Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 14

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 14
Sú harmafregn sem barst hér um Garöinn aö morgni 18. sept- ember sl., aö Þóröur Gíslason sveitarstjóri væri dáinn, kom sem reiöarslag yfir okkur Garö- búa. Þó viö vissum að hann gekk ekki heill til skógar, vegna þess sjúkdóms sem hann var haldinn, þá hefur víst engan rennt grun í að svo snögglega mundi um skipta, en það er nú svo með okkur jaröarinnar börn, aö þau vistaskipti sem dauöinn færir okkur koma ávallt að óvör- um, og sem betur fer veit enginn sína ævina fyrr en öll er. Þóröur Gíslason var fæddur 24. janúar 1929 aö Fitjakoti á Kjalarnesi, en ólst upp í Reykja- vík og átti lengst af heima á Hverfisgötu 88b. Ungur aö árum missti Þórður föður sinn af slysförum, og varö hann þá aö hætta langskóla- námi, er hann var byrjaöur á og hugur hans stóð til. Hann tók við starfi fööur síns sem sundlaug- arvörður og sá þennig farborða móöur sinni og þrem ungum systrum. Síöar lauk hann sveins- prófi í trésmiði og er meistara- skóli byggingamanna varsettur á stofn, þá var Þórður í braut- ryöjendahópnum og varö hlut- skarpastur á lokaprófi. Þá stund- aöi hann hagræöingarnámskeiö á Noröurlöndum og síöar í Eng- landi og starfaöi um tíma viö hagræöingardeild Alþýöusam- bands íslands. Þóröur náöi góö- um tökum á tölvutækni og var um tíma kennari í tölvufræöum viö Menntaskólann við Hamra- hlíö og samdi þá forritin sem notuö eru viö stundaskrárgerö í áfangaskólum. Þaö má segja aö starf og nám hafi skipst á í lífi hans alla tiö, og var hann opinn fyrir öllum nýjungum og sagöist hann alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Ég kynntist Þóröi fyrir rúmum tveimur árum, er viö í hrepps- nefnd Geröahrepps réöum hann sem sveitarstjóra. Þaö kom fljót- lega í Ijós aö hér höföum viö fengiö starfsaman úrvals mann, sem lét hag og velferö sveitarte- lagsins ganga fyrir öllu. Mentun og starfsreynsla Þóröar kom hér Þórður Gíslason sveitarstjóri - Garði aö góöum notum, því hér var margt að vinna og margt sem þurfti lagfæringar við. Þegar Þóröurtók viöfjármálum hrepps ins, var greiöslustaöan mjög slæm, þannig að fyrsta áriö fór í það aö koma bókhaldsmálum og innheimtu í betra horf, og þar af leiðandi urðu verklegar fram- kvæmdir litlar. Um síðustu áramót var þetta oröiö gjör- breytt, þá haföi honum tekist aö koma innheimtunni í það gott horf að hún var með því besta sem þekktist, og greiðslustaðan oröin góð, enda var þá veriö meö mörg járn í eldinum varðandi ýmsar framkvæmdir, sem á döf- inni eru. Þetta sýnir hversu góö tök hann haföi á bókhaldsmál- um og hagræöingu viö þau störf. Þá hefur sveitarfélagiö notið góös af þeirri miklu tölvutækni sem hann haföi á valdi sínu, og haföi hann komið upp full- komnu tölvubókhaldi fyrirsveit- arfélagiö, sem nýtast mun til frambúöar. Til aö ná þessum góöa árangri á svo skömmum tíma, þurfti mikla vinnu og út- sjónarsemi og er óhætt aö segja aö Þóröur hafi oft og mörgum sinnum lagt nótt við dag til aö koma þessu í kring, enda mátti oft sjá Ijós á skrifstofu hans fram á