Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 12
Ragnar Guðleifsson: Samvinnuverslun á Suðumesjum fyrir 1945 Framh. úr síðasta blaði. ÞÓ VAR ÞAÐ STAÐ- REYND AÐ AUGLÝST SMÁSÖLUVERÐ KAUP- MANNA VAR MUN HÆRRA EN SMÁSÖLU- VERÐ í Keflavík voru á þessum tíma gefin út 2 blöð. í 3. tbl. Reykja- ness 1942 er grein, sem höfundur nefnir KAUPMENN OG KAUPFÉ- LÖG. Þar reynir greinarhöfundur aö gera samanburð á kaupfélagi og kaupmannaverslun og kemst að þeirri niðurstööu, að viðskipti við kaupfélög séu á engan hátt hagkvæmari en við kaupmanna- verslun. Hann telur, að KRON hér í Keflavík hafi lítil eða engin áhrif haft á vöruverð hér og segir: ,,Ég tel mig hafa fylgst vel með vöru- Jón Einarsson, deildarstjóri í KRON. Staf hans var að hafa eftirlit með deild- um félagsins og leiðheina slarfsfólkinu í störfum þess. Hann heimsótti KRON- deildina í Keflavík oft og var gott og gagnlegt að njóta tilsagnar hans. verði hér í Keflavík síðan ég kom hingað og ekki orðið annars varen því væri í hóf stillt, löngu áður en KRON tók hér til starfa. Enda varö ég ekki var neinnar verðlagsbylt- ingar við tilkomu þessa fyrirtæk- is.” í FAXA sama ár er grein þar Stefán Jasonarson, hóndi í Vorsabœ, Arness., vartn við smíði verslunarhúss KRON í Keflavík 1941-42. sem efast er um að greinarhöf- undurinn í Reykjanesinu hafi ekki orðið var við verðlagsbreytingu hjá kaupmönnum hér í Keflavík þegar KRON tók hér til starfa, og það meira að segja „verölagsbylt- ingu” svo notuð séu hans orð, en ef svo er, þá vill hann nú benda honum á staðreyndir, sem hafa aðra sögu að segja og ekki verður á móti mælt. „Sumarið 1937 var Pöntunarfé- lag V.S.F.K. sameinaö KRON og 9. nóv. það ár opnaði KRON sölu- búð sína við Aðalgötu 10. Vöru- verð búðarinnar var mun lægraen hjá kaupmönnunum, enda hafði það þau áhrif, að skömmu síðar eða í des. sama ár auglýstu kaup- menninrir hér sameiginlega lág- marksverð á vörum sínum. En þá höfðu þeir myndað félagsskap þann fyrsta í sögunni hér. Náði þetta til helstu nauðsynjavara og var mun hærra en smásöluverð KRON, þó mun það hafa verið lækkað um 10% frá því, sem það áður var. Þannig lækkaði KRON beinlínis vöruverð hér í Keflavík til hags- bóta fyrir þá menn, er ekki skiptu við það. En þeir, sem voru félags- menn og notfærðu sér kostakjör þess, fengu vörurnar, allflestar, 15 -20% lægra verði, en kaupmenn- irnir höfðu selt þær áður en KRON opnaöi sölubúð sína. Fyrir þá, sem ekki þurftu að horfa svo mjög í eyrinn, var þetta ef til vill smámunir, sem ekki var tekið eftir, en fyrir fátæka alþýðu- menn, er höfðu, eins og þá var mjög algengt, 1200 - 1400 króna árstekjur, var þessi verðlækkun KRON sannkölluð „verðlagsbylt- ing” sem margur hefur metið og notið góðs af. Auk þeirra kjara, sem félags- menn hafa notið í lágu vöruverði, hafa þeir safnaö fé í sjóði félags- ins. Sumir þessara sjóða, eru sameign félagsmanna, aðrir sér- eign þeirra, svo sem stofnsjóður, og nemur sú innstæða félags- manna hér í Keflavík og nágrenni um 80 - 90 þús. króna. Hluti deild- armanna hér í öðrum sjóöum og hreinni eign félagsins mun nú vera yfir 100 þús. krónur. Keflvíkingar flestir hafa skilið starfsemi KRON og hafa fylkt sér um félagið, svo nú mun láta nærri að 4 af hverjum 5 búandi mönnum hér í Keflavík séu félagsmenn í KRON, og þar eru þeir án tillits til þess hvar í stjórnmálum þeir standa. Þeir eru þaö aðeins af því, að reynslan hefur kennt þeim, að samtök og samvinna er leiöin til Hjörtur Helgason. Frumkvöðull að stofnun Pönlunarfélagsins Ingólfs í Sandgerði 1936, kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Ingótfs, Sandgerði 1974 til 1977. Stefán Friðbjörnsson, Nesjum, Mið- nesi, deildarstjóri í KRON í Sandgerði, áður pöntunarstjóri Pöntunarfél. Ing- ólfs, Sandgerði. hagkvæmari kjara, á þessi sviði sem fleirum.” AÐ ÁTTA ÁRUM LtÐNUM - DEILDIRNAR SKILJA VIÐ KRON OG VERÐA SJÁLFSTÆÐ KAUPFÉLÖG Síðasti aðalfundur Keflavíkur- deildar KRON var haldinn 14. apríl 1945, í Verkalýðshúsinu. Vöru- sala deildarinar á síðastliðnu ári nam 1900 þús. króna, og er það 530 þús. krónum meira en árið á undan. 100 nýir félagar bættust við á árinu. Deildarstjórn var end- urkosin. Kosnir voru 19 fulltrúar til að mæta á aðalfundi KRON. Á fundinum kom fram tillaga, sem stjórn og fulltrúar, sem kosnir voru á aðalfund, stóðu að. Var til- lagan þess efnis, að deildin óskaði eftir heimild aðalfundar til að skilja við KRON og stofna sjálfstætt kaupfélag, er fái í sinn hlut stofn- sjóði deildarmanna og þann hluta af sameignarsjóðum KRON, er myndast hafa af viðskiptum deild- arinnar. Enda verði kaupfélaginu gefin kostur á að kaupa eignir KRON í Keflavík. Tillagan var samþykktmeð31 atkvæðigegnö. Hafnarfjarðardeild KRON sam- þykkti daginn eftir, 15. apríl, efnis- lega samhljóða tillögu. Aðalfundur KRON var haldinn í Reykjavík 29. apríl s.á. Þar var samþykkt að heimila deildunum, þeim er þess óskuðu, að skilja við aðalfélagið og stofna sjálfstætt kaupfélag. En sérstakir samning- ar yrðu síðan gerðir milli aðila um skiptingu eigna félagsins. FRAMHALD ÍNÆSTA BLAÐI 12-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.