Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 3
27. ágúst 1841. í þeirri vísiteríu- gerð segir meðal annars: Kirkju- garð þarf að endurhressa að norðanverðu, sem skal tilheyra þeim í ytra hverfinu, einnig segir þar: Kirkjubók nýja þarf kirkjan þar eð þessi er farin af sagga að skemmast. Vísitfrmi- laun mér borguð fyrir tvö ár með 2 ríkisdölum, þarf í næsta reikningi að færa kirkjunni til skuldar. Og kirkjan eignaðist nýja kirkjubók. Fyrsta innskrif í hana var kirkjureikningurinn 1841, u n d i rskrifaður í fardögum 1842 af Guðmundi Péturssyni (Petersen) þáverandi kirkjubónda bróðir fyrrnefnds Bjarna Péturssonar, og af þá- verandi aðstoðarkandidat Sveinbirni Hallgrímssyni, er þá um haustið þann 9. október vígðist aðstoðarprestur til séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn. Er þessi kirkjubók einn af þeim örfáu fornu gripum sem tilheyra kirkjunni og enn eru varðveittir. Og enn vísiterar prófastur kirkjuna þann 11. september 1843 og aftur 2. sept. 1847. Á þessum árum þjónaði séra Sveinbjörn Hallgrímsson og þá 1847 var Jón Norðfjörð orðinn kirkjubóndi í Innri-Njarðvík. Jón Norðfjörð var sonur Jóns Sighvatssonar hins merka stór- bónda í Höskuldarkoti, bjó Sveinbjörn Egilsson rektorog skáld. fæddist á býlinu Innri-Njarðvfk 24. íebrúar 1791, sonur hjónanna Egils Sveinbjarnarsonar og Guðrúnar Oddsdóttur. Sveinbjörn Egilsson lærði m.a. hjá sóra Árna Helgasyni, siðar prófasti, varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1810. Dr. Sveinbjörn Egilsson bjó á Bessa- stöðum og Eyvindarstööum á Álfta- nesi, síðast í Reykjavík, dó þar 17. ágúst 1852. áður í Þórukoti og Efstaleiti í Ytra-hverfinu með konu sinni Kristínu dóttur Jóns Snorra- sonar bónda í Ytri-Njarðvík. Missti hana, giftist svo að Innri- Njarðvík Ragnheiði Guð- mundsdóttur ekkju fyrrnefnds Guðmundar Péturssonar (Petersen). Ragnheiður var al- systir Helga Thordersen biskups og hálfsystir sér Sigurð- ar Br. Sívertsen prests á Utskál- um. Þann 31. ágúst 1849 vísiter- aði séra Árni Helgason prófast- ur kirkjuna í Innri-Njarðvík í síðasta sinn. Þá hafði hann af mikilli skyldurækni í sínu em- bætti fylgst jafnt og þétt í nær þrjá áratugi með hag og háttum kirkjunnar og var nú kominn á áttræðisaldur. Hefir prófastur áreiðanlega vel við unað er hann skráði nafn sitt undir vísetasí- una í síðasta sinn, því þá átti kirkjan til góða 81 ríkisdal og 72 skildinga. Á þessum umrædda tíma er séra Árni var prófastur Kjalar- nesþings var hann samtíða fjór- um kirkjubændum í Innri- Njarðvík, er hér hafa áður verið nefndir. Voru þeir alliryngri að árum en hann. Virðist svo að Árni prófastur hafi haft góð við- skipti við þá, hvern á sínum tíma. Allir voru þessir kirkju- Asbjörn Ölafsson, bóndi og kirkju- haldari, fæddur i Innri-Njarðvik 3. ágúst 1832. Foreldrar hans voru faktor Ölafur Ásbjörnsson og mad- dama Helga Arnadóttir, búandi hjón þar á öðru býlinu. Ásbjörn var 17 ára gamall þegar Árni Helgason, pró- fastur, frændi hans, kom siðast til að vísitera kirkjuna [ Innri-Njarðvik. Ásbjörn dó á sinu fæðingarheimili þann 5. ágúst árið 1900. bændur dánir áður en Árni pró- fastur féll frá. Hann lifði hátt á þrettánda ár frá því að hinn síð- asti þeirra dó. Frá Ara Jónssyni var áður sagt. Guðmundur Pétursson (Petersen) dó 5. febrúar 1845, 51 árs að aldri. Bjarni Pétursson bróðir hans dó 7. júlí 1846, 47 ára að aldri. Jón Norðfjörð dó 3. apríl 1857, 61 árs gamall. Voru allir þessir dánumenn jarðsettir í kirkjugarðinum í Innri-Njarð- vík. Til dæmis um gott samstarf og vináttu séra Árna við kirkju- bændurna í Innri-Njarðvík eru eftirmæli sem hann gerði eftir Jón Norðfjörð síðasta sam- starfsmann sinn þar: Fjör hans var staklegt, glaðlyndi mikið, góðsemi og göfuglyndi afbragð; ráðdeild og framsýni í góðu lagi, guðlegt hugarfar prýddi lífið; hann, sem nœrri má geta, var heiðraður og elskaður af háum og lágum. Nú er hann tregaður af öllum; nákomnir og vinir sakna þar dugnaðar og tryggða manns; fátœkir og ferðamenn hafa mikið misst; hans verður lengi að góðu getið. Arinbjörn Ólafsson, bóndi i Narfa- koti, síöar Tjarnarkoti, lengi með- hjálpari, var fæddur i Innri-Njarðvik, 3. nóv. 1834. Arinbjörn var 15 ára er Árni prófasturfrændi hansvisiteraöi síðast. Arinbjörn bjó 25 síðustu ár ævinnar í Tjarnarkoti, dó þar 9. des. 1895. Voru þeir bræður Asbjörn og Arinbjörn starfsmenn og miklir vel- unnarar kirkjunnar, voru bæði í sóknarnefnd, safnaðarfulltrúar og meðhjálparar. Undirskrift er: Svo minnist vinar síns Á. Helgason. Séra Árni Helgason prófast- ur og biskup hélt sínu prófasts- embætti í 5-6 ár eftir að hann vísiteraði síðast í Innri-Njarð- vík. Eftirmaður hans var séra Ólafur Pálsson Ólafssonar prests í Guttormshaga í Holt- um. Séra Ólafur Pálsson var dómkirkjuprestur í Reykjavík 1854-1871 og prófastur í Kjal- arnesþingi 1856-1871. Séra Ól- afur var engu að síður skyldu- rækinn og umhyggjusamur pró- fastur en fyrirrennari hans í því embætti, séra Árni Helgason, en það er nú önnur saga. Helgi Ásbjörnsson, síðasti kirkjubóndi á kirkjustaönum Innri- Njarðvík, var fæddur 18. jan. 1867. Foreldrar Helga voru Asbjörn Ólafsson og hans kona Ingveldur Jafetsdóttir, búandi hjón þar á staðnum. Helgi átti heima alla sína löngu ævi nær óslitiö á sínum fæð- ingarstaö, var um tíma í sóknarnefnd og um langa tíö gestgjafi kirkjugesta ásamt konu sinni Jórunni Jónsdóttur, frá Hópi i Grindavik. Helgi dó á heimili sínu Innri-Njarö- vik, 9. september 1953. Jórunn Jónsdóttir. FAXI - 119

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.