Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 27

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 27
Eigi að síður varð Helgi ýmiss konar verðskuldaðrar virðingar aðnjótandi á síðari hluta ævi sinn- ar. En það sem gladdi hann áreið- anlega allra mest og snart hann dýpst, var þegar Hörður Falsson útgerðarmaður hér í Keflavík lét skip sitt heita eftir honum: Helgi S. Það skip var alla tíð umvafið hans hlýjustu og einlægustu fyrir- bænum, svo og skipshöfnin öll. Síðasta áratuginn eða rúmlega það var heilsu Helga mjög tekið að hnigna. Sjálfur vildi hann þó sem allra minnst af hvers konar van- heilsu vita. Hann vildi standa, óbugaður, á meðan stætt var. Og það gerði hann svo sannarlega. Hann fór á Landspítalann í Reykjavík. Ljóst var, hvert stefndi, þótt hugsanlegur væri stundarfrestur, jafnvel að hann gæti verið heima um jólin. Hann var hugrór og æðrulaus alla tíð, fylgdist með fram til hins síðasta, og sagði alltaf, að sér liði vel. Hann veiktist skyndilega af lungnabólgu og hinn 18. þessa mánaðar var stríðið hans endanlega til lykta leitt. Hann fékk að fara ,,heim“ eins og hann sjálfur komst oft að orði: Hann kvaddi með reisn, og „helgur friður signdi þjáða brá.“ Við trúum því, að stjarnan helga hafi vísað honum veginn gegnum dauðamyrkrið, inn til þeirrar ósegjanlegu dýrðar, sem Drottinn Guð hefur fyrirbúið öllum þeim, er honum lúta og á hann trúa. Með Helga S. Jónssyni er geng- in mikilhæfur maður, vitur og gáf- aður og drengur góður. Það er í raun og veru óhugsandi að lýsa honum á tæmandi hátt. En það er alveg áreiðanlegt, að það var bara til einn, aðeins einn Helgi S. og alls enginn annar honum líkur. Ég bið þess, og trúi því, að okkar kæri bróðir hafi nú, að breyttu því, sem breyta þarf, fengið að reyna það, sem hann eitt sinn bað sjálfur mér til handa, að framréttar vinar- hendur bíði hans og mæti honum heima. Ég flyt svo hér að endingu hjart- ans, hjartans kærleikskveðju ást- vinanna allra, eiginkonu, dætra, dótturbama og tengdasonar, og þeirra allra hlýjustu og einlægustu ástarþakkir fyrir samleiðina alla, fyrir allt það, sem hann var þeim og veitti þeim hvern dag, hverja stund, er þau fengu að njóta ná- vistar hans, ástar hans og um- hyggju, sem aldrei brást. Ég leyfi mér og hefi verið beðinn að flytja hér kveðju Heiðabúa, með þökk fyrir starfið mikla og góða í félags- ins þágu og skátahreyfingarinnar á íslandi, og frá Keflavíkurbæ, til eins af óskmögum hins unga og sívaxandi bæjarfélags, með ein- lægri þökk fyrir áratuga þjónustu í þágu góðra mála. Bjöm Jónsson DOLAV PLASTKÖR DOLAV plastkörin eru nú þegar í notkun í fiskverkunarstöövum um allt land. Yfir 2000 kör. Vinsældir DOLAV karanna er engin tilvilj- un. Þau eru ódýr, sterk, auöveld í þrifum og viðhaldi, létt (40 kg) og meðfærileg. Fjölhæf: Hvort sem er í saltfiskverkun, skreiðarverkun, til geymslu á fiski í mót- töku o.fl. o.fl. Tæknilegar upplýsingar: 700 lítra rúmtak. Fáanleg fyrir snúnings- lyftara eöa meö losanlegum hjólum. Eitt sponsgat eöa alsett götum á botni og hliöum. Krókagöt á hornum. DOLAV einkaumboð á íslandi sasimsss.&si sai?. Klapparstíg 29 101 Reykjavík S. 91-24620 — 26488 FAXI - 27

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.