Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 2

Faxi - 01.10.1980, Blaðsíða 2
GUÐMUNDUR A. FINNBOGASON: r Séra Arni Helgason, héraðsprófastur og r biskup í Görðum á Alftanesi Þeir eru orðnir eðimargir bæði lerðir og leiknir, er frá ómunatíð hafa stefnt heimför sinni að kirkjustaðnum og bendabýlinu í Innri-Njarðvík og gengið þar um garða meðan þar var búið að hinni fomu venju, fram yfír miðja þessa öld. Þangað komu fátekir föru- menn, vel efnaðir stórbændur og allt þar á milli. Vanvita vesalingar, vel lærðir embættismenn og valdsmenn. Þar var einagt á móti mönnum tekið þó misjöfn væri staða og stétt. Margur kom þangað svangur, kaldur og þreyttur en fór þaðan aftur saddur og hlýr, oft eftir nætur- hvíld. I þessari frásögn verður lítillega sagt frá einum þeirra mörgu gesta er áttu erindum að gegna við kirkjubændurna í Innri-Njarðvík á fyrri helmingi 19. aldarinnar. Var sá maður úr prestastétt og talinn einn hinn merkasti og mikilvirkasti í sínu embætti, einnig afreksmaður í fræðslu og menningarmálum sinnar tíðar. Maður þessi hét Arni Helgason, prestur og prófastur i Görðum á Alftanesi, biskup að nafnbót, hafði tvívegis gegngt því embætti alls um þriggja ára skeið. Árni Helgason var fæddur þann 27. okt. 1777. Dáinn 14. desember 1869. Foreldrar hans voru séra Helgi Einarsson, síð- ast á Eyri við Skutulsfjörð, og hans kona Guðrún Árnadóttir fastur Kjalarnesþings árið 1821 og hélt því embætti til ársins 1856. Einnig var hann stiftpró- fastur. Séra Árni tók við af fyrir- rennara sínum séra Markúsi Magnússyni frá Vatnsfirði er var prestur í Görðum frá 1782- 1821. Markús prófastur virðist ekki hafa lagt mikla rækt við að heimsækja krikjur sínar á Suð- urnesjum, svo var að vísu með kirkjuna í Innri-Njarðvík, að með vissu frá því um aldamót-in 1800 og fram til þess að hann hætti sem prófastur 1821 vísiter- aði hann aldrei kirkjuna þar. Þegar séra Árni Helgason sest að sem prestur og prófastur, fyrst í Breiðholti svo í Görðum, verður mikil breyting á. Hann tekur fljótlega til að heimsækja kirkjuna, vísitera hana, fylgjast með starfsemi hennar, viðhaldi og afkomu. I prófaststíð sinni sem var í þrjá og hálfan áratug, kom Árni prófastur 11 sinnum til að vísitera kirkjuna, í fyrsta sinn 13. júní 1822 og svo næst 14. júlí 1825. Á þessum árum var séra Pétur Jónsson á Kálfatjörn og einnig sóknarprestur Njarðvík- inga. Bændur í Njarðvíkursókn höfðu árið 1826 farið fram á við prestinn sinn að fjölgað yrði messudögum í sókninni. Varð- andi þá beiðni og vegna hennar er eftirfarandi bréf frá Árna Helgasyni prófasti: Samkvæmt herra biskupsins boði innfærist hér fylgjandi - Þann 12ta þ.m. hefir herra bisk- upinn tilskrifað mér svoleiðis: Þareð presturinn séra Pétur Jónsson á Kálfatjörn í bréft til mín af I. nóvember f.á. fyrir bón og samþykki helstu bænda án mótsagnar kirkjubóndans í Innri- Njarðvík og eftir sannsýni með tilliti til fólksfjölda og nauðsyn- legrar barna uppfræðingar, heftr sótt um að mega fjölga messu- dögum á annexíunni, svo gefst honum hér með leyfi til, eftir- leiðis að framflytja heilaga þjón- ustugjörð í Innri-Njarðvíkur kirkju, þriðja hvern helgan dag á sumrum, en fjörða hvörn á vetr- um, þá undireins er áskilið, að Njarðvíkur sóknar menn, sam- kvæmt þeirra loforði, sjái kirkju- bóndann á Njarðvík skaðlausan á þeim átroðnings auka, sem af messudaga fjölguninni, fram yftr það sem verið hefur, orsakast kynni. Þetta mitt leyfi, vildi herra stiftprófastur A. Helgason til- senda velnefndum sóknarpresti, sem heftr að auglýsa það, og síðan innfæra í Njarðvíkurkirkju bók, viðkomendum til eftirrétt- ingar, hvörri herra biskupsins skipun, að svo miklu leyti sem mig áhrœrir, hér með gjörist fullnusta. Görðum 17da febr. 1827 Á. Helgason rétt afskrifað, vitnar P. Jónsson Næst vísiterar Árni prófastur 23. júlí 1829 svo ogaftur 3. sept- ember 1831 ogennþann 14. júní 1833. í lok þeirrar vísitasíugerð- ar segir prófastur: Tveggja ára vísitaríulaun eru mér borguð með 1 ríkisdal Sölv. Á þessum árum var Ari Jóns- son kirkjubóndi í Innri-Njarð- vík. Ari var seinni maður Guð- rúnar Oddsdóttur ekkju Egils Sveinbjarnarsonar (ríka). Ari lét byggja timburkirkju 1827, kostaði hún 476 ríkisdali og 56 skildinga. Ari skrifaði ásamt prófasti undir alla vísitasíugerðir með- an hann var uppi. Ari Jónsson dó í Innri-Njarðvík 17. júlí 1835, 54 ára að aldri. Næst er Árni prófastur á ferð þann 19. september 1835 til að yfirlíta kirkjuna og það er henni tilheyrir. Þá er Bjarni Péturs- son kirkjubóndi þar á staðnum, síðar bóndi í Hákoti, faðir hins merka bónda, Péturs Bjarna- sonar í Hákoti. Og enn er Árni Helgason á vístasíuferð í Innri- Njarðvík þann 15. júlí 1837. Þar segir prófastur í stuttri grein- argerð: Kirkjan er í góðu standi og heldur öllu sínu, á nú til góða 39 ríkisdali og 12 skildinga. Undirskrifa ásamt prófasti: Bjarni Pétursson og Olafur Ásbjörnsson (faðir Ásbjarnar hreppstj.) Næst vísiterar prófastur að Innri-Njarðvík 27. ágúst 1839 og svo tveimur árum síðar þann prests í Gufudal Ólafssonar. Séra Árni Helgason varð pró- Árni Helgason, prófastur og biskup FAXI - 118

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.