Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 16

Faxi - 01.05.1979, Blaðsíða 16
Séra Stefán hafði umsjón með skólanum, gengdi störfum próf- dómara og sá um fjármálin. Fyrst í stað voru kennaralaunin 350 krónur, síðar fjögur hundruð, síðast fimm hundruö, „en aldrei meiri í tíö séra Stefáns“ segir Ágúst I Halakoti i minningum sínum. 11) Kennari hafði ókeypis hús og hita en varð sjálfur að leggja sér til Ijósmeti. Hann hafði til afnota eina stofu og svefnherbergi í skólanum. BYGGÐU SKÓLA FYRIR ALMENN SAMSKOT Á BRUNNASTÖÐUM BRUNNASTAÐASKÓLI Auk þess að sjá um andlega vel- ferð sóknarbarna sinna sinnti séra Stefán mjög öðrum sveitar- og héraösmálum. Lengst munu hreppsbúar minnast afskipta hans af fræðslumálum. Árið 1871 hafði verið komið á fót barnaskóla í Gerðum í Garði undir forystu sr. Siguröar Brynjólfssonar á Utskálum. Ári síöar gekkst sr. Stefán fyrir skólastofnun á Strönd- inni. Fyrir almenn samskot var byggt skólahús hjá Suöurkoti í Brunna- staðahverfi. Meöal þeirra sem létu fé af hendi rakna, voru Egill Hall- grímsson bóndi í Austurkoti sem gaf hundrað ríkisdali og Guðmund- ur Ivarsson í Skjaldakoti sem gaf fimmtíu dali. Á þeim tlma var þetta stórfé og myndi í dag vafalaust jafngilda mörgum hundruöum þús- unda. Einnig var haldin hlutavelta til ágóóa fyrir skólann. Það sem gaf mönnum þrótt til aö hrinda úr vör I þessu mikilsverða máli, var vis fjárstuðningur úr Thor- kiliisjóöi. Á meðan almenn skóla- skylda var ekki lögboðin þurfti tals- vert fé til að halda uppi stöðugri kennslu, en sveitarfélög almennt fjárvana. Úr sjóðnum fengu allir barnaskólar I Kjalarnesþingi fé og fátæk börn árlegan styrk. Enda segir Ágúst I Halakoti, að bygging skólahússins hafi komiö „æði létt niðurá sveitina". Skólahúsiö var portbyggt, úr timbri, sextán álnir á lengd og fjórtán á breidd. í norðurenda þess, á neöri hæð, var kennt I stórri stofu. í stofunni var heljarmikill ofn. Á loftinu bjuggu hjón, sem sáu um skólann, lögðu í ofninn, og gerðu ýmislegt sem til féll. Hjálp- uðu þau m.a. til við kennslu. Stefán hét sá, sem aðallega stóð fyrir smíði hússins. Var hann ætíð kallaöur Stefán snikkari og bjó í Minni-Vogum. Hóf hann starf sitt eldsnemma á morgnana og vann fram eftir. Dagkaupið var tvær til þrjárkrónur. Hafist var handa um bygginguna í júní 1872 og henni lokiö í septem- ber. Kennsla hófst 1. október þá um haustið. Efniö í skólahúsiö var flutt með skonnortu suður i Voga innan úr Reykjavík. Síðan selflutti Guð- mundur ívarsson timbrið á áraskipi sínu inn að Brunnastööum. Gaf Guömundur alla vinnu við flutning- ana svo og aörir þeir er að stóðu. Þess skal getiö aö Guömundur Ivarsson var faðir Ágústs í Halakoti. 9) Er Ijóst aö almennur áhugi hefur veriö fyrir að koma skólanum á legg. Hefur sr. Stefán hvergi legiö á liði sínu en eggjað sóknarbörn sín óspart og brýnt fyrir þeim gildi slíkrar stofnunnar. Á þessum árum var þjóðin enn í dróma og svaf svefninum langa. En brátt braust birtan fram og senn komu rismál. Eftir aldalanga áþján og kúgun uppgötvaöi landinn, að hann var lifandi vera, verömætur og jafn útlendum herrum sem hrók- uðu sér úr hásæti í skjóli auös og valda. Dragbítur allra framfara, vanmetakenndin, var hvarvetna á undanhaldi. Landsmenn bundust almennum samtökum og