Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 6
MINNING: Á heilagri minningar- og kveðjustund hér í húsi Guðs koma þau fyrst fram í huga minn, þessi orð úr jólafrásögn Mattheusar- guðspjalls, í sögunni alkunnu af vitringunum frá Austurlöndum: Og sjá, stjurnan, sem /xir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim, þar til er hún staðnœmdist þar yfir, er harnið var. En er þeir sáu stjörn- una, glöddust þeir harla mjög.“ (Matth. 2,9-10) Guð talar til okkar mannanna á margan hátt og næsta margvísleg- an. Vafalaust er hann alltaf, á hverri stundu lífs okkar að flytja okkur boðskap sinn í hinum ólík- ustu myndum, þó við hins vegar séum oftast nær svo skilningssljó á helgimál eilífðarinnar, að við ger- um okkur þess sára litla, og mjög oft alls enga grein, að Guð er að tala. Sjáendur og spámenn eru hér undantekning. Vitringar jólafrá- sögunnar vissu, að Guð mundi á táknlegan hátt kunngjöra þeim komu Mannkynsfrelsarans í þenn- an heim. Og þegar stjarnan birtist þeim, þá voru þeir ekki í nokkrum vafa um, að þar var Guð að tala. Án þess að hika fylgdu þeir himin- ljósinu bjarta, lutu fagnandi veg- sögu þess, og stjaman vísaði þeim veginn þangað, sem barnið var. Sumir halda því fram, að þessi frásaga og aðrar henni áþekkar, sem Biblían greinir frá, séu aðeins bamaleg ævintýri, hugþekk að vísu, en eigi sér þó enga stoð í raunveruleikanum. En slíkt skul- um við fara varlega í að taka undir eða fullyrða. A.m.k. virðist mér, að öll mannleg reynsla staðfesti HELGl SIGURGEIR JÓNSSON FÆDDUR 21. ÁGÚST1910 DÁINN18. DESEMBER 1982 Jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 29. desember 1982 hið gagnstæða, þegar til grunns er grafið og í einlægni spurt. Jesús Kristur bendir okkur sjálfur á, að með hugarfari barnsins fáum við fyrst höndlað hin guðlegu sann- indi. Og litla barnið sér í stjörnum himinsins kærleiksbros Guðs ijóma á móti sér. Já, þegar þú bið- ur til Guðs og horfir til hans með hugarfari barnsins, þá munt þú sjá dýrð hans og þreifa á mætti hans. Þetta er okkur alltaf hin brýnasta nauðsyn að hafa hugfast, en aldrei þó eins og þá, er sorgin sækir okk- ur heim, þegar söknuður vegna burtköllunar hjartfólgins ástvinar, sem um lengri eða skemmri tíma var hinn vígði þáttur í lífi okkar, byrgir alla sólarsýn. Einmitt þá er Guð okkur allra næstur. Þá flytur hann okkur hvað ákveðnast og skýrast friðarmál kærleika síns. Hann vill sýna okkur fram á, að þrátt fyrir allt og allt er lífið sterk- ara en dauðinn, og að ekkert getur hrifið okkur úr kærleiksfaðmi hans, eða gjört okkur viðskila við þann kærleika hans, sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum. Þegar ég í dag lít um öxl, og horfi í anda yfir farinn veg með sérstöku tilliti til þeirra minninga, sem hug- urinn geymir um hollvin minn, Helga S. Jónsson, þá verður jóla- hátíðin blessuð svo sérstaklega lif- andi í vitund minni. Það var m.a. þess vegna, sem ég valdi mér að leiðarljósi orðin helgu úr sögunni af vitringunum og stjörnunni. En út úr þeim orðum getum við einnig að vissu leyti dregið okkur dýr- mætan lærdóm um líf, lífsstefnu og Kista Helga S. borin í líkbíl. Mikill mannfjöldi var viðstaddur útförina - kirkja og safnaðarheimili þétt selin - einhver fjöl- mennasta og virðulegasta útför einstaklings, sem fram hefur farið frá Keflavíkurkirkju. Ljósm. Heimir. lífshugsjón okkar látna vinar, og síðast en ekki síst er eðlilegt að minna á þau nú, þegar hin heilaga fæðingarhátíð Frelsarans hefir ekki ennþá endað sitt skeið, sam- kvæmt fyrri tíma skilningi. Helgi S. Jónsson var einn þeirra manna, sem skipar svo stórt rúm í huga mínum, að mér verður „tregt tungu að hræra“, þegar það fellur í minn hlut að minnast hans við jarðnesk leiðarlok. Ekki svo að skilja, að Iítið sé um hann að segja, eða erfitt um hann að tala. Því fer víðs