Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 8
Helgi S. Jónsson Sjötugur Forseti Rotaryklúbbs Keflavikur, Bjarni Einarsson, taldi þaó ekki sæma, aö láta sjötiu ára afmæli Helga S. Jónssonar, eins af stofn- endum klúbbsins, liöa hjá án þess aö hafa um þaö nokkur orö, enda þótt Helgi væri viös fjarri, nánar tiltekiö i veislu meö Þórunni konu sinni, hjá dóttur þeirra og hennar fjölskyldu vestur i Ameriku. Bjarni leitaöi því til Kristins Reyrs skálds, og baö hann aö mæla fyrir minni Helga. Kristinn, sem nú er heiðursfólagi i klúbbnum, var einnig stofnfélagi. Þeir fólagarnir hafa þvi átt langa samleiö og tekiö hendi til margs i fólagi - samiö reviur og leikrit, staöiö saman i út- geröarbasli - stundaö hringferöir hérlendis og erlendis - og þó rutt sór braut til ystu arma islenskra stjórnmála, sinn til hvorrar áttar - hver svo sem afstaöa þeirra er til ríkisstjórnarinnar i dag. Bjarni var þvi ekki aö fara i geitarhús aö leita ullar, er hann fól Kristni verkefniö. J.T. HELGI S. SJÖTUGUR Herra forseti, góðir Rotaryfólagar. I dag, þann 21. ágúst anno domini 1980, á einn afstofnend- um klúbbsins merkisafmæli. Og sólfagurt hór um Suöur- nes. En þaö var fyrir róttum sjötiu árum, aö fæddist sveinn i Hattardali vestur. Hann var ausinn helgu vatni og nefndur Helgi Sigurgeir, sá Jaröargestur. Þar i dalnum þýöir vindar sungu um þúsund öldur risa á sæ og falla. Og þýöir vindar þuldu ævintýri um þúsund turna í borgum sunnan fjalla. Og ungi sveinninn óx aö vizku og þroska i árdagsbliki Hattardals og Ijóma. - En sveininn unga seiddi þráin heiman aö sjá og kanna heimsins leyndar- dóma. Og hver okkar þekkir ekki sveininn þann i dag - Helga S. - hollvin klúbbsins frá fyrstu tiö? En viöar er maöurinn aö vonum velþekktur - þessi aflvaki keflvískra fólags- og menningar- mála, frá þvi aö hann, enn ungur aö árum og hamhleypa til verka, festi hór varanlegar rætur isend- inni jörö meö salta svalvinda i fang. Og margs er aö minnast. Viö munum hann meöal annars á þönum um bæjarlandiö og ávallt óþreytandi aö láta gott af sór leiöa. Fyrst á reiöhjólinu Skjálfta, sem hann skiröi svo, meöan hreppurinn var hreppur i holótt- um skilningi - en siöar á straum- linuhjóli, eftir aö bærinn varö bær. Og Valtýr tók til viö aö mal- bika. Ég man þá tiö frá Keflavikur- árum, aö svo til engin samkunda, úti eöa inni, varsam- kunda án Helga S. Þaö var þá helst i launhelgum Framsóknarflokksins, aö Danival var ekkert áfjáöur i nær- veru mannsins. En meira aö segja konur, sem kvu lítiö gefiö um karla innan saumaklúbba sinna eöa þess kyns málfreyjufunda - sáu sór þann kost vænstan aö taka Helga inn i Kvenfólag Keflavik- ur, s/o aö fyrirhuguö tombóla eöa þá afmælishóf meö viöeig- andi skreytingum og skemmti- legheitum rynni ekki með öllu út i sandinn. Þvilik hefur eftirspurnin eftir hinum fjölhæfa og fólagslynda manni veriö. En hann hverju sinni boöinn og búinn til góöra - já og i bland vanþakklátra verka. Engum hef ég fyrr eða siöar kynnst, sem sólundaöi fó, tima og fyrirhöfn jafn ríkulega á altari fólagshyggjunnar og hann. En Helgi haföi lika af frjóum og auöugum sjóöi eigin hug- sjóna aö ausa. Og þar