Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1988, Page 6

Faxi - 01.10.1988, Page 6
VELDU BETRI KOSTINN NONNI OG BUBBI HRINGBRAUT 92 SÍMAR 11580-14188 úndu sem er um helmingur þess vatnsmagns sem höfuðborgin notar. Miklar framkvæmdir í gangi Lyngholt sf. hefur séð um allar framkvæmdir hjá Vogalaxi. Hvað snertir kerjarými í seiðaeldinu er það komið í það horf sem það verður næstu árin. Það er verið að reia klakhús ásamt húsi fyrir dísel- rafstöð sem á að anna allri raf- magnsþörf stöðvarinnar ef raf- magnið fer af. Einnig er verið að reisa sjö ker sem eiga að fara undir matfiskeldi. Hugmyndir eru einnig uppi um að girða svæði Vogalx af fyrir almenningi næsta sumar. Matfiskeldi samhliða hafbeit Sveinbjöm segist líta björtum augum á framtíð Vogalax. Þegar heimtur fara að verða jafngóðar og stöðin er byggð fyrir, 2,6 milljóna seiða sleppingu á ári, þá ættu hlut- imir að fara að ganga upp. Nú em áform uppi um að fara í matfiskeldi (strandeldi) samhliða hafbeit. I matfiskeldi em seiðin alin í kerjum uppi á landi þar til þau ná 2—3 kíló- um. Með þessu getur stöðin boðið upp á ferskan lax allt árið. Svein- bjöm segir að matfiskeldi sé mjög álitlegur kostur fyrir Vogalax þar sem þeir hafi nóg af 12° heitum sjó, sem er kjörhiti fyrir laxeldi. Per- sónulega segist hann líta á hafbeit og strandeldi sem álitlegasta kost- inn í laxeldi á íslandi í dag og vera þá með fieiri tegundir en lax í strandeldinu. Tilraunir hjá Vogalaxi Vogalax hyggst fara í gang með ýmsar tilraunir sem eiga að auka hagkvæmni stöðvarinnar. T.d. að framleiða svokölluð O seiði en það em seiði sem em tilbúin í sjó vorið eftir að þau klekjast út. Em sem sagt einum vetri skemur í eldi en önnur seiði. Einnig tilraunir með að sleppa mjög smáum seiðum í sjó- inn. Því minni sem seiðin em, því hagkvæmara fyrir stöðina ef þau skila sér jafnvel og hin seiðin. Vogalax hyggst einnig gera til- raunir með að draga seiðin lengra á sjó. Fara með þau á meira dýpi í þeirri von að fuglar og aðrir arðræn- ingjar komist ekki að þeim. Bjartsýnn á framhaldið Sveinbjöm segir að Vogalax sé fyrst og fremst hafbeitarstöð þótt annað verði tekið samhliða, eins og matfiskeldi. Hann segir að stöðin hafi góð áhrif á sveitarfélagið. Voga- menn em stoltir af stöðinni og vilja fá að fylgjast vel með. Full ástæða er til bjartsýni á fram- haldið hvort heldur um er að ræða hafbeit eða matfiskeldi þó stór auk- in umsvif fiskeldisstöðva í nágrenn- inu valdi nokkmm áhyggjum.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.