Faxi - 01.10.1988, Page 7
c
VJesselja Guðmundsdóttir var einn af íyrstu starfs-
mönnum Vogalax. HúnerbúsettíVogumoghefurunmið
í fjögur ár hjá stöðinni. Faxi fékk Sesselju í viðtal þar
sem hún segir frá starfsemi Vogalax og fleiru skemmti-
legu. Hún var fyrst spurð að því hvar hún hefði unnið áð-
ur en hún byrjaði hjá Vogalaxi og hvað hafi fengið hana
til að fara að vinna í laxeldisstöð?
Ég var fyrst og fremst húsmóðir en
hafði þó unnið í fiski í Vogunum í
tvö ár áður en ég byrjaði að vinna
hjá Vogalaxi.
Ég fór að vinna við laxeldi því ég
hafði trú á því sem framtíðarat-
vinnugrein og svo var það sérstak-
lega spennandi verkefni. Það var
aðalástæðan fyrir því að ég sótti um
hjá Vogalaxi. Ég byrjaði að vinna
hjá stöðinni 1984 og hef unnið þar
síðan.
Fjölbreytt og lifándi starf
Mér líkar starfið mjög vel. Það er
fjölbreytt og gefandi. Maður vinnur
með lifandi verur og fylgist vel með
þróuninni frá því að seiðin eru
hrogn og þar til þeim er sleppt í sjó-
inn. Fjölbreytnin liggur fyrst og
fremst í því að við erum alltaf með
eitthvað nýtt. Fyrst vinnum við með
hrognin, sem tekur um 2-3 mán-
uði, síðan kemur seiðaeldið, slepp-
ingin, móttakan og kreistingin.
Skemmtilegasti túninn á
sumrin, þegar laxinn kemur
ur hafi
Sesselja segir að skemmtilegasta
tímabilið frá hrognum til slátrunar,
sé þegar laxinn er að koma að landi
eftir eins til tveggja ára dvöl í sjón-
um. Það er mjög spennandi að sjá
hversu mikið skilar sér og hvemig
gengur að ná laxinum. Einnig er
gaman þegar verið er að göngubúa
seiðin. Þau em seltuvanin þrem
vikum áður en þeim er sleppt í sjó-
inn, eða með öðmm orðum aðlöguð
sjónum.
Starfi í laxeldisstöð má líkja
við starf bænda
Störf í frystihúsi og laxeldisstöð
em mjög ólík. Laxinn er miklu
meira spennandi en t.d. þorskur-
inn. Aðstæður em þó nokkuð líkar
í laxeldisstöð og frystihúsi. Við
vinnum mikið í vatni, í fersku lofti
og svipuðum klæðnaði.
Ég vil helst líkja starfinu í lax-
eldisstöð við starf bænda. Unnið er
með lifandi vemr og fylgst með vexti
og þróun þeirra. Okkur þykir mjög
vænt um seiðin eins og bóndanum
um féð sitt. En það er enginn tilfinn-
ing fyrir því hjá okkur þegar seiðin
em drepin en þær em aftur á móti
hjá bóndanum þegar hann sendir
féð sitt í sláturhús.
Hreinlæti hefur mikið að
segja
Vinnunni er þannig skipt að það er
útideild á sumrin sem tekur á móti
laxinum en unnið er í seiðaeldinu
allan ársins hring. Sesselja segist
vinna við seiðaeldið og þar em unn-
ar 12 tíma vaktir, frá 8.00—20.00,
en við emm þrjú á hverri vakt fyrir
utan næturvaktamennina sem em
tveir.
Vinnudagurinn hefst kl. átta með
því að famar em eftirlitsferðir um
svæðið, athugað með fóður, hita,
vatnsrennsli og fleira. Eftir það er
farið í dagleg þrif en kerin em þrifin
og dauð seiði tínd upp úr þeim á
hverjum degi allt árið um kring.
Þegar því líkur er oftast farið í að
flokka seiðin. Mikill tími fer í það
þegar seiðin em komin yfir 2
grömm og upp að 15 grömmum.
Seiðin dafna miklu betur eftir því
sem stærðin er jafnari í kerjunum.
Einnig er fóðrað og gætt að því að
allt sé í lagi.
Of margir í laxeldinu á
Islandi
Ég hef mikla trú á laxeldi á ís-
landi. Við eigum að halda áfram að
byggja laxeldi upp en peningaleysi
hefur valdið því að ekki er hægt að
byggja nógu hratt svo að laxeldi
verði hagkvæmt.
Það em of margir í laxeldinu. Það
mætti jafnvel tala um ævintýra-
mennsku hjá sumum. Margir hafa
ætlað að græða á stuttum tíma með
lítilli vinnu en það gengur ekki. Það
verður að hugsa vel um fiskeldi og
hafa allan hugann við það ef vel á að
ganga. Það má ekki líta á fiskeldi
sem einhverja auka búgrein.
Hef trú á Vogalaxi sem
hafbeitarstöð
Ég hef mikla trú á Vogalaxi sem
hafbeitarstöð að því að náttúm-
stefna er mikil í heiminum. Fólk vill
borða heilbrigðan mat og stunda
heilsusamlegt lífemi. Hafbeitarlax
stendur alltaf upp úr því hann er
villtur fiskur. Hann er hvergi nálægt
manninum, fer jafnvel til Græn-
lands og kemur þaðan ómengaður
til baka, sérstaklega úr Atlantshaf-
inu. Fólk vill fisk sem kemur beint
úr náttúmnni, eitthvað sem er alveg
ósnortið.
Vogalax hefur góð áhrif á
sveitafélagið
Fyrirtæki eins og Vogalax hlýtur
alltaf að hafa góð áhrif á eins lítið
sveitarfélag og Vatnsleysustrandar-
hreppur er. Stöðin veitir t.d. níu
manns atvinnu og borgar aðstöðu-
gjöld til hreppsins. Stöðin á eftir að
stækka mikið samkvæmt skipulagi,
þannig að hún kemur til með að
veita mörgum atvinnu í ffamtíðinni.
GARÐUR
Verkamannabústaður
Til sölu er íbúöin Eyjaholt 20 í
Garði. Ibúöin er 103 m3 aö stærö —
byggö á árunum 1980—1981
samkvæmt lögum um félagslegar
íbúðir.
Umsóknum ásamt tekju- og
fjölskylduvottorðum berist
formanni, Jóhannesi
Guömundssyni, Garöabraut 78,
sími 27228, fyrir 28. nóvember 1988.
Stjórn Verkammanbústaða
í Garði.
Heilsugæslustöðin
a3 Iðndal 2 í Vogum
er opin sem hér segir:
Mánudaga kl. 14.00—15.00
Miðvikudaga kl. 14.00—15.00
Viðtalstími hjúkrunarfræðings:
Fimmtudaga kl. 10.30—12.00
HEILSUGÆSLA SUÐURNESJA
FAXI 211