Faxi - 01.10.1988, Page 18
Skúli Magnússon:
Sjóslysaannáll
Keflavíkur
27;
hluti
Hraðbát hvolfir
Mánudaginn 3. júní 1968, hvolfdi
hraðbát u.þ.b. fimm hundruð metra
undan landi fram undan lögreglu-
stöðinni í Keflavik. Flaut báturinn á
hvolfi og náði maðurinn, sem um
borð var, tökum á bátnum. Skipverj-
ar á Stafnesi GK 274, björguðu
manninum, er hann hafði verið um
tuttugu og fimm mínútur í sjó. Mað-
urinn var orðinn hrakinn en þó vanur
sundi.
(Mbl. 5. júní 1968: „Hraðbát hvolfir
í Keflavík“).
1968
Kviknar i tveimur bátum
Hinn 3. janúar 1968, kviknaði i
Ólafi KE 49, fjörutíu lesta eikarbáti,
sem lá i Keflavíkurhöfn. Var eldur-
inn í þili á milli lúkars og lestar. Staf-
aði hann af ofhitnun miðstöðvar-
rörs. Skemmdir urðu litlar.
Hinn 8. mars kom upp eldur í vél-
arrúmi Sigurbjargar KE 98, er bát-
urinn lá f Keflavík. Kviknaði í út frá
rafmagni. Skemmdir urðu litlar og
eldurinn varð slökktur fljótlega.
(Fréttir í Vfsi 5. jan. 1968 og Þjóðvilj-
anum 9. mars 1968).
Sigurbjörg KE eftir að nýtt stýrishús
hajði verið sett á bátinn.
AUGLÝSING
um tillögu að breyttu miðbæjar-
skipulagi í Keflavík
Samkvæmt 17. grein skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst
eftir athugasemdum viö tillögu aö breyttu miöbæjar-
skipulagi í Keflavík.
Skipulagssvæöiö afmarkast aö sunnanveröu af Tjarnar-
götu, aó vestan af Kirkjuvegi. Aó noröan af Norófjörös-
götu og aö austanveróu af sjónum. Tillagan liggur
frammi á skrifstofu byggingafulltrúa, Hafnargötu 32,
Keflavík, frá 10. nóvember 1988 til 22. des. Athugasemd-
um vió tillöguna skal skila til byggingafulltrúa Keflavík-
ur eigi síöar en 7. janúar 1989, og skulu þær vera skrif-
legar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkir tillögunni.
Keflavík 19. október 1988.
Bæjarstjórinn í Keflavík.
Skipulagsstjóri Ríkisins.
1970
V/b Þerney strandar í
Keflavíkurhöfn
Þegar klukkuna vantaði tuttugu
mínútur i eitt eftir miðnætti, aðfara-
nótt laugardagsins 18. janúar
1970, strandaði v.b. Þerney KE 33
í Keflavíkurhöfn. Á var suðaustan
stormur og stóð vindurinn upp á
höfnina. Brim var töluvert. Þerney
var að koma úr róðri og um það bil
sem báturinn renndi fyrir garðinn,
inn á höfnina, bilaði gírinn, svo skip-
stjóri missti vald á bátnum, er hann
gat ekki stjórnað hraða vélarinnar.
Rak bátinn fljótlega upp i fjöru, Iftið
eitt norðan við og framundan lifrar-
bræðslunni. (Þar var síðar um tíma
dekkjaverkstæði ísleifs Sigurðs-
sonar.) Björgunarsveitin Stakkur
kom fljótlega á vettvang með tæki
sin, enda skammt í geymsluskúr
sveitarinnar við innanverða Hafnar-
götu. Var Ifnu skotið út í bátinn og
innan stundar var sex manna áhöfn
komin (land.
Allan laugardaginn og sunnudag-
inn var vindur það hvass, að lítið var
hægt að gera bátnum til bjargar.
Fljótlega brotnuðu tvö borð í bátn-
um og komst þá sjór í hann. Var bát-
urinn skorðaður inn á milli tveggja
hleina eða kletta, sem sköguðu fram
í sjóinn. Óttuðust menn því að bát-
urinn myndi liðast þarna í sundur.
En síðdegis á sunnudag, lægði
veður. Hófu starfsmenn Björgunar
h.f. þá aðgerðir. Voru sett flotholt í
bátinn, hann þéttur og sjó dælt úr
honum. Um kl. 3 síðdegis, þriðju-
daginn 20. janúar, náðist Þerney á
flot. Veður var þá stillt og sjór hálf
fallinn.
Þerney KE 33, var sextíu og sjö
lestir að stærð, smíðuð úr eik í Dan-
mörku 1955. Eigandi var Einar ríki
Sigurðsson. Skipstjóri var Sigurður
S. Guðmundsson, sem var með
Gunnfaxa, er hann sökk út af Eldey
1964. (Sjá hér að framan.)
(Fréttir í Mbl. og Tímanum 18. jan.
1970. Vísi 19. jan. 1970. Mbl. 21. jan.
1970 og í Suðurnesjatíðindum 23.
janúar 1970. Stutt frétt í jan.-blaði
Faxa 1970).
222 FAXI