Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1988, Qupperneq 4

Faxi - 01.10.1988, Qupperneq 4
STÆRSTA SEIÐAELDISSTÖÐ LANDSINS Vogalax er seiða- og hafbeitarstöð staðsett í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi. Hún hóf starfsemi sína vorið 1982 með tilraunasleppingum. Um 20 þúsund seiðum var sleppt í sjóinn. Næstu árin á eftir, 1983, 1984, og 1985 var haldið áfram með tilraunas 1 eppingar en ein- ungis var unnið á sumrin. Vorið 1985 var stöðin tekin í notkun og framleiðsla hafin í 630 m2 eldishúsi enda höfðu niðurstöður rann- sókna í hafbeit sýnd jákvæðan árangur. í dag er Vogalax stærsta seiðaeldisstöð landsins með eldisrími fyrir 2,6 miljónir sjógönguseiða. Heildarfjár- festing um næstu áramót mun nema rúmlega 300 milj- ónum króna og er þá meðtalin rannsókna- og þróunar- kostnaður frá upphafi. Hér sést spriklandi laxinn, þegar búið er að reka hann í land og verið er að undirbúa að háfa hann í land. Starfsmenn vinna við að hífa laxinn upp í tankbíl. Vogavíkin góð fyrir sleppingu á seiðum Sveinbjöm sagði að ástæðan fyrir því að Vogamir hefðu orðið fyrir valinu (sem staður laxeldisstöðvar) væm margar. T.d. væri nóg af hreinu fersku vatni sem hægt væri að dæla upp, það væri stutt í háhita- svæði þar sem hægt væri að fá heitt vatn, staðurinn lægi ekki nærri neinum vatnsföllum eða laxveiði- ám, það væri stutt að koma laxinum á alþjóðlegan flugvöll vegna útflutn- ings og svo væri Vogavíkin mjög góð fyrir sleppingu á seiðum. Áætlað að sleppa 2,6 milljónum seiða næsta sumar Vogalax byijaði með 20-25 þús- und seiði á ári í tilraunasleppingar sem þeir keyptu frá öðmm stöðv- um. 1985 byrjaði Vogalax að fram- leiða fyrstu seiðin og vorið 1986 slepptu þeir fyrstu seiðunum frá sér, um 36 þúsund. 1987 var 400 þúsund seiðum sleppt, nú í ár var 1000,000, seiðum sleppt og ráðgert er að sleppa 2,6 milljónum seiða næsta sumar. Það tekur um 16 mánuði að ala seiðin upp Seiðin em alin upp í 630 m2 seiða- eldishúsi. Þar em þau fmmalin (kallað startfóðmn en hægt er að startfóðra 80—100 þúsund seiði í hveiju keri) í 32,9m2 kerjum. Þaðan fara þau í 10 yfirbyggð 16 m2 milli- ker úti og þaðan yfir í ker sem em 10 metrar í þvermál og 2 metrar að dýpt. Að sögn Sveinbjöms tekur það um 16 mánuði að ala seiðin í sjógöngu- stærð frá því að þau em hrogn (og þangað til þau fara í sjóinn). Það er þumalfingursregla að taka helmingi fleiri hrogn heldur en við ætlum að enda með sem gönguseiði því það drepst alltaf töluvert af seiðum. Við vonumst til að geta haldið meðal- heimtum um 10% af því sem fer í sjóinn. Heimtur þurfa að vera um 8% Heimtur þurfa helst að vera 8% til að stöðin standi undir sér miðað við meðalverð á laxi. Við gemm okkur vonir um að ná 10—12% heimtun að meðaltali. Laxinn er ýmist eitt eða tvö ár í sjó. Hann er að meðaltali 2,8 kg. eftir eitt ár í sjó en um 6 kg. eftir tvö ár Athafnasvceði Vogalax í Vogavík undir Vogastapa. Vei sést su leið sem laxinn fer, þegar honum er beint upp í grynningar. æmiz 208 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.