Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Síða 15

Faxi - 01.02.1984, Síða 15
Kotvogur í Höfnum árid 1873, vur frœgt stórbýli. Það brann snemma á þessari öld og hefur ekki borið sitt barrsíðan, enda oft án ábúðar. Núverandi eigandi þess er Björgvin Lúthersson, stöðvarstjóri póst og síma í Keflavík. Hann hefur hafið jxir endurbætur og vill koma virðuleika á staðinn sem fyrr. Þá kem ég að teinæringunum, sbr. mynd á blaðsíðu 162, sem líka jafnvel oftar voru kallaðir teina- hringar. Þetta voru hin stóru og merku fiskiskip fortíðarinnar. Að mínu áliti hefðu þessi höfuðskip gamla tímans þurft að fá mikið og sérstakt rúm í Sjávarháttum Lúðvíks, lýsingu á þeim og þjóð- háttum í sambandi við þá úr helstu verstöðvum landsins, því að hreyting gat verið á ýmsu, eftir því úr hvaða verstöð þeir gengu. En Oddur og Hjalti sögðu mér, að ýmsar sjómannareglur og siðir hefðu verið fjölbreyttir í sambandi við þessi skip. Að vísu voru tólfæringar, en þeir voru aldrei eins algengir og teina- hringarnir, þóttu stirðari og erfið- an og voru því notaðir meira til flutninga og í ferðir til Geirfugla- skers á Suðurnesjum. Guðni Sig- urðsson, sýslumaður, d. 1780 í Kirkjuvogi, tengdafaðir Hákonar Vilhjálmssonar, lögréttumanns, var afbragðs skipasmiður. Guðni smíðaði tólfæring, sem notaður var til geirfuglaferða og flutninga til og frá Básendum. Hinir miklu sjósóknarar á Suð- urnesjum réru á teinæringum á vetrarvertíðum. Þeir sóttu sjóinn uf ofurkappi og hörku á þessum urstíma, en þó með forsjá og að- gjeslu, en segja má að þeir litu ekki til sjávar á öðrum árstímum. Saga teinæringanna skipar því stóran sess í hinni fornu útgerðar- sögu fslendinga. Við þá er bundin svo mikil sjósóknarsaga íslend- mga, verkaskipting til sjós, sjávar- hættir og óteljandi sjómannaregl- Ur, að þessum rismiklu hafdrekum hefði þurft að gera mun betri skil í sjósóknarsögunni. Til dæmis gengu úr Kirkjuvogs- vör á vetrarvertíð á blómatímum sveitarinnar á miðri 19. öld, að minnsta kosti 7 teinæringar, en 3 frá suðurbæjum sveitarinnar, og fjöldi þeirra líka frá Romshvala- nesi og Grindavík. Ég set hér lýsingu á teinæringi frá þessum tímum: Teinæringar voru um og yfir 20 álnir milli hnífla. Á þeim var 19 manna áhöfn. Formenn kappkostuðu að hafa valda skipshöfn, menn sem sameinuðu þrek, vinnuþol, verk- þekkingu og sjóhæfni. Þó höfðu hinir miklu hlutaguöir meðal for- manna þá reglu, að tvær undan- tekningar varð að gera. Fullorðinn maður vanur sjómaður og slitinn að kröftum, varð að fá að fljóta með. Hann var látinn vera á húm- borunni, fremsta staðnum á skip- inu við hnífilinn og renna þar, því staðurinn varórólegur. Hinn mað- urinn var óharðnaður unglingur, hafður í miðskut með færið sitt. Með þessu gæfumerki töldu for- menn sig heiðra jöfnum höndum og viðhalda sjómannastéttinni. Þá kom niðurröðun og nöfn á rúmum skipsins. Fram við hnífil skipsins var lítið rúm, sem var tak- markað með stafnþóftu. Þetta rúm hét húmbora eða krapparúm, hálsrúm eða krús. Öll voru þessi orð notuð á víxl. Næsta rúm hét barki og tak- markaðist af næstu þóftu, sem hét barkaþófta eða hnúta. Þá kom næsta rúm, sem hét hnúta eða söx eða framá-rúm. Það takmarkaðist af barkaþóftunni að framan, sem var keipalaus og andófsþóftunni að aftan. Næst kom háandófið eða andófið, eins og það var kallað. Þar næst fyrirrúmið, þá miðrúmið, þá slógrúmið, og svo loks austur- rúmið. Þófturnar milli þessara rúma hétu hver og ein eftir sínu rúmi. Þóftan sem takmarkaði austur- rúmið að aftan, hét biti eða fiski- biti, en endar þóftunnar úti við borðin hétu bitahöfuð. Bitinn var hið mikla virðingar- sæti og afmarkaði skutinn, sem kom fyrir aftan. Fyrir aftan bitann kom miðskutur, sem takmarkaðist af skorbita, sent aðskildi rúm for- manns frá skut. í miðskut var höfð mjó þófta fyrir miðskutsmann að sitja á, en keipar fylgdu henni ekki. Skorbitinn, sem aðskildi rúm formanns frá miðskut, var með þiljum niður að kjölsogi til þess að enginn fiskur gæti runnið inn í for- mannsrúmið eða stjórnrúmið, enda þurftu formenn aldrei að renna færi frekar en þeir vildu. Þá er að geta þess, hvernig for- menn röðuðu niður skipshöfninni. Fremst í húmborunni, sem líka var stundum kölluð krús, var hinn garnli og slitni sjómaður, sem fyrr er getið. Hann var ekki látinn hvíla, sem kallað var, þegar róið var. Næst komu tveir menn, er voru í barka, næsta rúmi við húm- boruna. Þar voru valdir helst fisknir menn. Þá kom næsta rúm, INGVAR AGNARSSON: SUÐ URNESIN Oldur mynda hvítan kraga kringum Nesin hraunum þakin Ymur þungt við urð og dranga alda kröpp, afstormum vakin. Margir drengir háðu hildi hafs við yglda báru falda. Allir þeir ei aftur komu. Ægir skóp þeim beðinn kalda. Enn þótt margir hafi horfið hraustir, fyrir dauðans vímu, sjómenn enn á hafið halda, heyja áfram lífsins glímu. FAXI-47

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.