Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 15

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 15
sammála F.Í.D. um áhrifamáttar tónlistar en þó hafa sennilega margir kinkað kolli yfir þeirri fullyrðingu að „|l]eið góðra og fagurra ljóða að hjarta æskumannsins og ungu stúlkunnar mun ekki á annan hátt greiðari, en með aðstoð [dægurlaga]." í samhengi við ávarpið íheild sinni má túlka þessi orð sem íslensk tónlist fyrir íslensk hjörtu. FÍD reyndi með umræddri kynningu á dæg- urlögum að auka veg og virðingu þeirra í sam- félaginu og besta leiðin til þess var að tengja tónlistina við heimahagana en „gleyma" erlend- um uppruna tónlistartegundarinnar. Höfund- arinnar mótmæltu því ekki að erlend lög gætu þýtt dauða menningar þjóðarinnar heldur settu þeir einungis fram nýja lausn: búum til fleiri íslensk lög. Hittu þeir þar naglann á höfuðið - miklu meiri ánægja var með sambærilega tónlist væri hún á einhvern hátt íslensk. Lúxemborg og Karolína Áður hefur verið vikið að hlutverki útvarpsins en ungt fólk var ekki par ánægt með sinn hlut þar. Um útvarpið var haft eftir einum „|þ]að er ekki hægt að hlusta á neitt í því. Þar eru eintóm- ar frásagnir af gömlum körlum og kerlingum, sem hafa lent í einhverju svaka ati, og svo sögur af gömlum bæjum eða hrossum og svoleiðis. Það er aldrei neitt gaman.“ Utvarpið reyndi þó að bæta ástandið með stuttum óskalagaþáttum og djassþáttum í önnynd. Djass- og dægurlög sem áttu að draga unga fólkið að viðtækjum var auðveldlega hægt að finna annars staðar en í Ríkisútvarpinu. Þeir sem ekki höfðu þeim mun lakari útvarpstæki gátu náð dagskrá erlendra stöðva þótt einhverjar truflanir hafi læðst inn á milli. Hægt var að ná útvarpsstöðvum frá Vestur-Evrópu hér á landi, á sama tíma og móttökuskilyrði fyrir útsendingum Ríkisút- varpsins var ábótavant sums staðar á landinu. Erlendu stöðvarnar náðust ekki einungis heldur var tíðni útsendinga og stytt dagskrá þeirra einnig birt í blöðum hérlendis. Þeir sem höfðu virkilegan áhuga á tónlist og voru tilbúnir til þess að leggja örlítið á sig gátu þannig fengið það sem þeir vildu með þvi að hlusta eftir réttu þáttunum á mismunandi stöðvum. Hvort þessar útsendingar hafi haft einhver áhrif á tónlist- arlíf íslendinga er erfitt að meta. Auglýsingar Morgunblaðsins og Útvarpstíðinda á dagskrá nokkurra erlendra stöðva virðast ekki hafa komið neinum deilum af stað og voru áhrif erlendu stöðvanna ekki tínd til þegar fjallað var um óæskileg áhrif djassins eða erlendra texta á æsku landsins. Morgunblaðið hefur þó varla notað takmarkað pláss blaðsins undir dagskrá stöðva sem enginn hlustaði á og má því segja að birting dagskráa erlendra útvarpsstöðva í Morgunblaðinu vitni um útbreiðslu og áheyrn þeirra hér á landi. „Menningarfjandsamlegur sori“ 14. nóvember 1951 hóf bandaríski herinn útvarpsútsendingar frá Keflavík. Um helm- ingur efnis Keflavíkurútvarpsins var djass- og danstónlist, engin klassísk-, harmonikku- eða karlakórstónlist heyrðist þaðan - ekki frekar en Árni Sigfússon, bœjarstjóri, ávarpar ráðstejhu- gesti. Hjá honwn stendur Guðni Th. Jóhann- esson, formaður Sagnfrœðingafélags Islands og einn afskipuleggjendum ráöstefnunnar löng fræðsluerindi eða upplestur á fornritum Islendinga. Viðbrögðin létu ekki á sér standa - þingsályktunartillaga sósíalista um stöðvun útsendinga útvarpsins kom fram örfáum dögum eftir að þær hófust. Þeir þingmenn sem börðust hvað harðast fyrir því að Kellavíkurútvarpið yrði lagt niður og lögðu fram frumvarp um það ár eftir ár spöruðu ekki stóru orðin þegar lýsa þurfti dagskrá Keflavíkurútvarpsins og sagði Jónas Árnason að dagskráin væri „menning- arfjandsantlegur og siðspillandi sori“ sem mótar „andlegt viðhorf stórs hluta íslenzkrar æsku.