Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 11
Krossinn í Ytri-Njarðvík var samkomuhús allra Suðurnesjamanna um tveggja áratuga skeið. Hann var upphaflega hyggður sem hersjúkrahús og mun nafn hans afþví dregið. Magnús í Höskuldarkoti gekk frá kaupum á byggingunni 1942. Kvenfélagið og Ungmannafélagið í Njarðvík ráku síðan bygginguna uns Stapinn var tekinn í notkun. Ýmis félög höfðu afiwt afhenni, þ.á.m. skátahreyfingin og œskulýðsráð. Sigtryggur Arnason, yfirlögregluþjónn, annaðist nið- urrif Krossins 1979. Haitn mundi eftir 18 dcmsleikjum einn vetrannánuðinn og ávallt húsfyUir, um 400 manns. (Bvggðasafn Reykjanesbœjar) sagði „ og svo fríðindin þau skiptu mestu”. En hver voru þessi fríðindi? Sumir segja að það hafi verið launauppbót, sem var fólgin í því að starfsmenn fengu að taka út bygging- arefni, gólfefni og inréttingar hjá verktökum á vellinum. Aðrir tala um að hér hafi ríkt mikil hirðusemi. Um hirðusemina vilja fæstir tala, segjast hafa heyrt af þessu en aldrei séð það sjálfir. Sögurnar af hirðuseminni eru þó margar allt frá bflhurðum sem rötuðu ofan af velli til rafmótora, þaksaumi að hjólbörum og svo bjór og sígarettur. Þessar sögur verða ekki raktar að þessu sinni. Af dægurntenningu verður að nefna kanasjón- varpið. Viðmælendur mínir sögðu flestir að þeir hefðu fijótt fengið sér sjónvarp en þau hafi þó ekki verið á hverju heimili í bæjunum. Það voru þó frekar þeir sem unnu upp á velli sem fengu sér sjónvarp en það var hægt með því að kaupa það af hermönnunum og koma því út af vell- inurn. Að horfa á kanasjónvarpið var þó bannað með lögum og um það mikil átök í þjóðfélaginu eins og margir þekkja. A Suðurnesjum tóku menn þessu með jafnaðargeði eins og flestu þegar kom að hernum og Reykjavfk. I Faxa 1955 birtist grein eftir Helga S. sem hann nefnir „Sjónvarp á Keflavíkurflugvelli”. Þar skrifar hann m.a.: „Gera má ráð fyrir að glötuðu sálirn- ar á vellinum stelist til að skoða þetta undur, en við því er vont að gera, enda eru þær glataðar hvort eð er, til dæmis menn sem búnir eru að vera á þessum voða stað í eitt til tvö ár.” Annað var það sem mínir viðmælendur og þá sérstaklega bæjarfulltrúinn vildi nefna sent hluti af breyttri dægurmenningu var rokkið. Strákamir í Keflavík og Njarðvík hlustuðu og horfðu á tónlistarþætti hjá kananum. Þeir drukku allt það nýjasta í sig úr dægurtónlistinni langt á undan öðrum. Körfuboltinn á íslandi á einnig uppruna sinn af vellinum. Hvað breyttist mest? Eg spurði viðmælendur mína aö því hvað þeim fyndist hafa breyst mest með kornu varn- arliðsins. Flestir eru sammála um að það hafi verið verkmenningin. Einn viðmælandi minn gekk svo langt að segja að íslendingar hefðu færst fram um 50 ár í verkmenningu við kornu bandarísks hers 1951. Mörg dæmi hafa verið nefnd þessu viðkomandi. Má þar nefna að fleiri hundruð iðnaðar- og verkamenn voru sendir af hernum á námskeið til Bandaríkjanna. Þessir menn lærðu alveg ný vinnubrögð og efnismeð- ferð. Vélbúnaður varnarliðsins var einnig alveg nýr hér og sennilega sá besti sem þekktist í heiminum þá. Sarna má segja urn allt efni, tæki, staðla og vinnubrögð almennt og þeir