Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1988, Síða 11

Faxi - 01.10.1988, Síða 11
INGÓLFUR AÐALSTEINSSON Orkumál á Suöurnesjum ERINDI FLUTT Á HAUSTFUNDI SPARISJÓÐSINS 7. OKTÓBER SL. Orkumál eru ekki Iítill málaflokkur, orka er sú undirstaða nútíðar lífsgæða og menningar, sem við getum vart hugsað okkur að missa. Upphaf raforkusölu í Keflavík Aður en ég ræði orkumál Suðumesja í dag tel ég nauðsynlegt að líta aðeins um öxl til horfmn- ar tíðar. Eg vil biðja ykkur að skreppa með mér 65 ár aftur í tímann, en við skulum halda okkur í Keflavík. Það var árið 1923 sem stofnað er hlutafélag í Keflavík, sem hefir það að markmiði að fram- leiða rafmagn og dreifa því til bæjarbúa. Hluta- félagið fær meira að segja einkarétt til 10 ára á sölu og dreifingu rafmagns í Keflavík. Þetta var lofsvert framtak og stórt spor í framfaraátt. Þess er getið í sambandi við raforkunotkun í Keflavík á þessum tíma að rafstöð var í gangi um ljósa- tímann enda var hún starfrækt eingöngu til framleiðslu ljósa. Perur í notkun vom allt að 25 kerta að stærð. Raforkuverðið var á þessum tíma um kr. 1,00/kwst., sem var þá hærra en tíma- kaup verkamanns. Ekki er líklegt að mörg ljós hafi logað í mannlausum vistarverum á þessum tíma. Þess skal getið í þessu sambandi að þrátt fyrir hátt orkuverð, virðast eigendur raforku- kerfisins lítt hafa hagnast á því, enda buðu þeir Keflavíkurhreppi að kaupa fyrirtækið og höfðu þá fengið 120 notendur. Keflavíkurhreppur kaupir allar eignir félagsins 1933 og stofnar raf- veitu Keflavíkur. Sogsvirkjun kemur til sögunnar Arið 1944 hefir Reykjavíkurborg stækkað Sogsvirkjunina og nú litu Suðumesjamenn Sogsrafmagnið hým auga. Til þess að fá teng- ingu við Sogsvirkjun þurfti að semja við ráða- menn Reykjavíkurborgar, sem vom málinu vin- veittir frá upphafi. Hinsvegar þurfti að byggja háspennulínu úr Reykjavík til Keflavíkur, en til þess þurfti að semja við ríkið. Allmargir ráða- menn á Suðumesjum tóku upp skelegga baráttu fyrir framgangi málsins. Athyglisvert er að í þeirri sókn örlar á sameiginlegri baráttu meðal sveitarfélaga á Suðumesjum. Þannig var árið 1942 kosin nefnd með fulltrúum allra sveitarfé- laga á Suðumesjum til að herða á málinu. Eg skal ekki orðlengja um þá málafylgju, sem leiddi til þess að Keflavík tengdist Sogslínu 22. des. 1945, þrátt fyrir ýmsa örðugleika af völd- um styrjaldarinnar, sem þá var í algleymingi. í því sambandi má geta þess að stór hluti af efni því, sem upphaflega átti að fara í háspennulín- una til Keflavíkur var um borð í Goðafossi þegar hann var skotinn niður um haustið 1944. Að lokinni tengingu Keflavíkur við Sogslínuna tengdust önnur byggðarlög á Suðumesjum hvert af öðm og stofnuðu sínar eigin rafveitur. Þau munu öll hafa notið aðstoðar Rafveitu Keflavíkur, sem hafði faglega þekkingu, sem þurfti til uppbyggingar rafmagnskerfanna. Ingólfur Aðalsteinsson. Hér höfðu stórir hlutir gerst og nú gátu allir Suðumesjamenn eldað við rafmagn og jafhvel fengið sér ísskáp. Rafmagnsnotkunin margfald- ast og til marks um það má nefna að árið 1944 var raforkusalan 116.697 kwst í Keflavík en árið 1950 er hún komin upp í 3.576.000 kwst. Upphaf hitaveitu Rétt um það leyti sem raforkumál Suðumesja- manna vom að leysast farsællega komu fram raddir um að vert væri að kanna möguleika á nýtingu jarðhita sem menn þóttust vissir um að væri til staðar. Fyrsta hola til