2. tbl. Xl. ár, febrúar 1951. 26) Skýrsla hins íslenzka Þjóóvinafélags 1873—1875. Kaupmannahöfn 1876. FAXI — 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.