Faxi - 01.05.1989, Síða 4
SKÓLAKÓR SVENSTRUPSKÓLA
HEIMSÆKIR KEFLAVÍK
Tónlistarskólinn í Keflavík og Rotaryklúbbur Keflavík-
ur hafa sameiginlega stuðlað að því, að 80 manna skóla-
kór frá Svenstrup í Danmörku mun dvelja hér síðustu
vikuna í ágúst. Kórfélagar munu gista í Holtaskóla auk
þess sem kórinn mun ferðast um næsta nágrenni og víðar.
Laugardaginn 26. ágúst kemur kórinn fram á tónleikum
í Iþróttahúsinu í Keflavík. Mun hann þar taka þátt í há-
tíðarhöldum í sambandi við afhendingu á sal 2, en þá
mun Byggingamefnd IBK afhenda salinn til notkunar. A
sunnudeginum mun kórinn síðan koma fram í Skálholts-
kirkju og er ekki að efa, að það mun verða kórfélögum
eftirminnileg stund.
Við skulum gefa stjómanda kórsins, Thomas Moller,
orðið og biðjum hann að segja okkur lítið eitt frá kómum.
í kór Svenstrups skóla eru rúm-
lega 80 félagar, auk 8 fullorðinna
(stjórnandi meðtalinn). Við höfum
átt kór síðan 1973, og það er grund-
vallarregla okkar að öll börn, sem
eru á 5. til 10. skólaári, og hafa
áhuga, geti tekið þátt í kórnum. Þaö
er ekkert inntökupróf. í skólanum
eru rúmlega 4(X) nemendur — og
næstum einn fjórði þeirra er í kóm-
um okkar.
Viö höldum tónleika og komum
fram við margvísleg tækifæri í
næsta nágrenni okkar (Norður-Jót-
landi). Við höfum komið fram í
hljótlvarpi og fen)ast til Noregs og
Vestur-Þýskalands. Það hafa líka
margir heimsótt okkur. Tónlistar-
160 FAXI