Faxi - 01.05.1989, Side 18
V
A SUÐURNESJUM
Faxi heldur hér áfram að fjalla um skóla Suðurnesjamanna og
verður að þessu sinni sagt ffá Sandgerðisskóla. Við höfum
góðfúslega fengið leyfi hjá Lionsklúbbi Sandgerðis til að birta
tvær greinar sem birtust í jólablaði klúbbsins á síðasta ári. Er
sú fyrri eftir Pétur Brynjarsson en sú síðari eftir Guðjón Þ.
Kristjánsson núverandi skólastjóra Grunnskóla Sandgerðis.
Birtist sú fyrri í þessu blaði en sú síðari ásamt fleira efni um
skólann kemur í næsta blaði.
SKÓLAHALD í MIDNESHREPPI FRÁ 1884
Eins og ffam hefur komið, erum
við saman komin hér til að minnast
þess að þetta ár er í fimmtugasta
skipti sem skólinn er settur í núver-
andi húsakynnum. Það er ekki ætl-
un mín í þessu stutta spjalli að rekja
nákvæmlega sögu skólahalds í
hreppnum, það verður að bíða enn
um sinn.
Formlegt skólahald má rekja
lengra aftur en til ársins 1938,
reyndar allt aftur til ársins 1884. Þá
um veturinn var kennt á tveimur
stöðum í hreppnum. Bömin sem
bjuggu á suðumesinu söfnuðust að
bæ sem heitir Nýlenda og þau sem
áttu heima í Bæjarskershverfi og
norðar sóttu skóla að Flankastöð-
um. Á báðum þessum stöðum vom
reisuleg húsakynni. Kennslutíminn
var Qórir mánuðir, tveir mánuðir á
hvomm stað.
1888 er kennt suðurfrá í húsi, eigi
langt frá Nýlendu, sem hreppurinn
hafði keypt nokkmm ámm áður.
Gmnnur þessa húss stendur enn,
skammt frá þjóðveginum. Ekki var
húsið stórt, aðeins um 24 m2.
Nú á dögum þykir okkur svo sjálf-
sagt að gera þær kröfur til skóla-
húsa og annarra híbýla, að þau
haldi vatni og vindi, að mig langar
til gamans að lesa úr grein eftir Ög-
mund Sigurðsson, sem birtist í
tímariti um uppeldis- og mennta-
mál árið 1890.
Ögmundur segir: „/ hverr/ skúr
lekur þetta hús mest öllu, sem á
það rignir; loptið heldur eigi vatn-
inu, svo að bömin urðu að flytja sig
til í herberginu, eptir því úr hvaða
átt rigndi." (Ogseinna). . . ,,Skóla
þennan vantaröll áhöld, þargetur
eigi heitið að ne/nn bekkur sjé, að
eins er þar ein borðskífa negld á
þverkubba, semöllskelfurogtitrar,
þegar bömin settust á hana, og svo
var þó lítið um sœti, að eigi gátu 11
böm, sem voru ískólanum, setiðöll
í einu f skriptartímanum; í h/num
tímanumgátuþau aðeins troðiðsér
niður. Eitt einasta borð var í skóla-
stofunni, ekki þó eins og vanalegt
skólaborð, heldur eins og kaffxborð
í búri, við það gátu setið 4—5 böm;
hin urðu að standa við hefilbekk,
sem þar var (stofunni, meðan þau
vom að skrifa."
Á Flankastöðum vom húsakynni
betri en þennan vetur vom þar 17
böm. Á þessum fyrstu áram veittu
skólamir kennslu í Nýja-testament-
inu, reikningi og lestri.
Árið 1907 em Fræðslulögin sett og
er þar lögboðin skólaskylda frá
10-14 ára aldri í 2-6 mánuði ár
hvert. Sjálfsagt hefur það verið
orðin brýn nauðsyn að byggt væri
hér skólahús, enda varð sú raunin
og um 1910 risu tveir myndarlegir
skólar í hreppnum. Ánnar við
Nýlendu og stendur enn, og hinn
við Sandgerðistjörnina, en hann var
Flankastaðir (Kristjánshús).
174 FAXI