fyrirfannst ekki stimp- ilklukka viö inngang og útgang. Heföi lika komiö út á eitt, þvi aö þrátt fyrir afburöa námshæfi- leika, læröist honum aldrei aö notfæra sjálfum sór þaö apparat. Gott ef honum gleymdist ekki aö trekkja upp úriö sitt, þegar mikið lá viö i veröldinni. Þaö gat veriö smákvabb eins og plástur á fingur. En öllu oftar og ofar hugsjónir - einsog aö gera Skrúögarðinn i Keflavík að þvi sem hann varö. Eöa renna styrkum stoöum undir Byggöa- safn Keflavikur, stofnaö 17. júni 1944. ídag má líta verk frumherj- ans aö Vatnsnesi, þótt fleiri hafi komiö þar viö sögu siöar og vel og dyggilega aö unniö. I eina tiö var titillinn skrifstofu- stjóri viö naf Helga i simaskrá, en siöar kaupmaöur eöa for- stjóri, þá heilbrigöisfulltrúi og slökkviliðsstjóri. Og enn fleiri, ef marka má kvæöiskorn til hans fyrir einum þrjátiu árum: En þar telst mór svo til, aö hann eigi þá þegar vini og stótt- arbræöur i ekki færri en tuttugu starfsgreinum. Sú upptalning hljóöar þannig: í dag er mikió um dýróir og dásemdir, Helgi S. Jónsson. Sjá, kollegar þinir koma, kaupmenn og tasteignasalar, ritstjórar, Rótarýanar að rótta þór vinarhönd, utvegsmenn, yfirbrytar og aðstoóarkennarar, forstjórar, Frimúrarar og Irlstundamálarar, leikarar, leikritasmiðir og leiktjaldamálarar, vandræðaskáld og skátar og skeleggir Ihaldsmenn. Og máske kommar og kratar komi - og Framsóknarmenn, og ef til vill áfengar konur og allsgáðir templarar. I dag er mikið um dýrðir og drykkjuskap hór og þar. En menn voru nú oftar i bæri- legu skapi. Og mikil gestanauö hjá Diddu okkar og Helga aö Vatnsnesvegi og siöar Austur- götu. Enda næstum daglega i leiöinni likt og Bókabúöin - einkum fyrirstabila heimaganga eins og mig. Og hugmyndir svifu yfir kaff- inu. Plön siöan reifuö og rædd og rissuö á blaö. Æ, þaövar elskulegt andrúms- loft. Og þaulsetiö, ,,já, allt fram til klukkan fjögur," en risiö aö morgni til umsvifa á ný. Og hólt svo fram sem horföi, þótt ekki sé tóm til aö rekja nánar hór og nú. Enda var mór ekki uppálagt að flytja maraþon- ræöu um afmælisbarniö - allt fram til fjögur. En einhvern tima heföi nú veriö ráöist i aö rita samtalsbók eöa heimildarskáldsögu af minna tilefni en tilveru og tilþrifum Helga S. Jónssonar i samtimanum. Hvaö um þaö - kvöldiö er enn faaurt og sól hvergi sezt. 7 dag fer aö maklegheitum, að Rotaryklúbbur Keflavíkur bregöi á loft svipleiftri af Helga - svo mjög sem hann hefur sjálfur sett svip á fólagsstarfiö bæöi i oröi og verki. Og sem einn af samferöa- mönnum, myndi óg þrýsta hönd hans innilega nú, ef heima væri. Ber þar æriö margt til. Viö áttum ekki svo lítiö saman að sælda á keflvísku plani um árabil - Draumalandiö, Mjallhvita móöir, svo eitthvað só nefnt. En fyrst og fremster þaö órofa vinátta hans og tryggö, sem þökkuö er samfara árnaöarósk- um á afmælisdegi. Aö ógleymdum aödynjandi Alvarleglr og hátíölegir Rotary-félagar. - Þar lágu leiöir þeirra saman og þar mótaöist Hringfaraklúbbur- inn, síöan haldiö til heiöa. Helgi S. Jónsson, Garöar Ólafsson, Kristinn Reyr, Knútur Höiriis, Skafti Friö- finnsson og Jón Tómasson. FAXI - 124

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.