könnunar á jarðhita mun hafa verið bomð 1946 í Selhálsi, austan vegar til Grindavíkur. Hún mun ekki hafa skilað neinum árangri og nú er hljótt um hitaveitu all langa tíð, enda er olían svo ódýr að menn taka vart eftir því að upphitun sé afgerandi kostnaðarliður í húshaldi. Það er ekki fyrr en 1969 að þetta mál kemur aftur á dagskrá og þá að fmmkvæði Grindvík- inga, sem ákveða að rannsaka Svartsengissvæð- ið með nýtingu jarðhitans fyrir Grindavík að markmiði. Þær rannsóknir sem eftir fóm leiddu í ljós að í Svartsengi var mikil hitaorka, en hún var bundin ,,jarðsjó“ svo óhjákvæmilegt var að vinna hitann með varmaskiptum. Það var þá þegar ljóst að varmaskiptastöð yrði mjög dýr. I framhaldi af þeirri vitneskju buðu Grindvíking- ar öðmm sveitarfélögum á svæðinu að taka þátt í sameiginlegu fyrirtæki um hitaveitu. Fram- haldið þekkjum við og að allflestir íbúar svæðis- ins vom komnir með hitaveitu í lok 1979. Árið 1981 er hafin sala á heitu vatni til Vamarliðsins, en það kaupir nú um helming þess vatns, sem sent er frá Svartsengi. En hversu mikil er hita- orku framleiðsla á Svartsengi? Á síðasta ári vom send út nálægt 7 milljónum tonna af heitu vatni, en það svarar til 215 1/sek að jafnaði allt árið. Þessi heitavatns framleiðsla jafngildir 42.000 tonnum af olíu. Auk heitavatns framleiðslimnar er ennfremur framleitt rafmagn sem fer út á dreifikerfi Suðumesjamanna. Framleidd raforka á síðasta ári í Svartsengi var 50 Gwst, en sú orka kom beint til frádráttar þeirri orku, sem annars hefði verið keypt af Landsvirkjun. Með þessari raforkuframleiðslu hefir hitaveitan sparað Suðumesjamönnum kaup á raforku á einu ári sem nemur kr. 64 milljónum. Sameining rafveitna og hitaveitu En hér emm við aftur komin að rafmagnsmál- um Suðumesjamanna. Fyrir alllöngu kom upp sú hugmynd meðal manna á Suðumesjum, að hagkvæmt væri að sameina rafveitumar og hita- veituna. Um nokkum tíma leggjast umræður niður, og það er fyrst í lok árs 1984 að teknar em upp ,,alvarlegar“ viðræður milli hitaveitunnar og sveitarfélaganna um sameiningu. Viðræðum þessara aðila lauk með samningi, sem var undirritaður 5. júlí 1985. Frá sameiningardegi yfirtekur Hitaveita Suð- "umesja öll stofnkerfi rafveitnanna, þ.e. dreifi- kerfi, spennistöðvar og stýrikerfi og annast frá þeim tíma dreifmgu og sölu raforku á orkuveitu- svæði rafveitnanna. Jafnframt þessum samn- ingi var gerður samningur við Iðnaðarráðuneyt- ið um kaup Hitaveitu Suðumesja á 33kV og 66kV aðveitulínum frá Elliðaám til Suðumesja auk riðbreytistöðvar, spennistöðva og há- spennulína og annarra mannvirkja RARIK á Suðumesjum. Eftir sameiningu allra rafveitna á svæðinu em þær orðnar að sér deild innan hita- veitunnar og geta sem slíkar skoðast sem sjálf- stæð rafveita. Hagkvæmari rekstur rafveitna í beinu framhaldi af þessum samningum hljóta menn að spyrja um ávinning þessarar að- gerðar, en hann kemur einkum fram í eftirfar- andi atriðum. 1. Sameiginleg raforkukaup með einum sam- tímamældum afltoppi. 2. Einn vömlager og samræmd innkaup. 3. Skilvirkari innheimta. 4. Markvissari framkvæmdir og hagkvæmari verkáfangar. Nokkrar athuganir hafa verið gerðar á peninga- gildi ofannefndra atriða og þykir mér vert að skýra frá helstu niðurstöðum þeirra. 1. Sameiginleg orkukaup með einum samtíma- mældum toppi hafa gefið skv. áætlun 6-8% FAXl 215

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.