Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 19

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 19
Togari og skúta stranda á Réttatöngum Endurminnlng Jóns Helgasonar frá Lltlabæ á Vatnsleysuströnd um furóulegt s)ó- slys, er fyrstl togarl Islendinga - Coot - strandaöi ásamt flsklskútunn! Kópanes, skammt frá heimill hans. Ég var 13 ára þegar þaö gerðist er nú skal frá sagt. Oft sofnaði ég vært og fast við rokkhljóöið, þegar mamma var aö spinna. Þaö hef ég a.m.k. gert um kvöldið 14. des. 1908, því þegar ég loksins vakna, liggur ókunnur maður fyrir framan mig í rúminu, þar sem bróðir minn, Guölaugur, átti annars aö vera. Ljós var á olíulampanum, rétt eins og á jólanótt væri. Allt heimilisfólkiö fullklætt og bróðir minn, sem sjáanlegt var að nýkominn væri úr útiveru, var aö tala við þennan nýja rekkjunaut minn. Af samtali þeirra smáskýrðist fyrir mér hvað búið var að gerast. Nálægt miðnætti hafði heyrst hátt og langdregiö gufuskips- píp, sem alla þarna á næstu bæjum hlaut aö vekja af nýfestum blundi. Þarna hafði þá, á svokölluöum Réttatöngum, strandað bæði „trollari" og skúta. Þetta var líka á úthallandi ,,skútuöld“ og upphafi „togaraaldar". Það er úr samtíöa heimildum frá síðustu ferð þessara tveggja skipa að segja, aö botnvörpu- skipiö Coot haföi 14. des. 1908 lagt frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar með fiskiskútuna Kópanes í eftirdragi. Hún átti aö fara í vetrarlægi í Firðinum. En er skipin voru komin i opinn Hafnarfjörð, slitnaði tógið milli þeirra og slitrur annars endans flæktust um skrúfu Coots. Eftir þaö rak bæöi skipin ósjálfbjarga undan straumi og stormi, sem þá stóö af noröri, en þó ekki hvass, sem betur fór. í heimildunum segir:.......rak á land við Keilisnes", - en Réttatangar eru nokkru sunnar. Auðvitað brugðu menn fljótt við, er skip sást þarna strandað, og bjuggust til björgunarstarfs. Ekki voru neinir bátar í naustum upp af strandstaðnum. En þar sem farsællegra þótti aö leggja sig til við björgun manna á skemmstu leið frá landi, var bátur ,,settur“ þarna um kílómeters vegalengd. Og þegar á staðinn kom, sást að þarna var ekki aðeins skipið sem lét til sín heyra og var meö Ijósum, heldur líka annað á skeri nokkru sunna, Ijóslaust og hljóölátt. Farsællega tókst aö bjarga mönnunum úr báðum skipun- um. Ekki veit ég hvað margir menn voru í togaranum, en í skútunni voru þeir Ingvar Jóelsson, skipstjóri f Hafnarfirði, og Guðmundur bróðir hans, báðir sjómenn fram í fingurgóma. Á skerjunum þarna voru skipin strax oröin svo löskuö, aö engin tilraun var gerö til aö ná þeim út, og eftir3-4daga, þegar meir hafði hvesst af norðri og stækkað haföi straum, færðist Coot nokkru sunnar og nær landi en áður. En Kópanesið var sem í bás milli tveggja skerja. Stórviðburður fannst víst öllum aö þarna heföi gerst, bæöi þeim fullorönu og þá okkur unglingunum ekki síður. Oft höfðum við séð þegar skarpan landsynning gerði, fjölda af trollurum, eins og þessi skip voru þá nefnd, koma í var upp aö Ströndinni. Kitlaöi okkur þá oft til aö geta séö slík skip sam nánast. Jafnvel áttu sér stað heldur ófagrar óskir, þegar seglprúðar franskar fiskiskútur í austanátt „krusuðu" inn flóann, og þá á suðurslag nálguðust óðum Ströndina. Já, hreint og beint óskir um að því hrífandi skipi tækist ekki að snúa frá, en yrði aö sigla í strand, sem næst því hvar við áttum heima. En aldrei varð að þessum unggæöisóskum okkar - sem betur fór. En nú höfðum við þó fengið tækifærið aö skoða