Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 3
KARL STEINAR GUÐNASON, FORMAÐUR V.S.F.K. „FRA FORTIÐ TIL FRAMTÍÐAR“ Erindi flutt á hátíðafundi V.S.F.K. Fimmtíu ár er langur tími í sögu félags á íslandi. Fimmtíu ár er stuttur tími í sögu þjóðar. Fimmtíu ára þykir maður á góðum aldri. Hér um slóðir fyrir fimmtíu ár- um var margt afskaplega ólíkt nú- tíðinni. Umhverfi var svipað því og gerst hafði löngu fyrr. Kyrrstaða og fátækt ríkti hér í Keflavík, en þá var Keflavík og Njarðvík eitt hreppsfélag er bar nafnið Kefla- vík. Fólkið í byggðarlögunum byggði allt afkomu sína á sjósókn. Fiskveiðar voru upphaf og endir afkomunnar. Allir tóku þátt í að afla lífsbjargarinnar. Allir sem vettlingi gátu valdið og á annað borð fengu tækifæri til að leggja lið lögðu sig fram. Þá þegar hafði krafan um 8 stunda vinnudag heyrst. Sú krafa heyrðist í útlöndum og líka í Reykjavík, sem þá var næstum jafn fjarri þorpunum hér syðra og útlandið sjálft. Erfíð afkoma Til að hafa í sig og á var ekki spurt hve lengi þyrfti að vinna, heldur fæ ég næga atvinnu til að færa heimilinu björg, börnunum brauð. Húsakostur var rýr, fólk gerði sig ánægt með lítið, en það horfði þó til þeirra einstaklinga, er bjuggu rúmt. Höfðu nóg eldsneyti til upphitunar, höfðu efni á til- breytingu í mat, og nóg klæði fyrir fjölskylduna. Þrátt fyrir aldalanga kyrrstöðu höfðu undur tækninnar barið á dyr. Hingað voru komnir vélbátar - að vísu litlir og veik- byggðir, en þrátt fyrir það merki um nýja öld, ný viðhorf, breytt vinnubrögð. A jóladag var viðtal í útvarpinu við forseta íslands. Hún hélt því fram að í sínu ungdæmi hefði að- eins einstöku kona unnið utan heimilis. Hér á Suðurnesjum var ekki spurt um kynferði verkafólks, ~ allir tóku til hendi. Konur voru uppistaðan í vinnunni á reitunum. Far var þeirra ríki og þær vöskuðu fiskinn jafnt í frosti sem funa. Verkalýðsbarátta, hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar höfðu á þeim tíma náð eyrum fólks. Þrátt fyrir mikla vinnu og fátækt hafði vonin um betri heim, - um jafn- fetti, um betri lífskjör, fest rætur. Hingað komu foringjar Alþýðu- hreyfingarinnar og boðuðu nýtt Þjóðfélag. - Boðuðu rétt hins vinnandi manns. Hér voru og ein- staklingar, sem ekki aðeins hrifust af boðskap jafnréttisins, heldur gerðust óþolinmóðir, vildu halda af stað. Verkalýðsfélag stofnað Undir þessum kringumstæðum var það sem Verkalýðsfélag Kcfla- víkur var stofnað. Þeir voru ekki margir sem til fundar komu í fyrstu. Það var áhætta í því fólgin að taka þátt í slíkum félagsskap. Það var líka fylgst með því af at- vinnurekendum, - af útgerðar- mönnum þess tíma, - hvort menn voguðu sér í slíkan félagsskap. Fyrsta ganga forvera Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var vissulega erfið. Það félaga var stofnað árið 1931. Stofnun þess fé- lags hafði mikil áhrif. Það var sem hernaðarástand ríkti í byggðarlag- inu. Menn skiptust í fylkingar. Með og á móti uppreisnarmönn- unurn. Með og á móti þeim er stofna vildu félagsskap verkafólks og sjómanna. Ofurveldi í atvinnumálum Það eru skýringar á því að hér um slóðir var verkalýðsfélag stofn- að seinna en í Reykjavík og Hafn- arfirði. Skýringarnar á því eru ef- laust margar og samverkandi. Fram undir 1920 var hinn voldugi Duus ofurveldi í atvinnumálum á Suðurnesjum. íbúar Keflavíkur og Njarðvíkur vor þá rétt innan við eitt þúsund talsins og voru í afar ríkum mæli háðir atvinnurekstri Duus, - karl- mennirnir á skipum hans og kon- urnar í ýmsum störfum hjá fyrir- tækjum hans. Þegar þessi sterku bönd fór að losna varð það helsta keppikefli ungra manna, er hugs- uðu sér sjósókn að eignast hlut í bát eða gerast útvegsbóndi. Talið er að þessi tilhneiging hafi tafið mjög mikið fyrir stofnun verka- lýðssamtaka í Keflavík og Njarð- víkum. Aukin stéttarvitund En sem fyrr segir, mun bjanni nýs tíma - áhrif Alþýðuhreyfingar- innar í Reykjavík, bág kjör, lítið atvinnuöryggi og vaxandi stéttar- vitund verkafólks hafa skapað þann neista er varð til fundarboð- unarhaustið 1931. Þá komu nokkrir verkamenn í Keflavík og Njarðvík saman til fundar um stofnun verkalýösfé- lags. Þeir stofna Verkalýðsfélag Keflavíkur, og í stjórn þess eru kjörnir Axel Björnsson formaður, Hannes Jónsson ritari, Kristinn Jónsson gjaldkeri, Valdemar A myndinni eru þessir menn: Sitjandi, frá vinstri: Danival Danivalsson, Gudni Gudleifsson og GuðmundurJ. Magm'isson. Standandi, frá vinstri: Ragnar Gudleifsson, Þorbergur P. Sigurjónsson, Axel Björnsson, Gudmundur Pálsson, Arinbjörn Þorvardarson og Valdimar Gudjónsson. Eftirtaldir 6 menn voru félagar í fyrsta verkalýdsfélaginu, sem stofnad var hér í Keflavík 1931, en var lagt nidur fyrir hörkulegar adfarir atvinnurekenda: Þorbergur P. Sigurjónsson, Axel Björnsson, Gudmundur Pálsson, Valdimar Gudjónsson, Danival Danivalsson og Gudmundur Magnússon. - Axel Björnsson var formadur þess félags. Gudni Gudleifsson var fvrsti formaður hins nýja félags, sem stofnad var 28. des. 1932. Ragnar Gudleifsson var formaöur félagsins þegar mvndin vartekin. FAXI-3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.