Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 21

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 21
Aðalsöguhetjan er Jóhannes, sem ungur verður þess var að hann býr yfir dulrænum hæfileikum. Jóhannes elst upp í afskekktum dal en áhuginn bein- ist að sjómennskunni og á hafinu kynn- ist hann af eigin raun ógnum stríðsins. En dularöflin yfirgefa hann ekki og koma bæði honum og öðrum að góðu gagni á örlagastundum. Fyrirburðirá skálmöld er nítjánda bók Óskars Aðalsteins. Litbrá gefur bókina út og er hún hin vandaðasta að ytri gerð og sæmir það vel innihaldinu. Hér með býður FAXl Vestfirðing- inn Oskar Aðalstein velkominn á skáldabekk Suðumesjarithöfunda. Jón Tómasson Sölu- kóngar Faxa Nú var hart barist um sölukóngstitil- inn. Það hefur sjaldan verið svona jafnt. Jón seldi 110 jólablöð og Friðrik skilaði sölu fyrir 106. Fcir hafa áður háð harða keppni og sigrað til skiptis. Friðrik Friðriksson i Óskar Aðalsteinn. FDUARAF I; K )RI Sérhver flaska af lýsi inniheldur heilmikið af A, D og E fjörefnum fyrir unga sem gamla. Lýsi styrkir vöxt tanna og beina, hefur góð áhrif á sjónina og byggir upp viðnám gegn ýmsum kvillum, s.s kvefi. I lýsi er líka fullt af fjölómettuðum fitusýrum, sem taldar eru veita vörn gegn kransæðasjúkdómum. Frá Bókasafni Keflavíkur Heildarútlán urðu á árinu 1982 rúm- ar 65 þúsund bækur og blöð. Er það aðeins lægri tala en árið áður. Hins vegar má geta þess að meira var keypt af nýjum bókum nú svo ætla má að útlánin aukist aftur þegar video-bylgj- an hefur gengið yfir. EINSOGOFT ÁÐUR varð að láta töluvert efni bíða næsta blaðs, m.a. gott heimildaefni úr Vog- um og grein Ingvars Guðmundssonar um Hótel Gink. Biður blaðstjóm vel- virðingar á því hve lengi hefur dregist að koma þessu efni í blaðið. Hreinna andrúmsloft og umhverfi Heilbrigðari öndun Betra blóðstreymi Nú fæst Kka mint- og ávaxtalýsi, fyrir þá sem vilja breyta til. í lýsi er kraftur, sem kemur sér vel Undínaaða kj;in^óðs nK*gumv»ðar Kttkihainsað ÞOÍtSKAIÝSI —ihii——v UmhrsUMVj kianigntejS^,, . kjUlxvinsaA ÞORSKAIföl „Hirginnnðar UndiistaóilÍnjÉ* . FAXI - 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.