Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 7
margar af perlum íslenskrar dægurtónlistar og sé ein af fremstu rokksveitum Islandssögunnar, þá var það ekki nóg til að ná hylli erlendis. Flest verk þeirra voru auðheyranlega undir sterkum áhrifum erlendra listamanna og lítið rými í þeim fyrir Hljóma að skapa sér sjálf- stæðan stfl. Tónlist Thor’s Hammer, með Pétur Ostlund við trommusettið, var hins vegar mun villtari og framsæknari. Gunnar Þórðarson var á meðal fyrstu gítarleikara heims sem notaði fuzz-hljóðbjögunartæki og náði góðum tökum á því. Hann notaði þetta bjagaða fuzz-hljóð óspart í lögum Thor’s Hammer, sem ásamt drynþéttum trommuleik Péturs og margrödd- uðum söng, skilaði mjög persónulegum hljómi. I hljóðverinu náði Thor’s Hammer að koma leikgleðinni og hinum brennandi eldmóð, sem einkenndi tónleika Hijóma, til skila. Thor’s Hammer var langt í frá einhver villt rokksveit, dægurlögin voru á sínum stað og andi Bítlanna sveif vissulega yfir vötnum. Það sem skipti mestu var að í Thor’s Hammer náðu Hljómar að nýta sér erlend áhrif til þess að skapa eigin stíl. Thor’s Hammer náði sarnt aldrei eyrum almennings, hvorki hér heima né erlendis og telja má að ef sveitin hefði verið aðeins fyrr á ferðinni hefðu möguleikarnir á árangri verið talsvert betri. Stefnubreyting tónlistarinnar Þegar drauntar hinna íslensku Bítla urn velgengni í útlöndum voru hvað mestir tók tónlistarheimurinn ótrúlegum stakkaskipt- um. Mikil breyting varð á tónlistarsköpun og útsetningum um miðjan sjöunda áratuginn og stóð hún allt til loka hans. Tónlistin varð mun metnaðarfyllri þar sem listamenn lögðust í mikla og langa stúdióvinnu og skiluðu af sér útpældum, heilsteyptum tónverkum. Fyrir vikið varð útgáfustarfssemi ntun kostnaðarsamari og Thor’s Hammer stóð höllum fæti gagnvart slíkri þróun. Því hljóðver hér á landi þóttu ekki boðleg metnaðarfullum listamönnum auk þess sem útgáfufyrirtæki voru ekki reiðubúin til að leggja stórfé í fjóra pilta frá Keflavík, hvort sem það var í hljóðversvinnu eða markaðsherferðir. Þetta leiddi til þess að tónlist Thor’s Hammer þótti fremur gamaldags árið 1966, enda ekki skrýtið þar sem hljómsveitir á borð við Bítlana og Beach Boys sáu til þess að lagasmíðar og útsetningar þróuðust á ógnarhraða. Stefnubreyting tónlistarinnar hélst í hend- ur við þróun sem átti sér stað í samfélaginu. Skólaganga varð almennari, auk þess sem sífellt fleiri sóttu framhaldsnám á háskóla-, mennta- skóla- eða gagnfræðaskólastigi. Þetta stuðlaði að því að unglingamenningin varð að æsku- ntenningu og unglingsárin lengdust jafnvel upp fyrir 20 ára aldurinn. Yngri kynslóðin hefur ttlltaf verið helsti markhópur dægurmenningar og þessi „lenging" á æskunni jók á fjölbreytni þeirra afurða sem dæguriðnaðurinn hafði upp á að bjóða. Upp úr 1966 var ljóst að bítlaæðið væri ekki í rénun, unglingar höfðu skapað „sér sjálfstæðan heint ... [og] höfðu þroskast í aðra átt og vildu halda þeirri stefnu áfram." (Gestur Svipmynd úr Krossinum 1958. F.v.: Guðrún Halldórsdóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir, Jón Stefáns- son og Bergljót Stefánsdóttir. Þulur við störfí Keflavíkurútvarpinu um 1960. (Ljósm. Varnarliðið) Guðmundsson, Rokksaga Islands, bls. 109) Unglingar voru því enn á kafi í dægurtónlist þegar framhaldsnám tók við og frá því á upp- hafsárum bítlaæðisins hafði tónlistarsmekkur þeirra þroskast. Þeir sköpuðu metnaðarfyllri tónlist því góð skilyrði og tóku henni fegins hendi. Hér á landi hófst þessi þróun ekki af alvöru fyrr en unt 1969, þegar Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson stofnuðu Trúbrot ásamt nokkrunt meðlima Flowers. Engilbert Jensen sagði í viðtali við Morgunblaðið 28. sept- ernber 2001 að hann teldi helstu ástæðuna fyrir endalokum Hljórna vera að Gunnar Þórðarson vildi þroskast sem tónlistarmaður og prófa nýja hluti. Rúmunt þrjátíu árum eftir „meiktilraunir" Hljóma hefur sveitin þó fengið uppreisn æru. Plötusafnarar vfðs vegar um heim keppast um að lofa Umbarumbamba-upptökurnar og þykir mikill fengur í upprunalegu eintökunum. I tímaritinu Mojo er smáskífa með laginu I don't care metinn á 120.000 krónur og þvf haldið frarn að hún sé í 24. sæti yfir eftirsóttustu sýrurokksmáskífur í heimi! Þá var það mikil upphefð fyrir Hljóma þegar útgáfufyrirtækið Ace Records hafði samband við þá og sóttist eftir að gefa upptökurnar út. Hljómar féllust vitaskuld á það, enda Ace Records virt fyrirtæki á sínu sviði sem sérhæfir sig í endurútgáfum. Platan hlaut nafnið From Keflavík ... with love og kom út á heimsvísu haustið 2001. Tónlist Thor’s Hammer hafði greinilega staðist tímans tönn, því platan var á árslista Record Collector tímaritsins yfir bestu endurútgáfurnar sarna ár. Auk þess gaf netmiðillinn Allntusic Guide henni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögu- legum og í dómnum sagði að platan hefði sæmt hvaða hljómsveit bresku innrásarinnar sem var. Rúnar Júlíusson var rnjög bjartsýnn á fram- haldið árið 2002 og sagðist hreinlega ekki geta annað, sérstaklega í ljósi gífurlegra vinsælda kúbönsku ellismellanna í Buena Vista Social Club: “Þeir gefa manni enn þá meiri von þessir kúbudúkar þarna, sem eru orðnir 90-100 ára gamlir. Allt í einu kemur svona mikill fókus á að það sé aldrei of seint að nteika það. Þeir eru leiddir nteð hjálpargræjum inn á stóra sviðið til að renna kannski í eitt lag og fara svo út aftur og selja fullt af plötum út á það.” Þrír Tjörvi Þórsson (f. 1977) er með BA-próf í sagnfrœði frá Háskóla Islands. Stundar MA nám í alþjóðasamskiptum við University of Warwick í Englandi. FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.