fjarri. Hitt er sanni nær, að ég á í raun og veru engin orð til þess að lýsa honum á þann veg sem verðugt væri og ég sjálfur vildi. Helgi S. var eitt allra fyrsta nafnið, sem ég heyrði nefnt þegar ég sem ungur guðfræðingur hafði tekið þá ákvörðun að sækja um Keflavíkur- prestakall. Og þegar ég kom hing- að og hóf starf mitt hér, þá var Helgi S. meðal þeirra fyrstu sem urðu á vegi mínum. Milli okkar tókust svo kynni, sem smám sam- an leiddu til þeirrar gagnkvæmu vináttu, er hafði lífstíðar varanleik í sér fólginn. Þar var þó aldrei um neina jábræðravináttu að ræða. Vissulega vorum við oft á sama máli. En hitt kom líka oft fyrir, að við deildum hart og hélt þá hvor um sig fast við sína skoðun. Slík einvígi fóru þó jafnan fram í fyllsta bróðerni, og ekki ósennilegt, að einmitt þau hafi átt sinn þátt í því að treysta vináttuböndin. Hann hét fullu nafni Helgi Sig- urgeir Jónsson og fæddist hinn 21. ágúst árið 1910 í Hattardal í Álftafirði í Norður-ísafjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón Helgi Ásgeirsson bóndi og tré- 6-FAXI MINNING: HAFSTEINN AXELSSON NJARÐVÍK Ég varð sem steini lostinn þegar hringt var í mig á jóladag og mér sagt lát vinar míns, Haf- steins Axelssonar, en hann lést á aðfangadags- kvöld jóla. Ekki óraði mig fyrir því daginn fyrir Þorláks- messu, þegar hann sat við skrifborðið hjá mér, eins og svo oft áður og við ræddum um daginn og veginn, að það yrði í síðasta skipti sem við hittumst í þessu lífi, en það er nú svo, að enginn veit sinn næturstað. Ég var búinn að þekkja Hafstein síðan 1960 og tókst fljótlega með okkur mikil og góð vin- átta sem dafnaði með árunum. Hafsteinn var maður, sem hafði sínar ákveðnu skoðanir á málum dagsins og fór þá ekkert leynt með þær, en hann hafði jafnframt gaman af að krydda umræðuefnið ýmissi kímni sem hitti vel í mark, og samræður við hann voru alltaf líflegar og orðheppni hans kom manni alltaf í betra skap. Oft kom það fyrir að við ræddum eilífðarmál- in og áttum við þar saman áhugamál og var sannfæring hans um framhaldsh'f ótvíræð. Hann var trúmaður og skoðanir hans í þeim málum heilsteyptar. Hafsteinn var maður með mikla lífsreynslu að baki og búinn að sigla um heimshöfin í heimsstyrjöldinni síðustu undir hinni miklu verndarhendi og þó að þessi síðasta ferð þessa góða drengs sé farin alltof fljótt veit ég að vernd Guðs er yfir henni einnig. Hafsteinn vargiftur Aðalheiði Guðmunds- dóttur, sem lést fyrir 5 árum, en böm þeirra 7 og stjúpsonur eru öll á h'fi og færi ég þeim og mökum þeirra, barnabörnum hans og móður og öðrum ættingjum innilegustu samúðar- kveð jur og minnist þið þess að þessi ferð er ekki endirinn á lífshlaupinu. Við Hafstein vin minn vildi ég segja að við hittumst aftur og tölum margt saman þegar tím- ar líða. Við hjónin kveðjum vin okkar að sinni. Karl Pálsson og Lára Bjömsdóttir smiður, og Sigríður Sigurgeirs- dóttir, búendur þar. Þau eignuð- ust fjóra syni, og kveður Helgi nú þennan heim síðastur bræðra sinna. Hinir hétu Olgeir, Frið- steinn og Björn. Tvær stúlkur, Guðrúnu Helgadóttur og Sigríði Benediktsdóttur ólu þau hjónin í Hattardal einnig upp sem sínar eigin dætur. Guðrún er nú látin, en Sigríður er á lífi, búsett í Reykja- vík. Æskustöðvamar áttu alla tíð mjög sterkar rætur í vitund Helga. