Faxi - 01.05.1989, Qupperneq 3
KRISTINN RUNAR KARLSSON
HUGBVNAÐ
Þegar rætt er um tölvur og
tölvuvinnslu almennt, þá verður
mönnum gjarnan tíðrætt um
vélbúnaö og hugbúnað í
greinarstúf þessum er ætlunin
að gera tilraun til að útskýra í
meginatriðum fyrir leikmönnum
hið síðarnefnda, þ.e. hugbúnað.
Tölvurnar sjálfar og hinir ýmsu
fylgihlutir þeirra, s.s. prentarar,
diskdrif, segulbandsstöðvar,
o.s.frv. eru einu nafni nefnt
VÉLBÚNAÐUR (e. Hardware). Ef
tölvurnar eiga hinsvegar að geta
þjónaö tilgangi sínum, sem er sá
að leysa af hendi hin
margvíslegustu verkefni í svo til
öllum þáttum atvinnulífsins, þá
verða að vera til staðar
tölvuforrit (e. Computer
Program), en forrit eru einmitt sá
hluti tölvubúnaðar sem einu
nafni nefnist HUGBÚNAÐUR (e.
Software)
ORÐIÐ. . .
Orðið hugbúnaður hefur þótt
afar heppilegt orð, þar eð það er
einkar lýsandi fyrir fyrirbærið
sem um er rætt. Orðið var
líklega fyrst notað af Gunnari M.
Hanssyni (nú forstjóri IBM á
íslandi) árið 1977, en hefur þó
vart verið notað almennt fyrr en
tölvunotkun er orðin eins algeng
og nú er raunin. Áður voru
notuð slangyrði eins og
..prógram", „mjúkvara", „softver",
og fleira í þessum dúr. Allt
bendir nú til þess að orðið
hugbúnaður eigi eftir að festast í
íslenskri tungu og er það mt
höfundar að vart verði annað
orð fundið íslenzkt, sem er jafn
þaegilegt og orðið hugbúnaður.
hvað er forrii?
Forrit samanstendur af
aragrúa skipana, sem settar eru
UPP í mjög ákveðnu og
fastskorðuðu mynstri sem tölvan
getur lesið og unnið úr.
Gjarnan er talað um hin ýmsu
forritunarmál, s.s. BASIC,
Kristinn Rúnar starfar
hjá Víkurhughúnaöi og
við munum í næstu
blöðum fá frá þeim fleiri
pistla um tölvumál.
Ritst
PASCAL, CLIPPER, COBOL, o.fl.
Hin ólíku forritunarmál eru
einfaldlega mismnandi aðferðir
sem notaðar eru við að gefa
tölvunni forskriftir sem gera
henni kleift að leysa hin ýmsu
verkefni. Val á forritunarmáli fer
iðulega eftir því hvers eðlis
verkefnið er, sem leysa á hverju
sinni. fokum dæmi:
Greinarstubbur þessi, sem þú
lest núna var skrifaður á tölvu
sem innihélt ritvinnsluforrit.
Ritvinnsla á tölvu er orðin mjög
algeng, og er smátt og smátt að
leysa af hendi gömlu góðu
ritvélina. Aðalkostur ritvinnslu
með tölvu er sá að hægt er að
rita hinn skjal á tölvuskjáinn og
prenta það út svo oft sem þurfa
þykir. Ef villa leynist á blaðinu,
þá er einfaldlega hægt að
leiðrétt hana á skjánum og
prenta síðan skjalið aftur út á
prentara. Einnig er hægt að
gersamlega umrutna texta á
skjánum, færa til setningar,
málsgreinar, eða heila kafla þar
til útlit textans fullnægir kröfum
notandans. Síðan er hægt að
prenta út textann aftur og aftur.
Án hugbúnaðar væri tölvan að
öllum líkindum fremur máttlaust
verkfæri. En á sama hátt væri
hugbúnaðurinn lítils virði ef
enginn væri vélbúnaðurinn.
Þessir tveir meginþættir
tölvuvinnslunnar eru því afar
samtvinnaðir og geta aldrei
staðið sjálfstætt.
Byggöasafn Suöurnesja
Opið á laugardögum kl. 14-16.
Aörir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
FAXI 159