Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1989, Page 16

Faxi - 01.05.1989, Page 16
Sturlauqur Bjjömsson: Hugsað til baka, horft til framtíðar Hefur þú lesandi góður tekið eftir Nónvörðunni? Góð hugmynd varð að veruleika þegar varðan var hlað- in á Nónvörðuhæð. Á bemskuárum mínum var hæð þessi kölluð Nón- varða þó engin væri á henni varðan. Þama var leiksvæði okkar bam- anna meðan mæður unnu við fisk- breiðslu eða samantekt. En þama vom fiskreitir. Reitarfólkið sat oft á góðviðrisdögum á grasbala sem hallaði austur af hólnum og drakk kaffið sitt. Færi ekki vel á því að lagfæra þama í kring? Græða sárin en láta lággróðurinn halda sér. Mér finnst að taka eigi mikið tillit til móans þar sem hans nýtur innan bæjarmarkanna. Það þarf að varð- veita sem mest af honum. Litla steinhlaðan og múrfyllta sprengiefnageym slan Eigum við fleiri staði sem vert væri að veita gaum og varðveita? Hvað um litlu sprengiefnageymsl- una sem er á holtinu þar sem Mána- hestur stendur? Henni er að öllum líkindum komið upp af Símoni steinsmið en hann sá um stein- hleðsluna fyrir Duus. Ég man að það var jámhurð fyrir henni og hún var með öllu óskemmd. Það ætti að forða henni frá frekari skemmdum og gera ráð fyrir minjum sem þess- um í umhverfinu. Á fallegu skilti væri hægt að segja frá tilurð hennar og friðun. Vinna verður að því að gera holtið sem náttúmlegast, fjar- lægja til dæmis brekkuna sem gerð var fyrir gijótmulningsvél sem þama var, koma mætti fyrir bekkj- um þar sem gijótið var tekið til mulningsins því þar er gott skjól fyrir norðanátt. Þá væri upplagt á góðum degi fyrir kennara að ganga upp að sprengiefnageymslu með nemendur sína, bömin fengju úti- vem jafnframt fræðslu um sögu bæjarfélags síns, svo mætti halda göngunni áfram því margt væri að sjá. Fjölbreytt útivistarsvœði innan bœjarmarkanna Þá em það vötnin sem við kölluð- um Litla- og Stóravatn. Þau em fyr- ir ofan ,,Eyjabyggd“. Er þama ekki kjörið útivistarsvæði fyrir bæjar- búa? Koma þyrfti upp skjólbeltum og hlúa að gróðri og fuglalífi, þá þyrfti að stórfækka vargfugli með breyttri umgengni okkar. Og meira um útivistarsvæði. Hvað tefur að gera svæðið fyrir of- an gamla vatnstankinn að fallegu útivistarsvæði. Þama hafa verið lagðir göngustígar og gerður gras- flötur, svo trúlega er búið að skipu- leggja svæðið. Fyrir mörgum ámm vom þama settar niður trjáplöntur sem þörf væri að hlúa að. Er hér ekki verðugt verkefni fyrir ungl- inga-hóp úr bæjarvinnunni? Og niður í gamla bœ Ein er sú gata í gamla bænum sem heitir Brunnstígur. Stígur þessi liggur á milli Kirkjuvegar og Vallar- götu. Við Bmnnstíg er enn einn a{ þremur bmnnum bæjarins. ' bmnna þessa sóttu bæjarbúar vatá' einnig var þvottur skolaður úr, efiit skolun var þvotturinn látinn upp ;1 slá sem þar var, á slánni seig mesW vatnið úr þvottinum áður en hald^ var með hann heim til upphenging" ar á útisnúmr. Á umræddan brunn vantar póstinn og slána og þörf bæta úr því og ýmislegt fleira þyrft1 að laga. Þá er það þessi lágreista ,, bygí' ing“ við bmnninn sem kemur löng11 seinna til sögunnar og vitnar un1 sjálfsbjargarviðleitni margra bæjar' búa. Þegar menn fóm að sjá pen' inga í stríðsbyrjun slógu nokkrft saman og keyptu vatnsdælu sen1 höfð var í áðumefndri ,,byggingu‘- Þannig vom margar dælur við hvern bmnn. Síðan vom lögð vatnsrör fia dælunum í húsin. Þessi vatnsrcft vom eins og net um allar lóðir Þennan stað þarf að friðlýsa °2 koma upp fallegu skilti með sög11 bmnnanna. Bæjarmerkið hefð1 sinn sess þama jafhvel á flaggstöng og það mætti hugsa sér þama lág' mynd eða styttu af vatnsbera og konu við að skola þvott. Gamli ba.’r' inn fengi þannig aukið aðdráttaraft' ( fólk minnt á að Keflavík var eitthvað annað áður fyrr og ennþá töluvert tij sem hægt er að njóta. Víða hérn landi hefur fólk gert sér grein fýfft því að gömul varðveitt bæjarhverft auðga umhverfið og auka gildi bæj' arfélagsins. Skjöldur Þær raddir hafa heyrst og það koh1 fram í ágætu blaðaviðtali við Gunn- ar Eyjólfsson sem birtist í aukatölú' blaði Víkurfrétta í tilefni 40 ára af' mælis Keflavíkurbæjar að aldre' yrði byggt á lóð þeirri við Kirkjuveg' inn sem samkomuhúsið Skjöldut stóð, heldur ætti að láta ,,smá steiu 172 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.