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um í Hattardal, og átti þar heima til ársins 1925, en þá brugðu for- eldrar hans búi og fluttust til Reykjavíkur. Var þá um það rætt, að Helgi hæfi nám í Menntaskól- anum í Reykjavík. Það var þá löngu augljóst orðið, að hann var gæddur góðum námshæfileikum, þá þegar orðinn víðlesinn og fjöl- fróður, þótt ekki hefði hann langt barnaskólanám að baki, fremur en flest önnur sveitabörn á þeim ár- um. Því horfðu foreldramir björt- um augum fram til veru hans í menntaskóla, og sjálfur var hann albúinn til átaka á vettvanginum þeim. En margt fer öðmvísi en ætlaö er, og svo fór um fyrirhugað- an námsferil Helga S. Jónssonar. Utn haustið sem skólagangan skyldi hefjast veiktist hann hastar- lega af liðagigt og varð að liggja túmfastur í heilt ár. Þann tíma not- aði hann dyggilega til þess, eftir því sem heilsan leyfði, að lesa og lesa allt sem hann náði í, einkum þó það, sem miðaði til fróðleiks, uppbyggingar og víðara útsýnis í andans heimi. En þegar hann svo •oksins fékk að rísa úr rekkju á ný, þá var skólanáminu slegið á frest um óákveðinn tíma, til að •’yrja með, og svo kom kreppan með alla þá erfiðleika til að brjóta sér braut, sem henni fylgdu. Brátt fóru svo verkefnin að kalla, ótal rnörg og heillandi, og fyrr en varði var Helgi S. Jónsson orðinn svo onnum kafinn við þau störf, sem attu hug hans allan, ekki síst hlaðamennsku og verslunarstörf, uö allar vangaveltur um skólanám hurfu í skuggann og urðu að lokum sem fjarlægur draumur. Á þessum arum fór Helgi talsvert að gefa sig uö félagsmálastarfi. Kom það fljótt í ljós, að hann var vel til for- ystu fallinn og gæddur ótvíræðum •eiðtogahæfileikum. Það fór held- ur ekki á milli mála, að hann var feddur listamaður, og það á mörg- um sviðum. Það lætur því að lík- Urn, að verkefnin urðu yfrið nóg fyrr en varði. Honum opnuðust svo sannarlega víðar dyr og verk- miklar, eins og okkar heilaga bók kemst að orði á einum stað. Hann var einn af stofnendum Litla leik- félagsins í Reykjavík og formaður þess 1928 - 1933. Þá var hann einnig í forystusveit í Félagi íslenskra frístundamálara um langt skeið. í Reykjavík kynntist hann einnig skátahreyfingunni, og gekk henni heilshugar á hönd. Miklu víðar kom Helgi við sögu á vettvangi félagsmála, að ógleymdum stjórnmálunum, sem hann lét alla tíð verulega til sín taka. Árið 1934 fluttist Helgi hing- að til Keflavíkur. Hér festi hann rætur og hér átti hann heima alla tíð upp frá því. Og ég fullyrði, að hann gerðist einn af bestu sonum Keflavíkur, einn þeirra, sem iengst mun verða með þakklæti minnst. Hann kom hingað sem skrifstofu- maður hjá Óskari Halldórssyni, útgerðarmann. Árið 1941 hóf hann störf við verslunina Vatnsnes hér í Keflavík og rak hana til 1952. Eftir það vann hann við ýmiss konar skrifstofustörf, m.a. á Keflavíkurflugvelli, til 1958, þá var hann ráðinn heilbrigðisfulltrúi Keflavíkurkaupstaðar og slökkvi- liðsstjóri um svipað leyti. Þessum störfum gegndi hann, sem og öðr- um þeim störfum, er hann lagði hug eða hendur að, af dugnaði og trúmennsku, sem ekki brást. Ég man sérstaklega eftir því, hve vök- ull hann var og traustur í sambandi við slökkviliðsstarfið. Þar var svo sannarlega réttur maður á réttum stað. Hér í Keflavík átti Helgi litríkan og glæsilegan feril á vettvangi fé- lagsmála. Öll þau óteljandi nefnd- arstörf, sem hann tók þátt í læt ég liggja í þagnargildi að mestu leyti. Aðeins skal þess getið, að hann var formaður þjóðhátíðarnefndar um 12 ára skeið, og um langt árabil var hann formaður Byggðasafns Keflavíkur, og mörg fyrstu árin má segja, að hann hafi róið þar einn á báti, svo mjög var skilningur tak- markaður, bæði hjá bæjaryfirvöld- um og almenningi á því brýna menningarsögulega nauðsynja- máli. í tveimur félögum hér syðra skapaði Helgi sér alveg sérstakan sess. Það var í Ungmennafélagi Keflavíkur og í Skátafélaginu Heiðabúar. Hann átti sæti í stjóm Ungmennafélagsins um 10 ára skeið, og átti hann, ásamt með- stjómendum sínum, mikinn þátt í því að rífa félagið upp úr þeim djúpa öldudal sem það komst í eft- ir bmnann mikla, þegar Ung- mennafélagshúsið Skjöldur brann 30. des. 1935, með þeim hræðilegu afleiðingum, sem eldri Keflvíking- um er enn í fersku minni. Skátafélagið Heiðabúa stofnaði IFRAMHALD Á BLS. 26.1 FAXI - 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.