nótt. Þóröur var þannig geröur aö allan undirbúning aö þeimfram- kvæmdum sem fyrirhugaðareru vildi hann vanda sem mest. Hann lagöi því mikla áherslu á að öll hönnun og undirbúnings- vinna væri sem best af hendi leyst og allt lægi Ijóst fyrir er framkvæmdir hæfust. Þaö hefur verið unniö aö ýmsum nauð- synjamálum að undanförnu, og er bygging sundlaugar og íþróttahúss eitt af þeim. Þóröur hafði mikinn áhuga á því að koma þessari byggingu upp, sérstaklega sundlauginni, og mikla ánægju haföi hann af því hversu börnin hér í byggöarlag- inu sýndu málinu mikinn áhuga og höföu þrír barnahópar fært Þóröi smá peningaupphæöir til byggingarinnar, en þau hafa sýnt þaö framtak aö safna peningum með því aö halda hlutaveltur. Þóröi þótti vænt um þetta framtak barnanna, því hann var í raun mjög barngóður maöur. Þóröurvaríerindagjörö- um fyrir sveitarfélagiö er hann veiktist og hans síöasta verk var á hönnunarskrifstofunni, sem sér um teikningu og hönnun á sundlaugar- og íþróttahúss- byggingunni. Viö Garöbúar getum á engan hátt minnst Þórðar heitins betur en meö því aö efla sundlaugar- sjóðinn sem mest og koma sundlauginni upp sem allra fyrst. Vonandi verður fullorðna fólkiö ekki eftirbátar barnanna. Ég vil aö endingu þakka Þóröi ánægjuleg kynni og gott sam- starf þennan stutta tíma, er við nutum hans miklu hæfileika, og hreppsnefndin þakkar þau vel unnu og óeigingjörnu störf sem hann hefur leyst af hendi fyrir okkur Garöbúa, því það er ekkert oflof þó sagt sé aö hag sveitarfélagsins setti hann ofar öllu, og mér viröist sem Þórður hafi verið þannig gerður, aö ef hann tók eitthvert starf að sér þá vann hann aö því af lífi og sál og undi sérekki hvíldarfyrren hvert mál sem hann tók fyrir var far- sællega i höfn komið. Þóröur var kvæntur Aldísi Jónsdóttur, tónmenntakennara, og eiga þau einn son, Gísla Jón. Aldís hefur kennt söng og hljóö- færaleik hér í Garöi, frá því þau komu hingaö fyrir rúmum tveim- ur árum, fyrst viö grunnskólann, síöan viö tónlistarskólann eftir aö hann var stofnaöur, og var hún einn af hvatamönnum að stofnun hans. Þóröur heitinn studdi skólann af ráðum og dáö, svo og önnur menningarmál í Garðinum. Ég votta þeim Aldísi og Gísla samúö mína vegna frá- falls okkar ágæta sveitarstjóra. En þó söknuöurinn sé sár, þá vona ég að gleöin yfir margra ára samfylgd góös förunautar veröi honum sterkari. ólafur SigurOsson Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur FERÐAÁÆTLUN Sandgerði — Keflavík — Reykjavík. Frá Frá Frá Sandgerði Keflavík Reykjavík 9,00 6,45* 9,00* 12,45 9,30 13,30 15,00** 13,30 15,30 17,00** 15,30 17,30 19,00** 17,30 19,00 19,30 23,00 *) Ekki helgidaga. **) Ekiö um Miönesheiöi, annars um Garö. Aukaferðir á helgidögum: Frá Keflavík kl. 12,00 og 22,30. Frá Sandgerði kl. 22,00. Frá Reykjavík kl. 10,30 og 24,00. Nýársdag, föstud. langa, páskadag og hvítasunnudag er fyrsta ferð kl. 12,00 frá Keflavík. Kjörorðið er: ÖRYGGI ÞÆGINDI HRAÐI Afgreiðslur okkar eru: í Reykjavík í Umferðarmiðstöðinni sími 22300. í Keflavík að Hafnargötu 12 sími 1590.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.