þarna tvö strönduð hafskip og það tækifæri var að sjálfsögöu notaö, aö fara á strandstaöinn, strax þegar bjart var oröiö. Var þá komiö þar margt manna, þar á meöal skipstjórinn, Indriði Gottsveinsson, en hann mun ekki hafa verið með í þessari örlagaferð. (Um Indriöa, sem stórmerkan mann, segirnokkuð í bókinni Kastað I flóanum, eftir Ásgeir Jakobsson). Sem að líkum lætur var fljótt farið aö bjarga á land öllu því sem verðmætt var og losað úr skipunum. Var það allmikiö, aöallega úr togaranum. Að fáum dögum liðnum var svo uppboö haldiö á strand- góssinu. Auövitað var þarna margt manna og margir í von um að gera góð kaup. Stærsta númeriö þarna varskútan, því að togarinn var víst ekki til sölu á uppboöinu. Var víst einum manni falið aö bjóða í það fyrir alla sem hlut vildu eiga í því, þarna á Inn-Ströndinni. Mig minnir að þetta númer væri „slegiö" á aðeins 200 krónur. Að Jón Helgason frá Litlabæ er kunnur kvæöamaður, fróöur og minnugur. verðið var svona lágt, kom vissulega til af því, að skipið var þarna úti á milli sekrjanna eins konar vonarpeningur. Nú var komiö að stærsta straum og tréskip með hverju flóði að lyftast hærra og hærra úrsínum skerjabás, svo minnstu munaði að úr honum færi að losna. Og ef slíkt gerðist í aflandsstormi, kynni það að færast enn fjær landi. En mikil heppni var með þessum skipskaupendum, því á árdegisflóði eftir uppboðsdag- inn var komiö vestan rok með veltubrimi og 200 króna stórgripurinn, sem endað hafði ævi sína um hafiö af tilfallandi slysni, kominn allt upp aö sjávarbakka, hvar hann nú lá vel við að limast i sundur. Það var svo ekki fyrr en sumariö 1910aðfariö varaö rífa Coot og þá aöallega allt tré, svo sem dekkiö og innréttingar í káetu og öðrum vistarverum. Dekkplankarnir voru úr svo hörðum og „feitum" viö, að í hann gat vart gengiö vatn. Voru því hagstæð timburkaup þegar þeir voru seldir á 1 kr. stykkið, 12-14 fet að lengd. Eftir fá ár var skipt um glugga á húsi okkar foreldra minna og nýir settir úr þessu efni. Og enn eru þeir í húsi mínu, þar sem það var endurbyggt í Hafnarfirði 1921. Sýnilegar minjar um þetta strand er gufuketillinn úr Coot, sem með ærinni fyrirhöfn var komiö þarna upp á sjávarbakk- ann fyrir fáum árum. Um leiö og ég lýk þessari frásögn verður mér hugsað til annarar strandsögu, þarsem ég, þá á 19. ári, var háseti á togara sem strandaði á Garðskagaflös. - En það er önnur saga. Jón Helgason frá Litlabæ. Coot, fyrsta botnvörpuskip, sem Islendingar eignuöust einir. Nokkuö gáleysislega hefur veriö fariö meö upplýsingar um skipiö, útgerö þess og eigendur. Svo rammt kvaö aö þessu, aö Heimir Þorleifsson fékk rúmlega heila síöu i Morgunblaö- inu 26. janúar sl. til leiöréttinga. Málflutningur hans er trúveröugur, enda Ijósmynduö nokkur sönnunargögn, s.s. um aö Coot var byggöur I Glasgow áriö 1892 (ekki IBoston 1890), aö Arnbjörn Olafsson, sem skrifar undir kaupsamninginn 19. jan. 1905, var Keflvlkingur (ekki Hafnfiröingur) o.fl. mætti tilfæra Arnbjörn mun hafa veriö einn af eigendum Fiskveiöi- hlutafólags Faxaflóa, sem stofnaövar 1904ogendurskipulagt 1905eftiraö Coot var keyptur. Stjórnarformaöurvar Þórö- ur Guömundsson (þá útvegsbóndi i Reykjavik, siöar í Geröum, Garöi). Sonur Hans Guömundur var einnig i félaginu, einnig Indriöi Gottsveinsson skiþstjóri og Einar Þorgilsson i Hafnarfiröi, sem tók aö sér verkun aflans - en Einar keypti hlut Agústar Flygenrings, sem gekk úr félaginu. FAXI - 135

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.