“ Aðrir líktu hermönnunum við pest sem herjaði á ungar stúlkur og stöðva yrði útvarpsrekstur hersins sem sóttvarnarráðstöfun gegn þessari pest. Þetta viðhorf kom líka fram þegar bandaríski herinn leyfði sér að auglýsa dansleiki fyrir hermenn í útvarpi sínu, því að samkvæmt íslenskum lögum var ólöglegt að auglýsa dans- leiki í útvarpi. Keflavíkurútvarpið var talið nokkuð vinsælt og að stór hluti ungs fólks hlustaði reglulega á dagskrá þess, og að það væri þar með í sam- keppni við Ríkisútvarpið. Sú samkeppni hafði þó nánast engin áhrif á Ríkisútvarpið sem hægt er að merkja á dagskránni, hvorki var meira um djass og létta tónlist né lengri útsendingartími en verið hafði. í Helgafelli er mælt með þeirri leið að styrkja hámenninguna til að hafa sterkt og gott mótafl við Keflavíkurútvarpinu. Áhrif Keflavíkurútvarpsins á tónlistarlíf landsmanna hafa verið rædd hér í dag og óþarfi að endurtaka það. Útvarpinu fylgdi líka hávær umræða sem svipaði til þeirrar er verið hafði ríkjandi í stríðinu en hafði ekki verið jafn áber- andi frá lokum þess, það er að segja að djass og önnur dægurtónlist leiði til lélegs siðferðis og jafnvel úrkynjunar. Þegar slík umræða var kominn í gang var þjóðarstoltið og ásakanir um árásir á þjóðerni íslendinga ekki langt undan. „Hvítra manna danslög“ Eitt einkenni þeirrar þjóðernislegu tónlistar- umræðu sem hér hefur verið rakin var áherslan á framandleika djassins og dægurtónlistarinnar. Nánar tiltekið var oft lagt upp með að gera lítið úr tónlistinni og tónlistarmönnum með vísun í fordómafullar staðalímyndir kynþátta. Djass var tengdur svertingjum og urðu mótmæli við djassinum lituð af þessari teng- ingu. Hlustendur vildu til dæmis ekki hlusta á „munnblauta blökkumenn umlandi letilega, eða þá sprengmóða í kapphlaupi við ólýsanleg óhljóð'* á sama tíma og hlustað var á þekkt sönglög. Fyrirkomulaginu á danslögunum vildu margir breyta og hafa „hvítra manna danslög aðra vikuna og þá jazzmúsik hina og tilkynna það fyrirfram?" Hlustandi skrifaði í Útvarpstíðindi að einhvers misskilings gætti hjá stjórnendum útvarpsins og lagði til að „sannir Islendingar“ samein- uðust og reyndu „að kenna þeim háu herrum, sem að danslagatímum útvarpsins standa, að íslenzka þjóðin er hvít, en ekki svört, því að ennþá hafa þeir ekki lært það.“ Mjög var litið niður á djass af mörgum og sýnir orðaval fram á fordóma gagnvart svörtu fólki, staðalímyndir og hugmyndir um yfirburði hins hvíta kyns- stofns. Djass var lýst sem „villimannaöskri" og „negravæli“ og sagt að dans við harm- onikkutónlist henti „betur þjóðerni íslendinga en vilimannadjass sunnan úr Afríku." Svartir djasstónlistarmenn voru sem sagt villimenn, úr takti við siðmenninguna og óbjóðandi menn- ingarþjóðum. Hallgrímur Helgason, tónskáld og ritstjóri Tóníistarinnar hélt einnig á lofti þeirri hugmynd að tónlist Evrópubúa væri æðri, þroskaðri og lengra kominn en ,,[h]inn frum- stæði jazz“ sem var „uppruninn hjá svertingj- um.“ Hallgrímur gefur þá mynd af svertingjum að þeir séu frumstæðir, á lágu menningarstigi og gefur ennfremur í skyn að þeir séu einfald- lega ekki komnir lengra í þróuninni. Lokaorð Sveitirnar og hljóðfæri þeirra, harmonikkan, urðu fyrir ágangi erlendra dægurlaga og þcgar að sveitinni fannst að sér vegið fann þjóðin til. íslensk tunga og menning voru jafnvel í lífshættu vegna innreiðar erlendra dægurlaga. Eðlilegur þroski þjóðarinnar var stöðvaður af „óþjóðhollum starfsháttum" Ríkisútvarpsins sem lagðist jafnvel svo lágt að spila hálftíma djassþátt hálfsmánaðarlega. Ef til vill er samt nokkuð til í aðvörunarorðum þjóðernissinn- aðra siðapostula. Hafa erlendu dægurlögin ekki breytt tónrænu landslagi okkar? Hafa þau ekki mótað menningu okkar undanfarna áratugi? Ekki hefur allt breyst á þessum 60 árum, dægurlagahöfundar búa enn til sínar fslensku útgáfur af erlendum formúlum og þær útgáfur standa okkur hlustendum nær hjartarótum heldur en erlend tónlist sömu gerðar. Tónlist- arsögulegt ferli sem hófst í stríðinu og festi sig í sessi á fímmta og sjötta áratugnum mótar enn tónlistarlífið og er sennilega áhrifamesta atriði í íslenskri tónlistarsögu á 20. öld. Karl Jóhann Garðarsson (f. 1980) er með MA- prófí hugmyndasögu frá University ofSussex. Hann kennir í Austurbœjarskóla. FAXI 15

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.