Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1989, Page 10

Faxi - 01.05.1989, Page 10
Félaqsmótun eftir Starlaug bjömsson Formáli Ritgerðarverkefni mitt ,,félags- móturi' vil ég nálgast frá sjónarhóli bemskuára minna í litlu sjávar- þorpi þar sem fárra kosta var völ til starfs og útlit fyrir að hlutskipti arf- takanna yrði það sama og foreldr- anna. Burt séð frá hæfileikum og hæfni sem litlar líkur voru á að fengju að njóta sín. En tímamir breyttust og em að breytast. Má þar til nefna val á vinnu og alla vinnuaðstöðu, íþrótta- aðstöðu, dagvistun, leikvelli, alls konar ráðgjöf, nýju gmnnskólalög- in frá árinu 1974, iðnskólana, fjöl- brautaskólana og fjöldann allan af sérskólum. Þá hafa gömlu grónu skólamir breyst samkvæmt kröfum tímans. I dag breytir minnu um hvar ungl- ingamir alast upp. Vegna góðra samgangna og fjölmiðlunar vita þeir um flest störf á þessari gervihnatta og tölvuöld. Fjölbreytni til náms og starfs er mikil en umhverfið mótar samt marga. Rétt úr kútnum í íslenska þjóðfélagið á bls. 37 segir: ,,Sd íslendingur sem fœddist um aldamót hefur lifað mestu breyt- ingarskeið í sögu þjóðarinnar. Á ellidögum býr hann íþjóðféiagi sem er svo fróbrugðið bœndasamfélagi œskudaganna að líkja má breyt- ingu þess við byltingu Þetta á við um foreldra mína sem yfirgáfu sveitina og settust að í sjáv- arþorpi þar sem þau máttu vinna hörðum höndum að framfærslu fjöl- skyldunnar. Faðir minn tók virkan þátt í stofhun og starfsemi verka- lýðsfélags staðarins sem kostaði hörku átök. Hann var í stjóm þess um margra ára skeið. Á uppvaxtar- ámm mínum byggði félagið hús, þar sem við krakkamir unnum við að rétta nagla og fl. í því var bíósalur og tvær skóla- stofur. Ýmis önnur starfsemi var rekin í húsinu þar á meðal pöntun- arfélag verkalýðsfélagsins sem var vísir að Kaupfélagi Suðumesja. Þá vom á vegum félagsins svo kallaðir félagsgarðar þar sem félagsmenn gátu fengið ,,Stykki“ til kartöflu- ræktunar. Hér er rétt drepið á fé- lagslega þætti sem alþýðan fékkst við og hafði mótandi áhrif á æsk- una. Engan óraði fyrir þeim gífurlegu og hröðu þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa á þeim tiltölulega stutta tíma frá nær algjörri kyrrstöðu. Við unglingamir ásamt fullorðnum tók- um þátt í að grafa með haka og skóflu fyrir vatni og holræsi í bæn- um, sem hafði ekki átt ruslahaug. En hann kom og margt fleira. Út- varp, sími, sjónvarp, malbik, hita- veita og frönsk sorpeyðingarstöð sem torgar ekki öllum hinum fjöl- þætta úrgangi. Snemma beygist krókurinn Á bls. 19 í Félagsmótun eftir Dóm Bjamason segir m.a.: „Allir þessir leikir endurspegla þannig á ýmsa vegu þroska bams- ins og þau áhrif sem barnið hefur orðið fyrir af umhverfi sínu. Jafh- framt eru leikimir vettvangur fé- lagslegra tilrauna, œfinga ogjafn- vel sérhœfingar ýmiss konar, sem stuðla að hœfni barns til að takast á við umhverfi sitt og menn/ngu." í tilefni þessa og þess er fram kom í fyrirlestri um kenningar Piaget um stig formlegra aðgerða vil ég geta nokkurra félaga sem ég var þáttak- andi í: Bláa stjarnan: Gunnar Eyjólfsson leikari var þar framarlega í flokki, félagið fékkst m.a. við sjálfsamin leikritaflutning í Loftsstaðakjallar- anum. Ágóðinn var notaður til hjálparstarfs. Minnist ég þess þegar félagamir fóm með steinolíu fyrir 15 aura til hennar Unu ásamt vel signu spyrðubandi fyrir kettina hennar. Una var einstæðingur sem rak stafaskóla þar sem kenndur var lestur og skrift. Uggi h.f. (sbr. fiskvinnslustöðin Keflavík h.f.). Við vissum ekki hvað h.f. þýddi, en okkur fannst það fínt. Veiddur var ufsi fram á klettum, sem síðan var flattur, saltaður og verkaður. Farið var með lifrina í dós- um inn í bræðslu sem stóð fyrir inn- an bæinn. Þar var okkur vel tekið. Þetta þætti sóðalegt í dag þó ekki væri nema af lyktinni. Rétt er að taka fram að hér em félagamir aðrir en í Bláu Stjömunni. Hringur var íþróttafélag. Fyrsta boltann eignaðist félagið fyrir lifrar- brodda sem vom hirtir úr slorinu sem rann frá aðgerðarskúrunum niður í fjöm og með aðstoð Skúla heitins Hallssonar rútubílaeiganda. Á sumrin fór nokkur tími í að útbúa og halda við íþróttavellinum. Síðan var farið í keppni þegar allt var klárt. Það þarf ekki að taka fram að það var óþekkt að gera kröfur til hreppssjóðsins. ísfélagið okkar, með þátttöku fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Eggerts G. Þorsteinssonar og Guð- bjöms skipstjóra bróðir hans, gekk út á að brjóta ís á pollum og draga inn í ræsi á götu. En hvers vegna að draga klaka inn í ræsi? í bænum var íshús og á þeim tíma fór frysting á beitusíld (reknetasíld sem veiddist á haustin) fram með þeim hætti að salti var blandað sam- an við mulin ís. ísinn fékkst af ,,/s- hústjörnum". Þegar ísinn var í æski- legri þykkt var hann höggvinn með sérstökum öxum og dreginn með ístöngum í ísgeymsluna. Það þótti nokkur viðburður þegar ísinn var tekinn af tjömunum. Við misstum af skautasvellinu, en þar sem ísinn Keflavík Glæsileg raöhús við Ránarvelli, Keflavík, stærö 115 ferm. ásamt bílskúr 25 ferm., sem seld veröa fullfrágengin aö utn meö standsettri lóö, en óinnréttuö. Eftirsóknarverð hús. 3ja og 4ra herb. íbúðir við Heiöarholt 32—36, Keflavík, íbúöunum veröur skilað tilbúnum undir tréverk eöa fullbúnum, seljandi Húsageröin h.f., Keflavík. Ath. höfum úrval fasteigna á söluskrá í Keflavík og um öll Suðurnes. FASTEIGNASALAN HAFNARGÖTU 27, KEFLAVÍK Sími 11420 166 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.