Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1988, Page 16

Faxi - 01.10.1988, Page 16
skaut þar upp landi, sem sjá má síð- an, þeir er fara nærri. 1422. Eldur fyrir Reykjanesi. 1433var Kirkjubólsbrennan, þáer Ivar Hólm var inni brenndur. Þá bjó á Kirkjubóli á Miðnesi, Ivar jungkari Hólm Vigfússon. Ivar var sonur Vigfúsar hirðstjóra Hólms, og sjálfur hafði hann hirðstjóravöld með föður sínum. Voru þeir feðgar hirðstjórar hver eftir annan, auðugir valdsmenn og ættstórir. Þá var hjá Ivari systir hans, Margrét, ung heimasæta, er þá þótti einhver bezti kvenkostur á íslandi, bæði fyrir ættar sakir, auðlegðar og atgjörvis. Maður hét Magnús, var hann kæ- meistari í Skálholti. Sumir kölluðu hann launson Jóns biskups Gerrekssonar og var hann fyrirliði fyrir sveinum hans. Þessi Magnús bað Margrétar Vigfúsdóttur á Kirkjubóli, en bónorði hans var synjað. Reiddist hann svo við það, að hann reið til Suðumesja með biskupssveinum og þorparalýð. Þeir komu að Kirkjubóli og bám tafarlaust eld þar að húsum, og ætl- uðu að brenna Margréti inni. Ivar jungkari var þar fyrir og mun hafa leitað útgöngu og skutu þeir hann þá til bana, en Margrét komst út úr eldinum með mestu ráðsnilld og hugprýði. Hún komst undan með þeim hætti, að hún gróf sig út um ónshúsið á baðstofunni með skær- um sínum og komst þannig út úr eldinum, en bærinn brann til kaldra kola ásamt heimilisfólki. Náði Margrét að sögn í tryppi og reið burt þaðan og komst svo norður að Möðmvöllum í Eyjafirði og strengdi þess heit að eiga þann mann tiginn eða ótiginn, sem hefði hug og vilja þess að heína bróður síns og fjör- ráða við sig. En það er frá Magnúsi kæmeistara að segja, að hann gmn- aði, að hefndir miklar kæmu eftir brennu þessa, svo að hann tók sér far með fyrsta skipi um vorið af landi brott og kom aldrei aftur til íslands og er því úr sögunni. A Möðmvöllum í Eyjafirði bjó Þor- varður Loftsson Guttormssonar hins ríka. Hafði hann ásamt Tfeiti Gunnlaugssyni frá Bjamanesi í Homafirði verið hart leikinn af Jóni Gerrekssyni biskupi og sveinum hans. Þeir Þorvarður og Tfeitur vom báðir höfðingjar og mikils háttar menn. Þeir vom 1432 teknir hönd- um af biskupssveinum og fluttir í Skálholt og hlekkjaðir þar og látnir betja fisk og annað slíkt, en um haustið tókst Þorvarði að sleppa úr varðhaldinu, en Tfeitur sat allan veturinn fram til páska. Þá var gerð mikil veizla í Skálholti og dmkkið fast. TVeir gæzlumenn Tfeits urðu svo dmkknir, að þeir týndu lyklin- um að fjötri hans, en griðkona á staðnum fann lykilinn, fékk hann Tfeiti, svo að hann slapp úr varð- haldinu. Tfeitur gaf stúlku þessari 20 hundrað jörð og gifti hana ríkum manni. — Kirkjubólsbrenna á Mið- nesi varð til þess að reka smiðshögg- ið á hefndir þeirra Þorvarðs og Ifeits. Mæltu þeir sér mót með liðssafnaði að norðan og austan í Skálholti á Þorláksmessu á sumri, þann 20. júlí 1433. Gjörðu þeir aðför að Jóni biskupi Gerrekssyni. Hann fékk fregnir af komu þeirra og læsti öll- um húsum Skálholtsstaðar og sjálf- an sig inni í kirkjunni ásamt klerka- skara sínum og sveinum. En þeir Þorvarður og Tfeitur tóku stór tré heima á staðnum og bám þau undir undirstokka kirkjunnar og vógu hana upp svo hátt að ganga mátti þar inn undir. Þá greiddu inngöngu nær fimmtíu manns, sem hraustast- ir vom. Gengu þeir snúðugt að alt- ari þar sem biskup stóð og lögðu hendur á hann og drógu hann harð- fenglega utar eftir kómum og kirkj- unni, en hann streyttist á móti af öllu afli; drógu þeir hann út úr kirkjunni. Þegar biskup var kom- inn fram í stöpulinn, var hann mjög móður og dasaður orðinn af þessum stympingum og bauð smásveini sín- PIZZUMATSEÐILLINN PIZZUR eru 15% ódýrari ef þær eru teknar með heim. /. RANCHO m/ia 2. PIRA TA m/.c J. CA LZONE (Hdl/mdni) « 4 CORONILLA m u i. SALCHICHA 493 580 Tjfekkan _____kL_ VEITINCAHUS TJARNARGÖTU 31 KEFLAVÍK SÍMI 13977 -nýr og betri veitingastaður í hjarta bæjarins 7. 