Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 18

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 18
SUÐURNESJAMENN SNÚUM BÖKUM SAMAN OG VERNDUMSJÁ VARÚTVEGINN í hinni miklu umræðu um ástand nytjastofna á íslands- miðum, ásamt síauknum stjórnunaratriðum varðandi fisk- veiðarnar, og þá sérstaklega hvað áhrærir veiðar á þorski, hefur almenningur ekki komist hjá því að staldra við þessi mál, enda er það svo að aldrei hafa jafn margir kvatt sér hljóð um málefni sjávarútvegsins að undanförnu. í allri þessari miklu umræöu hef- ur mörgum þótt áskorta haldgóöar upplýsingar um hvaö hefur gerst og er aö gerast, hvaö snertir hag- nýtingu og tegundarskiptingu fisk- aflans, og þá m.a. í einstökum landshlutum, ásamt fjölmörgum öörum þáttum útvegsins. Þaö er í samræmi við þetta aö ég vildi mega veita lesendum Faxa nokkrar upplýsingar hvaö áhrærir þetta mikilvæga mál. Og ekki síöur vegna þeirrar nauösynjar aö Suöur- nesjamenn, allir sem einn, snúi bökum saman um aö vernda þá atvinnugrein, sjávarútveginn, sem á aldanna rás hefur dugað bezt til uppbyggingar blómlegum byggöum Suöurnesja. feSSiáihfr Þorskurinn er sú fiskitegund, sem mest munar um í sjávarvöru- framleiöslunni, og sem dæmi um þaö má nefna, aö áriö 1977 nam gjaldeyrir vegna afuröa úr þorski tveimur fimmtu hlutum af öllum gjaldeyristekjum þjóöarinnar. Þaö segir sig því sjálft, aö þegar þorsk- magniö minnkar í sjávarvörufram- leiöslunni þá hefur þaö gífurlega slæmar afleiöingar, í efnahagslegu tilliti, ekki aöeins fyrir þjóöfélags heildina, heldur miklu frekar fyrir einstaka byggöir. Þaö er einmitt þessi staöreynd, sem blasir viö íbúum Suöurnesja og raunar íbúum á öllu suöur og suövesturkjálka landsins. Af eftirfarandi töflu má sjá hve ofboösleg sveifla hefur átt sér staö, i þessu máli. Og taflan sýnir á ótvíræöan hátt megin orsök hins mikla vanda er sjávarútvegur Suö- urnesja hefur átt viö aö stríöa um nokkurt skeiö. Það hefur ekki fariö framhjá mönnum, aö í allri þeirri miklu um- ræöu, sem átt hefur sér stað aö undanförnu, um takmarkanir á sókn í þorskinn, aö málsmetandi menn af Vestfjörðum og Noröur- landi hafa látiö sér um munn fara all hvatvíslegar fullyröingar um aö sjávarútvegsfólk á Suöurnesjum og suöurlandi stæöi helst í þvi aö handfjatla lélegt hráefni, hvaö þorsk snertir. Eftirfarandi tafla sýnir þorsk- magn, verðmæti og meðalverö, veröur að geta þess aö í því er inni- falin svonefnd kassauppbót, sem nemur 12% pr. kg. en hún er aö langstærstum hluta á Vestfjöröum og Noröurlandi. Þorskmagn, verðmæti og meöalverð 1977. Tonn. Þús/kr. Medalv. pr. kg. Suðurland . . . 27163 1977071 72,78 Suðurnes . . . 51149 3689716 72,14 Rvík, Kópav. Hafnarfj. . . . . . . 30390 2107158 69,34 Vesturland . . . 35117 2550698 72,63 Vestfirðir . . . 56937 4191812 73,62 Norðurl. vestra . . . 21982 1505771 68,50 Norðurl. eystra . . . 59125 4125009 69,77 Austfiröir . . . 41928 3002177 71,60 TAfla 1. Þá hefur því veriö haldið fram aö Suöurnesjamenn verkuöu þorskinn í salt og herslu og jafnvel aö þeir keyröu svo og svo miklu magni af þorski í Gúanó, umfram aöra lands- menn. Eftirfarandi tafla sýnir verkunar- skiptingu þorsksins á hinum ýmsu svæöum áriö 1978. Keyrt i Suöurland . . . . Suðurnes . . . . Kópav. Hafnarfj. . Vesturland . . . . Vestfirðir ........ Norðurland vestra Norðurl. eystra Austfiröir . . . . Fryst Saltað Herzla Innanl.n. Gúanó. 16291 12135 27 57 3 14654 21244 466 22 8 16663 8133 2125 134 3 16852 17354 249 7 4 56234 5012 466 226 14 18856 1981 253 97 14 38050 22405 2050 455 88 24193 16510 148 5 10 Hagnýturþorskur. Unnið úrskýrslum Fiskifélags íslands. Lagt fram á fundi í útvegsmannafélagi Suðurnesja, 14. apríl 1979. Án Sudurnes Grindav./ Vogar. Hafnarfj. Kópav./ Reykjavík: Vesturl. Akranes/ Stykkish.: Vestf. Patreksfj./ Hólmavík: Norðurl. vestra Hvamms- tangi/ Siglufj.: Norðurl. eystra Ólafsfj./ Þórsh.: Austf. Bakkafj./ Höfn: Suðurl. Vest- m.eyjar/ Þor- láksh.: 1969 61.012 38.796 29.859 32.375 16.624 34.665 28.693 34.808 1970 65.998 44.238 34.715 41.177 10.810 31.898 27.513 33.198 1971 53.730 30.308 33.403 34.754 11.468 30.787 27.158 26.134 1972 53.187 24.814 36.701 27.488 8.242 26.495 24.467 20.937 1973 58.433 23.690 34.750 33.769 10.265 30.956 25.601 14.766 1974 43.564 18.250 34.741 36.701 13.881 40.107 24.358 21.647 1975 43.837 24.669 36.271 47.177 17.440 41.191 29.680 23.008 1976 47.383 26.965 34.790 52.725 17.582 43.367 31.972 25.122 1977 51.149 30.390 35.117 56.937 21.982 59.176 41.928 27.763 1978 FAXI — 18 36.394 27.057 34.466 61.952 21.201 63.048 40.866 28.514 Tafla 2. Af framansögöu má öllum vera Ijóst aö á Vestfjöröum, Noröurlandi og Austfjöröum hafa menn stór- aukiö sókn í þorskinn á sama tíma og fiskifræóingar hafa gert tillögur um verulega minnkaöa sókn. Menn í þessum landshlutum hafa brugó- ist ókvæóa viö þegar nú eru sett ákveðin skeröingar ákvæöi, og þaö þótt þessir sömu menn séu bezt búnir skipum allra landsmanna til aö sækja í vannýtta stofna. Ég vil taka sérstaklega fram aö þótt ég nefni hér ákveöna lands- hluta þá er þaö ekki hnútukast af minni hálfu, heldur er hér um aö ræða svo miklar staðreyndir, sem ekki er hægt aö ganga framhjá. Ef þær upplýsingar, sem hér hafa komið fram mega veröa til þess aö auövelda lesendum alla umræöu um þetta mál þá er betur af stað fariö en heima setiö. Ingólfur A rnarson. framkv.stj. Útvegsm.fél. Suðurnesja.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.