Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 12

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 12
„Óþjóðhollir starfshættir” Lífog dauöi menningar og frelsis með “innreið” erlendra dœgurlaga Björk og Sigur Rós þykja mjög íslensk og þjóöarstoltið á það til að rjúka upp þegar fjallaö er um þau crlendis. Mínus, Trabant og Gus Gus eru ekki jafn tengd sér-íslenskri menningu þótt þar séum „við“ að sjálfsögðu á fcrð. Allir þessir listamenn eru þó augljóslega að vinna úr erlcndum straumum og stcfnum í dægurlagaheiminum. Við erum nú hluti af alþjóðlegri tónlistarscnu, bæði scm þátttakcndur og viðtakendur. Fyrir 60 árum var ástandið allt annað - Island var að ganga inn í þessa senu, en cinungis sem viðtakandi. Þessi innganga - eða innrciö senunnar hingað - gekk ekki átakalaust fyrir sig. Hér verður varpað Ijósi á hvcrnig Islcndingar tóku þessum menning- arstraum. Fræðandi uppcldistæki Ríkisútvarpið gegnir mikilvægu hlutverki í menningarlífi Islendinga og hefurgert allt frá stofnun þess árið 1930. Utvarpið átti að vera „alhliða menningarstofnun, öflugt uppeldistæki vaxandi þjóðarog batnandi. Það á að vera fræðandi og skemmtandi ... en fyrst og fremt á það að vera stoð og stytta heimilanna í því að byggja hollt og heilbrigt þjóðfélag." Fræðsluhlutverk útvarpsins náði ekki bara til efnafræði og esperanto heldur líka til tónlistarinnar, en mik- ið var gert til þess að kenna þjóðinni að meta hina klassísku tónlistarhefð Evrópu en láta ekki undan skýrum kröfum fjöldans um meiri harm- onikkutónlist. T ónlistardagskráin Tónlist var stór hluti af dagskrá útvarpsins en dægurtónlist af öllu tagi hafði litlu hlutverki að gegna. Páll Isólfsson, tónlistarstjóri útvarpsins sá um þáttinn Takið undir allt frá stríðsbyrjun til ársins 1947 en á sama tíma stjórnaði hann hinum svokallaða Þjóðkór sem hann stofn- Karl Jóhann Garðarsson 12 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.