Faxi - 01.05.1989, Side 17
ftandaþarsem húsiðstóð“. Égstyð
Pá hugmynd að þama verði látlaust
óbyggt það þyrfti að fylla
UPP lóðina og girða með limgerði og
gera gangstíg að minnisvarðanum.
Wettarnir
Ef við héldum niður á Vatnsnes-
kletta og nú verðum við að loka aug-
Unum fyrir ástandinu eins og það
er> en látum sem við sjáum Vitann
hvítmálaðan, með rauðum röndum.
göngum út á snyrtilegt plan
(plan er þama). Á planinu væri út-
sýnisskífa þar sem við sjáum stað-
ar' og fjallaheiti hinum megin fló-
ans Á klettunum til vinstri er nokk-
uð um sjófugla og þar er Gatklettur,
ei« af fallegu náttúrusmíðum Klett-
auna. Mig minnir að af honum hafi
Venð mynd á umslögum sem re-
Septin vom sett í eftir afgreiðslu í
aPótekinu. Hér þyrfti að bjarga þvi
Setn bjargað verður. Og nú höldum
við frá Vatnsnesinu og yfir í Básinn,
°kkar á milli er það spuming hvort
vtð getum kallað þennan stað lengur
Básinn því þannig er hann útlits í
ðag. Leið liggur út á klettana fram af
sundlauginni. Þaðan er horft yfir
Éeflavíkina, við sjáum Brenninípu,
Standbergið, Stekkjalána, Skút-
ana og Háaberg. Fögur sjón sem
alltaf snertir mig. Byggðarmegin í
Háabergi em ummerki þess að tek-
’ð hefur verið grjót í hleðslumar
Sem hlaðnar vom á dögum Duus.
Pessar hleðslur settu mikinn svip á
unthverfið. Eg hef velt fyrir mér
hvem vegna sá fallegi hlaðni bakki
lrá Grófinni yfir íStokkavör var kaf-
‘®rður svona. Hvaða mannvirki er
®tluð þessi undirstaða? Gmnur
utinn er að fjarlægja þurfi stóran
niuta af þessu í framtíðinni og við
þess vegna mátt njóta hlaðna bakk-
ans> við höfum líka mátt sjá á eftir
Utnhverfi Miðbryggju og Myllu-
^akkans og í staðinn fyrir að eiga
með fegurstu bæjarsýn frá sjó, sitj-
um við uppi með þennan ljótleika.
Hleðslugrjót
og annað grjót
Tálandi um hleðslugrjót og annað
grjót, væri ekki gaman að sjá aftur
Stakkstœðið fyrir norðan Gömlu
búðina?
Hvað skyldi verða um Bryggju-
húsið? Og tilhöggna grjótið úr Edin-
borgarbryggju, mætti ekki forða því
frá glötun og eiga til fegmnar í
bænum seinna meir?
Hvað væri hægt að gera fyrir Gróf-
ina og ,,Kartöflugarðinn?“ Væri
ekki hægt að setja upp skilti á gras-
balann fyrir ofan höfnina með upp-
drætti og kenniheitum allt frá
Stekkjarhamri.
Ég er enn á klettunum fram af
sundlauginni, hér ryðst ljótleikinn
fram og er sjón sögu ríkari. Ég ætla
að njóta þess enn einu sinni að
skreppa niður í hellinn sem ég sé að
er enn aðdráttarafl unga fólksins því
hér er búið að draga inn spímr og
leggja net yfir. Ég er ekki einn á ferð,
tvö bamaböm mín em með mér.
Þeim er þetta ævintýraheimur. Eftir
nokkra viðdvöl hér inni klífum við
út um þrönga opið að norðanverðu,
þama fyrir handan er Óssker sem
skáldið okkar hann Kristinn Reyr
kvað um ,,Blikanna Óssker“.
Lesandi góður, tilefni þessa skrifa
er sú eyðilegging sem ég horfi uppá
í þessum annars ágæta bæ mínum.
Við sem í dag gætum átt og getum
átt ómetanleg verðmæti í gömlum
húsum, mannvirkjum og stöðum
sem eiga sér sögu.
Bergið og klettamir em sérein-
kenni og það er gengið vasklega
fram í því að eyðileggja þá, gætum
við ekki snúið þessu við?
Með kærri þökk til hennar Rúnu
fyrir áhuga hennar á þessu málefni
og aðstoð.
VOGARÁ
VATNSLEYSU-
STRÖND
Fyrir nokkru síðan, er ég enn gat notið þess að
ná myndum af heimabyggðinni og næsta ná-
grenni, þá tók égþessar myndir, er hér birtast af
Vogum á Vatnsleysuströnd.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar segja okkur, að
Vogarnir hafi til forna heitið Kvíguvogar, það er
landið milli Vogastapa, sem þá hét Kvíguvoga-
bjarg, og Hvassahrauns.
Land þetta átti Eyvindur, frændi Steinunnar
gömlu, en honum gafhún land milli Kvíguvoga-
bjargs (Vogastapa) og Hvassahrauns og bjó
hann í Vogum. Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ
í Þingvallasveit skoraði á hann til landskipta og
fór svo, að þeir höfðu þau skipti.
Fiskisæld var löngum rómuð undir Voga-
stapa. Hét þar Gullkista svæði eitt, vegna þess
hve fengsælt þar var. Samkvæmt þjóðtrúnni
áttu sjávargöng að liggja undir Reykjanesskag-
anum milli Grindavíkur og Voga, og um þau átti
fiskurinn að ganga.
í Vogum er þjónustumiðstöð Vatnsleysu-
strandarhrepps. Þar er grunnskóli, Stóruvoga-
skóli, með 9 bekkjum, sem starfað hefur frá
1979, og forskóladeild. Áður var skólinn að
Brunnastöðum. Tónlistarskóli hefur starfað í
Vogum frá 1981. Landsímastöð hefur starfað frá
1908, sjálfvirk símstöð frá 1967. Heilsugæslu-
stöð hóf starfsemi þar 1974. Þá er í Vogum skrif-
stofa Vatnsleysustrandarhrepps, verkstæði og
verslun.
Ragnar Guðleifsson.
FAXl 173