Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1984, Page 4

Faxi - 01.02.1984, Page 4
Ljósmyndir: Heimir Stígsson. STJÓRN KARLA KÓRS KEFLA VÍKUR Fremri röð frá hægri: Hilmar Arason ogJóhann Líndal. formaður. Aftari röð: Haraldur Hinriksson, lngimar Pétursson og Óli Þór Hjaltason. ur. Steinar hefur stundað bæði orgel og píanónám, auk þess var hann raddkennari og aðstoðar- söngstjóri hjá Sigurði Demens og söng með kórnum í 5 ár. A tónleikum þessum komu fram auk kórsins kvartett og 5 einsöngv- arar, undirleikari var frú Ragn- heiður Skúladóttir sem hefur verið undirleikari kórsins í samtals 10 ár. Að loknum tónleikunum var haldið í félagsheimili kórsins að Vesturbraut 17. Þar var félögum og gestum boðnar veitingar. Við það tækifæri lýsti formaður kórs- ins því yfir, að með þessu stutta samkvæmi hér í salarkynnum karlakórsins sé félagsheimilið nú formlega tekið í notkun og lýsti vígslu á því. Hann óskaði þess af heilum hug að guð gæfi að þetta félagsheimili megi vera hús friðar- ins og söngsins, og sameiningar- tákn þeirra sem eigi að erfa það og njóta þess í framtíðinni. Eftir þessa athöfn var svo haldið í fé- lagsheimilið Stapa, þar sem há- tíðahöld fóru fram, á þrið ja hundr- að manns sátu hófið. Margar ræð- ur voru fluttar og bárust kórnum miklar gjafir, bæði peningagjafir og ýmislegt fleira, mikið var um söng og gleði, og var skemmtunin og allt hátíðarhald til mikillar fyrir- myndar. Kórfélögum var við þetta tækifæri afhent silfurbarmmerki sem er merki kórsins, en einn mað- ur var heiðrarður sérstaklega með gullmerki, það var Haukur Þórð- arson, sem verið hefur formaður kórsins í yfir 20 ár. Þá afhenti formaður kórsins, Jóhann Líndal, forseta bæjar- stjórnar Keflavíkur, Tómasi Tómassyni, eftirfarandi gjafabréf. Laugardaginn 10. desember s.l. hélt Karlakór Keflavíkur afmælis- tónleika í Félagsbíói Keflavík í til- efni af 30 ára afmæli sínu, sem var 1. desember s.l. Karlakórinn var stofnaður 1. desember 1953. í upphafi tónleikanna bauð for- maður kórsins Jóhann Líndal áheyrendur velkomna. Hann gat þess að nú á þessum tímamótum kórsins komi félagar hans fram í nýjum klæðnaði, jakki sé ljósblár með dökkbláum boðungum og slaufa sé í sama lit, skyrta sé hvit en buxur svartar, ljósblái og dökkblái litur jakkans séu sömu litir og prýða merki Keflavíkurbæjar Einnig kynnti hann hinn unga söngstjóra kórsins Steinar Guð- mundsson, sem er aðeins 25 ára gamall, fæddur í Keflavík. Hann er sonur Guðmundar Hauks Þórð- arsonar og Magneu Aðalgeirsdótt- BYGGINGARNEFND OG HÓNNUÐIR KARLAKÓRSHÚSSINS: Fremri röð: Ragnar Emilsson arkitekt, Bjarni Jónsson form. byggingarnefndar, Axel Nikolaíson tœknifrœðingur. Aftari röð: Jón Eggertsson, Sverrir Guðmundsson, Anton Jónsson og Óli Þór Hjaltason. K. J 36-FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.