Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 2
I GIÆSILEG AFMÆUSHÁTÍÐ Daginn fyrir gamlársdag hélt Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis glæsi- lega og fjöisótta afmælishátíð í Félagsbíói Keflavík í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, en stofnun þess var ákveðin 28. desember 1932. Það er oft kvartað undan lé- legri fundasókn í almennu félags- starfi hér á landi, en sá fjöldi er sótti þessa afmælishátíð sýndi að fólk hefur hlýjar tilfinningar í garð verkalýðsfélagsins og metur störf þess. Um kvöldið var veður afar slæmt í Keflavík og má því reikna með að enn fleiri hefðu komið hefði veður ekki hamlað. Félags- bíó var um kvöldið fullt af fólki er minntist afmælisins og naut þeirra atriða er þar fóru fram. Helstu atriði voru þessi: Sigur- björn Björnsson ritari félagsins setti hátíðina og kynnti dagskrá. Þá hélt formaður félagsins Karl Steinar Guðnason ræðu, sem hann nefndi ,,Frá fortíð til fram- tíðar”. Ræðan er birt hér í blað- inu. Næst fluttu gestir ávörp. For- seti ASÍ, Asmundur Stefánsson, flutti kveðjur Alþýðusambands- ins og færði félaginugjöf. Þá tóku til máls þeir Hermann Guð- mundsson, formaður fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Hafn- arfirði, Jón Olsen, formaður Vélstjórafélags Suðurnesja, Magnús Gíslason, formað- ur Verslunarmannafélags Suður- nesja, Guðrún Ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur, og Jón Hjálmarsson, formaður Verkalýðsfélags Gerðahrepps. Þau færðu félaginu stórar og dýr- mætar gjafir og fluttu félaginu árnaðaróskir. Þessu næst söng Bergþóra Arnadóttir nokkur lög og spiiaði undir á gítar. Félagar heiðraðir Næst voru sex aldnir baráttu- menn heiðraðir. Voru þeirgerðir að heiðursfélögum og fært inn- rammað heiðursskjal ásamt fána félagsins. Þeir sem bættust í hóp heiðursfélaga eru þessir: Guðmundur Gíslason, Helgi Helgason, Kristófer Jónsson, Olafur /ngvarsson, Óskar Jósefsson og Torfi Guðbrandsson Formaður félagsins ávarpaði þá félaga og þakkaði þeim sér- staklega fórnfús og heilladrjúg störf í þágu þess. Hann minnti á að á 40 ára afmæli félagsins hefðu þeir er skipuðu fyrstu stjórn fé- lagsins verið gerðir að heiðursfé- lögum. Nú væru aðeins tveir þeirra í lifenda tölu, þeir Guðni Guðleifsson og Ragnar Guðleifs- son. Þakkaði hann þeim bræðr- um frábær störf í þágu félagsins. Torfi Guðbrandsson hafði orð fyrir heiðursfélögunum og þakk- aði veitta viðurkenningu. Þeir Óskar og Ólafur gátu af heilsu- farsástæðum ekki setið fundinn, en þeim voru sendar hlýjar kveðjur. (Sjá mynd á forsíðu.) Þroskahjálp færð gjöf Þá tilkynnti formaður að ákveðið hefði verið í tilefni af- mælisins að færa Þroskahjálp á Suðurnesjum 50 þúsund krónur úr Sjúkrasjóði til styrktar starf- semi samtakanna. Veitti Einar Guðberg formaður Þroskahjálp- ar gjöfinni viðtöku. Gamanmál og veitingar Þá flutti Ómar Ragnarsson gamanmál við hrifningu fundar- manna. Þessu næst hófst fjölda- söngur sem þau Ómar og Berg- þóra stjórnuðu og tóku fundar- ntenn hressilega undir. í lok fundar voru veitingar fram bornar, gosdrykkir og srnurt brauð. Félaginu barst fjöldi heillaskeyta og níu blóma- körfur frá verkalýðsfélögum, vinnuveitendum og fyrirtækjum. Sviðsskreyting í Félagsbíói var glæsileg, en hana gerði þúsund- þjalasmiðurinn Sævar Helgason. Var það mál manna að afmæl- ishátíðin hefði tekist svo sem best varð á kosið, en yfir henni var létt en virðulegt yfirbragð. S.B. Baujustengur Plast og bambus Baujuluktir Endurskinsholkar Endurskinsborðar Línusteinar Línubelgir Baujubelgir Önglar-taumar Baujuflögg Netaflögg Netalásar Netakóssar Plastkörfur Fiskgoggar Fiskstingir Flatningshnífar Flökunarhnífar Beituhnífar Kúluhnífar Sveðjur Stálbrýni ÚTGERDAR- 0G SKIPAVÖRUR MARLIN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN KRAFTTÓG NÆLON-TÓG LANDFESTAR & KAUPFÉLAG SUBURNESJA JARN og skip SIM11505-2616 2-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.