Faxi - 01.10.1988, Page 15
RAUÐSKINNA HIN NÝRRI — SR. JÓN THORARENSEN
SUÐURNESJAANNÁLL
*
eftir Sigurð B. Sívertsen prest á Utskálum
Suðumesjaannáll getur um ýmsa
viðburði, svo sem árferði, afla-
brögð, slysfarir og manntjón, samt
um menn, sem hér hafa verið og
niðja þeirra, og svo mannalát og
sóttferli m.m.
Árið 1000 segir M. Stephensen í
Klausturpósti sínum (fyrir 1822
bls. 7), að mestur hluti Reykjaness
haft sokkið í sjó, og þá komið upp
Geirfuglaskerin.
1118. Mesta óár í landi, síðan byggt
var. (Undraár). Eldur fyrir Reykja-
nesi.
1206. Eldsuppkoma á Reykja-
nesi. (J. Stgr.)
1210, sumir segja 1211, brann
Reykjanes. Þá sáust eða fundust
Eldeyjar, en aðrar smá eyjar, er þar
vom áður, forgengu.
1211. Landskjálfti íyrir sunnan
land. 18 menn létust. Sörli Kolsson
fann Eldeyjar hinar nýju.
1222. Eldur fyrir Reykjanesi. (J.
Stgr.)
1223. Eldsuppkoma á Reykja-
nesi. Sama ár eldur í Heklu, (sjá
sögu Guðm. biskups góða, bls. 5 í
2. bindi Biskupsagna). Þá kom eld-
ur upp úr sjónum fyrir utan nesið,
item 1225—29, þetta síðasta ár,
miklir jarðskjálftar.
1219 kom eldur upp í sjónum fyrir
framan nesið, sem hleypti þar upp
hrauni, en þar var ei áður. (J. Stgr.)
1220. Eldur fyrir Reykjanesi.
1226. Eldur í sjó fyrir Reykjanesi,
ntyrkur um miðjan dag.
1227. Eldur fyrir Reykjanesi.
1232 gerðust þau hræðilegu tíð-
indi, að Þorleifur Þórðarson drap
borbjörn prest Þorsteinsson í
Kirkjuvogi á Mikjálsmessudag, þá
er hann var skrýddur og stóð fyrir
altari. Síðan lagði Þorleifur þessi
sjálfan sig í gegn með hnífi. (Þetta
hefur verið í Gamla-Kirkjuvogi).
1237 fékk Snorri Sturluson liðs-
safnað af Suðumesjum, Rosm-
hvalanesi, móti Sturlu Sighvats-
syni.
1238. Eldur fyrir Reykjanesi.
1240. Eldur fyrir Reykjanesi.
Landsskjálftar miklir fyrir sunnan
land. Hmndu 18 bæir.
1248 gekk bólusóttin mikla, mik-
ill snjóavetur og ísalög, svo menn
ntundu ei annan eins vetur.
1264. Manntapi mikill fyrir
Rosmhvalanesi.
1279 lagði sjóinn langt fram á
fiskimið.
1340 var fjórðungur Útskála gef-
inn af Bjarna bónda Guttormssyni,
Jóni biskupi Indriðasyni í Skál-
holti, í próventu með Hrómundi
syni Bjama, með öllum þeim hlut-
um og hlunnindum, er þar til fylgdu
og legið hafa að fomu og nýju, um-
fram öll þau akurlönd, sem Bjami
keypti til Útskála, og ein karfa með
akkerum og öllum reiða og bát.
(Gjafabréfið 1340 16. Cal. jan.)
1368 deyði Bjami bóndi Kláusson
á Hvalsnesi.
1370 vígði Oddgeir biskup kirkju
í Hvalsnesi, guði til lofs og dýrðar og
heilagri guðsmeyju Maríu, hinum
heilaga kossi, Ólafi Kóngi, heilögum
Katarínusi og öllum guðs heilögum
mönnum, með þessum máldaga.
Að kirkjan á ljórðung í heimalandi,
sem Bjöm bóndi Ólafsson og Sal-
gerður, kona hans, kirkjunni til
uppeldis gáfu, og að standa skyldi
fýrir presti og jörð í norðumesjum.
1376. Óár og manndauði um allt
land.
1380 gekk bólusótt um allt land.
1390 brann hálft Reykjanes af, og
stendur þar eftir í sjó fram Dýptar-
steinn og Fuglasker, og er þar allt
eldi bmnnið grjót síðan.
1393 drukknuðu íjórtán menn í
Útskálaósi. Var Eyjólfur Eyvinds-
son formaðurinn.
1402 gekk plágan mikla, er sumir
kalla svarta dauða, og sem þá var
fýrir löngu gengin í útlöndum. Stóð
hún hér yfir í tvö ár, og lyktaði 1404.
Gekk hún með svo mikilli ógn og
ákefð að aleyddi bæi víða. Þá var
Vilkin biskup í Skálholti, en hann
deyði 1405. í þann tíma höfðu bisk-
upar útbú, oftast 12, og var á Út-
skálum eitt þeirra. Er ekki ólíklegt,
að síðan hafi sumar eyðijarðimar,
sem nefndar em á Suðumesjum,
aldrei verið byggðar.
1420 eða 1421 kom upp eldur í
hafi útsuður undan Reykjanesi,
Auglýsing frá stjórn
verkamannabústaða
í Keflavík
Allar umsóknir um íbúöir í verkamannabústöóum
sem eldri eru en frá 1. janúar 1988 eru hér meö ógildar.
Þeir umsækjendur er eiga umsóknir sem eru eldri en
frá 1. janúar 1988 skal bent á aö vilji þeir halda umsókn
sinni gildri, aö endurnýja eöa ítreka fyrri umsókn.
Hvort sem er um endurnýjun eöa ítrekun, þarf aó
fylgja nýtt vottorö frá skattstofu þar sem fram koma
heildartekjur síöustu þriggja ára.
Skrifstofan er opin mánud., þriójud. og miövikud. frá
09:00 -12:00.
Stjórnin
FAXI 219