Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 5
íngvar Jóhannsson: Sameining sveitarféíaga Nokkrar umræður og skrif hafa orðið um hvort rétt væri að sam- eina stjórnsýslu Keflavíkur og Njarðvíkur og hefur sitt sýnst hverjum, enda ekki nema eðlilegt. íbúar beggja þessara byggðar- laga hafa velt þessu máli lengi fyrir sér, en reka sig jafnan á að upplýs- ingaöflun er þörf, til að geta mynd- að sér skoðun. Tillaga Keflvíkinga um skipan nefndar í þessu skyni er skynsam- leg þótt tímasetning hafi ekki verið öllum að skapi og eins hitt hvemig tillöguna bar að garði. Hirði ég ekki að fjölyrða um það. Tilgangurinn með þessari nefndar- skipan var aðeins sá að afla gagna og upplýsinga fyrir hinn almenna borgara að átta sig á, hvað um væri að ræða. Hvað varðar tímasetning- una voru margir þeirrar skoðunar að það bæri ekki að blanda þessum hugleiðingum inn í almenna um- ræðu um sveitarstjómarmál rétt fyrir kosningar í sumar og féllst ég á þá röksemd, því eins og að fram- an greinir er upplýsingaöflun skammt á veg komin. Þær forsendur sem lágu að baki árið 1942, um aðskilnað Keflavík- Ur og Njarðvíkur, sem þá vom eitt sveitarfélag með sameiginlega stjórnsýslu, áttu að mínu mati full- an rétt á sér og hef ég gert mér sérstakt far um það að skilja í hverju þær lágu. Minn skilningur er sá að þar hafi riðið baggamun- •nn, annars vegar þéttbýlið Kefla- vík og hins vegar dreifbýlið Njarð- vík. Þegar byrjað var að skipu- leggja og vinna samkvæmt því, leggja skólp og vatn og rafvæða, Þá lá það í augum uppi að byrja varð á þéttbýlasta kjarnanum. ^essu gátu íbúamir í Njarðvík einfaldlega ekki unað, því þeir v°ru tiltölulega stórir gjaldendur hl síns sveitarfélags og horfðu á sitt fjármagn fara í uppbyggingu mið- h;ejarkjarnans í Keflavík. Þegar við skoðum sögu þessa fimabils verðum við að setja okkur 1 spor þáverandi sveitarstjómar- ^anna, hvers vegna þeir réðu sín- Ufn málum á þennan veg og einnig verðum við að skilja tilfinningar Njarðvíkinga sem máttu horfa upp a stórstígar framfarir á þeirra tíma visu í Keflavík, en Njarðvík var átin sitja á hakanum. Þetta var mergur málsins. f dag horfa málin allt öðruvísi V|ö. Báðar byggðimar eru líkt á vegi staddar, jafnvel er hægt að segja að Njarðvík sé öllu betur stödd, enda á það sínar eðlilegu skýringar. Lögsagnarumdæmi Njarðvíkur telur um 80% af byggð Keflavíkurflugvallar og höfðu Njarðvíkingar fram til ársins 1971 umtalsverðar tekjur af fyrirtækj- um þar, án þess að þurfa að veita þar neina þjónustu. En við breyt- ingar á tekjustofnum sveitarfé- laga, það ár, mnnu þær út í sand- inn. Þetta var það sem reið bagga- muninn til að jafna aðstöðu byggð- anna á þeim tíma. Sú spurning sem vaknað hefur upp með Njarðvíkingum og Kefl- víkingum, hvort hagkvæmt sé, eða rétt sé, að steypa þessum byggðum saman á ný, hlýtur að verða að skoðast þótt ekki verði nema til þess að kynnast því hvað mæli því með eða móti. Sjálfsgagnrýni á alltaf rétt á sér, og það er bæði rétt og heilbrigt að gera sér grein fyrir slíkum stað- reyndum. Við eigum að hugsa rök- rétt og framkvæma samkvæmt því, en til þess sem hér um ræðir skortir undirbúning að ákvörðunartöku. Tillaga Keflvíkinga um skipan nefndar til að afla gagna og upp- lýsa, almenningi til hjálpar í skoð- unarmyndun, á því fullan rétt á sér. Undanfarna áratugi hefur varnaliðsgirðingin, sem aðgreinir byggðir Keflavíkur og Njarðvíkur verið mönnum þyrnir í augum. En það skyldi nú ekki vera komin upp sú staða að girðingin hafi þjónað sínum tilgangi þrátt fyrir allt. Hvar í byggðu bóli hefur verið skilinn eftir slíkur möguleiki, komandi kynslóðum, til að laga á hag- kvæman hátt skipulag sitt miðað við þróun byggða? Möguleikinn á skipan