9. PICADORA 10. CALABAZA m. 12. SALVAVIDASm U. SONRISA m. 14. PEPPITA m. H E L G A R matseðill SÚPA Tómatlöguö rækjusúpa. aðalréttur grísa. kótilettur meö gratineruöu brokkoli, Robertsósu og bakaöri kartöflu. oesert Súkkulaöimús meö hindberjakremi. AHI þetta fyrir aöelns 1.390 kr. FYRIR BÖRNIN Hamborgariogfranskareöabarna- paa °9 kók. Aðelns 150 kr. 1B3977Pantan'r' síma Opiö til W. 23 /östudag og laugardag og W. 22 sunnudag. um að sækja sér góðan svaladrykk inn í kjallara sinn. Hann gerði það og kom þegar aftur með silfurskál mikla, fulla mjaðar. Renndi biskup hana í botn og biðu hinir á meðan og gáfu honum tóm til þess að svala sér. Var hann færður úr helgum skrúða og bað hann sér þá lífs og griða, en við slíkt var ekki komandi. Þeir fóru með biskup vestur að Brúará, settu hann í sekk og bundu stein við, vörpuðu honum í ána við ferjustaðinn hjá Spóastöðum, en lík hans rak upp aftur við Ullarklett niður hjá Hömrum og var grafið inn- an kirkju í Skálholti. Biskupssvein- ar, 32 að tölu, sem allir voru erlend- ir, voru drepnir hvar sem þeir náð- ust, en flestir í dómkirkjunni sjálfri. Er mælt, að sumir þeirra hafi verið skotnir uppi á skammbitum í kirkj- unni með örvum og spjótum og oltið síðan ofan. Allir voru þeir dysjaðir fyrir vestan Brekkutún þar sem síð- an heitir íragerði. Tfeitur Gunnlaugsson var á bezta skeiði, þegar atburðir þessir gerð- ust. Hann var lögmaður sunnan og austan á íslandi eftir 1440 og óslitið til 1450. Hann varð gamall maður, andaðist um 1470. Þá skal þess að lokum getið, að þremur árum seinna gekk Þorvarð- ur Loftsson að eiga Margréti Vigfús- dóttur frá Kirkjubóli og efndi hún svo heit sitt. Kaupmálabréf þeirra var gert að Brautarholti á Kjalamesi þann 19. október 1436. Þorvarður lagði til kaups við Margréti garðinn á Eiðum í Fljótsdalshéraði og þar til jarðagóss 600 hundraða en 400 hundraða í lausafé, en heiman- mundur Margrétar var Hlíðarenda- eignir í Fljótshlíð fyrir 300 hundr- aða og hundrað kúgildi, ennfremur 300 hundraða í virðingarfé, svo að segja má, að ekki hafi verið fallið undan öllum hleinum hjá þeim brúðhjónunum, er þau hófu bú- skapinn. Þau eignuðust þrjár dæt- ur, Guðríði, Ingibjörgu og Ragn- hildi. Þorvarður gerðist fyrirmaður mikill og auðmaður. Hann hafði 4 stórbú á Eiðum í Fljótsdalshlíð og reið hann stöðugt á milli búa sinna með sveinum sínum eins og þá var höfðingja siður. Hann varð eigi gam- all maður, andaðist 1446, en Margrét kona hans Vigfúsdóttir frá Kirkjubóli lifði lengi eftir það og bjó miklu rausnarbúi á Möðruvöllum í Eyjafirði allt til elli. 1479 gaf Skúli bóndi Loftsson, Heiðarhús í Útskálasókn til Við- eyjarklausturs, ef hann dæi á Suð- urlandi, og yrði grafinn að Viðeyjar- klaustri. 1496 kom Ámi ábóti í Viðey, jörð- inni Kolbeinsstöðum í Rosmhvala- nesi undir klaustrið. FRAMH. í NÆSTA BLAÐl 220 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.