ntalbik- uðu Hafnargötuna. Gullgæsin fundin? Ég spurðir viðmælendur mína hvort þeir hafi orðið varir við mikla breytingu efnahagslega. Þeim fannst það ekki nema þá smátt og smátt. Bæjarfulltrúinn taldi að tekjur bæjarsjóðs hafi lítið breyst. Fyrir samfélagið hér í heild taldi hann leigutekjur hafa skipt mestu efnahagslega. Það getur verið erfitt að finn út hve miklar leigutekjur samfélagið fékk á þessum árum. Leigusali í Njat'ðvík sagði ntér að hann hefði fengið 100 USD á mánuði fyrir að leigja Kana hálfa íbúð. Upplýsingaþjónusta varnarliðsins segir að það geti staðist en hermenn hafi fengið greiddan leigustyrk ef þeir leigðu út í bæ og skipti þá ekki niáli hve íbúðin var stór. Ef ég gef mér að 200 amerískar fjölskyldur liafi leigt í Kefiavík og Njarðvík og leigan hafi verið 100 USD á mánuði var leigan fyrir svæðið allt 240 þúsund USD á ári. Gengið á USD árið 1954 var um 16 kr. íslenskar. Flestir seldu dollarana sína á svörtu og fékkst um 40% hærra verð þannig fyrir hvern dollara en í banka. Leiða rná því líkum að því að keflvískir og njarðvískir leigusalar hafi í heild fengið um 6 milljónir króna á ári í leigutekjur. Til að fá einhvern sam- anburð þá voru allar tekjur bæjarsjóðs Keflavík- urbæjar áætlaðar kr. 8 milljónir fyrir árið 1955. íbúafjöldi Keflavíkur var rúmlega 3000 manns. Hér er kannski komin ein skýringin á stóru bíl- unum, flottu gardínunum og öðrum lúxus sem fólki annarsstaðar frá fannst einkenna Keflavík á þessurn árum umfram aðra landsmenn. Ef þessar tölur eru réttar þá er ljóst að hér liefur verið mikil peningamaskína í gangi. Frekari kannanir eru þó nauðsynlegar. Ég hef ekki fengið upplýsingar um hvað borg- að var fyrir kojuna. Umræður Til að svara spurningunum þá sýnist ntér að ástandið hér hafi líkst því sem var í gullgraf- arabæjum í Bandaríkjum hér forðum, fólk út um allt og allir að reyna að ná sér í mola. Flestir voru kátir en ekki allir. Þeir komu færandi hendi en dæmið hefur ekki verið gert upp, hvað tapaðist í staðinn. Strax á fyrstu árum vamarliðsins var farið að kvarta yfir samkeppninni við völlinn. Daníel Ögmundsson sagði á fundi hjá UMFN 16. nóv. 1952 m.a.: „ .. að bátar hefðu orðið að hætta vegna mannleysis og í fleiri tilfellum flyttu menn úr atvinnuveg- unum á Keflavíkurflugvöll.” Siðferðileg áhrif af veru hersins hafa ekki ver- ið skoðuð og þó almennt sé talið að samskipti kynjanna hafi ekki spillt fyrir eðlilegri starfsemi vallarins þá er vitað að margar konur af Suð- urnesjum hafa gifst bandarfskum hermönnum. Menningarlega er ekki hægt að sjá neinar breyt- ingar á Suðurnesjum umfram aðra landshluta nema þá tónlistina. Það sem breyttist mest var verkmenningin það eru fiestir sammála um og hafði það áhrif unt allt land. Margt er enn ókannað svo svara rnegi þessum spurningum með þeirri nákvæmni sem sagn- fræðin krefst og verður það gert. Það er eftir að leggja saman debet og kredit. Kristján Pálsson (f. 1944) erfyrrv. alþing- ismaður. Hann stundar BA nám í sagnfrœði við Háskóla íslands og starfar sem formaður Ferða- málasamtaka Suðurnesja og framkvæmdastjóri. FAXI 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.