sameiginlegs miðbæjar- kjarna fyrir bæði þessi sveitarfélög á því landssvæði, sem verið hefur undir olíulögnum og tönkum Varnarliðsins, er svo stórkostlegur að hann ber að nýta til fulls, öllum til hagsbóta. Njarðvíkingar mega þar ekki láta eigin hagsmunasjón- armið ráða ferðinni, þar verður al- manna heill að ráða. Það nær ekki tilgangi sínum að Njarðvíkingar reyni að gera þennan bæjarkjarna einir, því Keflvíkingar eru þá nauðbeygðir til að fara aðrar leiðir í sínum skipulagsmálum, sem myndi ekki verða okkar samfélagi til heilla. Ég veit að það verður erfitt fyrir margan að gera upp hug sinn í þessum efnum, til þess eru böndin við æskuslóðir og heima- haga og allt það, sem því fylgir, það sterk að erfitt mun að rjúfa. Ég mæli ekki með, né móti, sameiningu á stjómsýslu þessara sveitarfélaga, því það er jú það, sem málið fjallar um, fyrr en fyrir liggja nægjanlega ýtarlegar upp- lýsingar um gagn og hagkvæmni þess að breytinga sé þörf. Skipulagsnefnd Keflavfkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvall- ar er komin upp að vegg með tíma um ákvörðunartöku á framhaldi heildarskipulags. Þessi er ástæðan fyrir því að ég lyfti hér penna til að benda á nauðsyn þess að umræða og könnun þessa máls verði ekki stöðvuð vegna þeirra gífurlegu hagsmuna sem bæði þessi byggðar- lög verða að fá skorið úr um. Nú ríkir ekki lengur óvissa um fram- gang olíutankamálsins. Sam- kvæmt sameiginlegri ábendingu beggja bæjarstjóma, Keflavíkur og Njarðvíkur, varð Helguvík fyrir valinu. Hönnun er langt á veg komin og mun verkið eiga að vinn- ast í sex áföngum og er þegar hafin vinna við fyrsta áfanga og mun honum eiga að vera lokið árið 1986. Þessi gleðitíðindi gefa tilefni til að unnt verði að leysa brýnasta skipulagshagsmunamál byggð- anna um byrjunar aðlögun á gatnagerð. Það stórhættulega ástand sem nú ríkir, að aðeins ein akbraut tengi þessar byggðir verð- ur að ljúka sem fyst, því við höfum þegar misst á annan tug mannslífa á þessum vegakafla. Bæjarstjóm- irnar verða nú þegar að þrýsta á um það, að lagning nýja vegakafl- ans á Reykjanesbraut, samkvæmt aðalskipulagi, sem liggja á fyrir ofan byggðir Keflavíkur og Njarð- víkur, hefjist sem fyrst. Ingvar Jóhannsson Ég vil nú þegar leyfa mér að benda á að með því að færa vamar- liðsgirðinguna ca. 250 metra til vesturs fyrir ofan byggð Ytri- Njarðvíkur skerðist ekkert af nú- verandi tankarými né möguleikum á að dæla olíu frá höfn. Með þess- ari breytingu væri hægt að skapa tvær viðbótar akreinar milli þess- ara byggða fyrir gegnumflæði um- ferðar og jafnframt leysa mjög við- kvæm skiplagsmál Ytri-Njarðvík- ur. Þegar síðan olíuhöfnin í Helgu- vík tekur til starfa er hægt að færa línunum sem liggja inn eftir Asun- um og gefast þá gullin tækifæri fyr- ir hagkvæmari aðalskipulagsþró- un. Ég vil einnig leyfa mér að benda bæjarstjóm N jarðvíkur á að hefja þegar viðræður við Rafveitur ríkisins um flutning á háspennu- línunum sem liggja inn eftir ásun- um frá Grænási að Fitjum og losa þannig um eitt allra besta og skemmtilegast byggingasvæðið á Suðurnesjum. Ég vil svo að lokum skora á bæj- arráð beggja byggða að taka upp þráðinn að nýju og hefja viðræður um þessi mál og undirbúa í hendur bæjarstjórnum til ákvörðunartöku um hvort rétt sé að skipa nefnd til að gera hlutlausa arðsemis úttekt á sammna byggðanna og hinum fé- lagslegu þáttum þessa máls. íbúar beggja byggða eiga rétt á þessum upplýsingum. Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjón- varpssokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 9. og 23. febrúarað Iðavöllum 14b. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. oesmGsr FAXI-5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.