stöku l’s- lendingur gerðist athafnamaður á landsvísu. Árið 1872 kom fyrir atvik í sam- bandi við skólann, sem leiddi af sér dauða tveggja manna. Um veturnætur það ár héldu fimm menn áleiðis til Hafnarfjaröar á áraskipi, sem Guömundur í Skjaldarkoti léði. Feröin var farin til að sækja kol fyrir skólann. Segir ekki af feröum þeirra inneftir. Þeir fimmmenningar urðu seinir fyrir. Höfðu tafist óþarflega lengi í Firðinum, enda allir drukknir utan einn, sá yngsti. Degi var tekið að halla þegar þeir komu á móts við Ströndina. Ætlunin var að halda inn Brunna- staöasund. En formaðurinn, óað- gætinn í ölvímu, fór of grunnt. Bar bátinn samstundis upp á sker og hvolfdi. Þrír komust á kjöl og var bjargaö eftir um klukkustundar volk. Tveir urðu undir bátnum og fórust. 10) Það var langur gangur sem börn- in á Ströndinni urðu að leggja á sig til aö koma á réttum tíma í skólann. Vestasti bær í Brunnastaöaskóla- hverfi var Brekka undir Vogastapa. Þaðan var klukkustundar reiö. Hefur mikið verið lagt á sig í myrkri og misjöfnum veörum. Enn er á lífi fólk sem man tímana tvenna. Námið hófst vanalega fyrst í október og lauk í endaöan mars. Kennsla hófst klukkan tíu daglega og stóð til hálf þrjú. Ekki voru börnin tekin í skólann nema sæmi- lega læs. Kennslugreinar voru: Lestur skrift, reikningur, kver og biblfusögur. Þeim sem best voru að sér og vildu læra áttu kost á landa- fræði, sögu, réttritun og dönsku. Auk þess var söngur sem Guö- mundur bóndi í Landakoti kenndi. Þegar kennslan hófst í fyrsta sinn, 1. október 1872, voru í skólan- um tuttugu og níu börn. KENNARAR VIÐ SKÓLANN Eftirtaldir kennarar voru við Brunnastaöaskóla árin 1872—1886, í tíð sr. Stefáns: 1. Oddgeir Guðmundssen 1872—1873. Fæddur í Reykjavfk 1849, dáinn 1924. Guðfræðingur í Reykjavfk 1872. Lengst af þjónandi prestur í Vestmannaeyjum. 12) 2. Þórður Grímsson 1873—1875. Fæddur f Reykholtsdal 1841, drukknaöi 1884. Kennari víða um land. Meðal annars sýsluskrifari á Leirá f Borgarfirði hjá Jóni Thor- oddsen. Lauk skáldsögu hans „Manni og konu“ að höfundi látn- um. Bróöir Magnúsar Grímssonar þjóösagnasafnara. Ágúst í Halakoti misminnir þegar hann segir á bls. 99 í „Þáttum af Suðurnesjum" aQ Magnús hafi kennt á Brunnastööum. Magnús dó árið 1860. Sama villa er og í bók Árna Óla, „Strönd og Vogar“, bls. 68.13) 3.Stefán M. Jónsson 1875— 1876. Fæddur árið 1852, dáinn í Reykjavík 1930. Guöfræöingur í Reykjavík 1875 og þjónaði lengst að Auðkúlu í Húnaþingi. 14) 4. Ólafur Rósenkrans 1876— 1877. Fæddur árið 1852 í Þingvalla- sveit, dáinn 1929. Stundaöi ýmis störf, lengst leikfimiskennari við menntaskólann í Reykjavfk. 15) 5. Pétur Pétursson 1877—1883. Fæddur árið 1842 f Skagafiröi, dáinn 1909. Verslunarskólapróf í Höfn 1867. Lengi bæjargjaldkeri ( Reykjavfk. Meöal barna hans: dr. Helgi Pjeturss jaröfræðingur. 16) 6. Steingrímur Scheving Svein- bjarnarson 1883—1884. Sonur sr. Sveinbjarnar Hallgrfmssonar stofn- anda og ritstjóra Þjóðólfs. sr. Sveinbjörn var systursonur Svein- bjarnar Egilssonar rektors, en móö- ir hans var Guörún dóttir Egils ríka Sveinbjarnarsonar í Innri-Njarövík. Steingrímur var fæddur 1859 í Eyjafiröi, fluttist til Vesturheims og dó þar, óvfst hvenær. 17) FAXI — 16

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.