Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.2006, Blaðsíða 9
ritstjóra Þjóðviljans og Kvenfélag Njarðvíkur þar með orðið sverð og skjöldur Þjóðviljans í baráttunni gegn varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Samþykkt er tekin upp í leiðara blaðsins tveim dögum seinna þar sem Þjóðviljinn segir: „Enginn íslendingur með virðingu fyrir sjálfum sér getur eytt frístundum sínum eða valið sér skemmtanir í návist hins bandaríska hers. Hinir sem kjósa að una sér í návist hersins munu verða metnir í samræmi við það.” Þetta kallaði Þjóðviljinn regluna frá Njarðvíkum. En voru njarðvískar konur svona miklir and- stæðingar vamarliðsins? Það má svo sem vel vera en á umræddum fundi tók engin kona til máls en margir karlar. Herstöðvarandstæðingar í UMFN Félagslífið í Keflavík og Njarðvík var í svip- uðum farvegi þegar herinn kom og í flestum öðrum bæjum. Tvö fyrrnefnd félög í Njarðvík blandast mjög fljótt inní umsvifin í kringum herinn vegna sameiginlegra hagsmuna um rekstur samkomuhússins Krossins sem þau keyptu árið 1947 af sölunefndinni. Rekstur þessa húss var erfiður fyrir félögin og það ekki í sem bestu ástandi enda braggi frá stríðsárun- um. Félögin ráku þarna danshús og þótti þar oft sukksamt sem var hvorki í anda ungmenna- félagsins né kvenfélagsins og er oft kvartað yfir þessu í fundargerðum. Sameiginlegir fundir félaganna eru allítarlega bókaðir í fundargerð- arbækur og áhugaverð lesning. Félögin stjórn- uðu að nokkru leiti félagslífinu á svæðinu með samkomuhaldi í Krossinum. Það var því óvænt truflun í starfsemi þessara félaga þegar varn- arliðið kom 1951 með allan þann skara af fólki sem þeim fylgdi. Stjórn UMFN var afskaplega upptekin af andstöðu sinni við veru varnarliðs- ins og eyddi miklum tíma í að ræða þau mál. Margt er bókað frá þeirri umræðu og hvernig UMFN reyndi að fá önnur ungmennafélög í lið með sér gegn setu varnarliðsins. Þar sem ég veit ekki til að önnur ungmenna- félög hafi barist svo einarðlega gegn veru hers- ins ætla ég að segja nokkuð frá henni hér. Starfsemi Krossins kom til umræðu hjá Kven- félaginu og UMFN seinna um sumarið nánar tiltekið 17. ágúst en þá kom inn á fund ósk frá Samtökum byggingarfélaga í Reykjavfk að fá Krossinn leigðan undir mötuneyti fyrir 300 manna vinnuflokk hjá hernum. Var þessari ósk vísað frá samhljóða. Aðeins 9 dögum seinna kemur samskonar erindi frá Sameinuðum verktökum en þeir vildu leigja Krossinn sem svefnskála fyrir starfsmenn hersins. Þrátt fyrir andstöðu á fundinum var tillagan samþykkt með 14 atkvæðum gegn 3. Athygli vekurað fundurinn er ekki færður í fundargerðarbók fyrr um hálfu ári eftir að hann fer fram. Breytt afstaða félaganna ræðst trúlega af rausnarlegu leigutilboði og eins það að á seinni fundinn var mættur Karvel Ögmundsson oddviti í hreppnum og athafnamaður. 10. okt. 1952 á fundi UMFN ertil umræðu ársþing UMFÍ sem hafði verið haldi þá um sumarið. Hilmar Þórarinsson hafði sótt þingið af hálfu UMFN. Hann segir þjóðernismál hafi verið mikið rædd þar og feimnislaust og sú hætta er stafaði af setu erlends herliðs í landinu. Hilmar sagði það hafa undrað sig, að sum félög hafi beinlínis bannað umræður um þessi mál. 24. febrúar 1953 er varnarliðið enn til umræðu innan UMFN. Svohljóðandi tillaga kom frá Oddbergi Eiríkssyni: „ Fundur haldinn í UMFN 24. febrúar 1953, skorar á ríkisstjóm- ina að hlutast til um að dvalarstað vamarliðs- ins Keflavíkurfiugvelli verði lokað fyriröllum óviðkomandi. Sömuleiðis verði vamarliðinu óheimil dvöl utan þessa svæðis. UMFN heitir á önnur ungmennasamtök á Reykjanesskaga að standa að þessari áskorun.” Var tillögunni vísað til félagsstjórnar. 4. maí 1953 er til umræðu á fundi UMFN andstaða gegn hernum á landsvísu og bar þá Bjarni Halldórsson upp svofellda tillögu: „ Fundur haldinn í UMFN hinn 4. maí samþykkir að senda fulltrúa á þjóðarráðstefnuna gegn her á íslandi, sem haldin verður í Reykjavík dagana 5.-7. maí.” Var tillagan samþykkt. 8. október 1953. „Lesið var bréf frá and- spyrnuhreyfingunni gegn her í landi. Var Bjarni Bergsson kosinn til að mæta á fundi fulltrúa hreyfingarinnar.” Kristján Pálsson Og að lokum 25. október 1954. Þá les Bjami Halldórsson upp eftirfarandi tillögu: „ Fund- ur haldinn í Ungmennafélagi Njarðvíkur 25. október 1954 lýsirfullum stuðningi við samtök þau, sem beita sér fyrir undirskriftasöfnun undir áskorun um uppsögn herverndarsamnings Is- lands og Bandaríkja Norður Ameríku. Jafnframt skorar Ungmennafélag Njarðvíkur á önnur ungmennafélög í landinu að taka upp skelegga baráttu fyrir því að hinum erlenda her verði vísað úr landi og Island verði fyrir Islendinga.” Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum. Mikil umræða varð um þessa tillögu á fundinum og kom þar fram að stjórn UMFN hafði skrifað 8 ungmennafélögum í grenndinni um stuðn- ing við þetta mál en ekkert þeirra hefði svarað nema Ungmennafélag Kefiavíkur. Það voru ekki allir kátir. En hingað flykktust hermenn og verkamenn Ekki liggur fyrir hve margir störfuðu hjá vam- arliðinu strax árið 1951 en vitað er að þetta varð fljótt stór hópur. Einn viðmælandi rninn og einn af stofnendum Sameinaðra verktaka segir að þeir hafi safnað saman hátt í 1000 iðnaðar- og Fjölbreytt úrval fyrir fjölbreytt fólk Samkaup lúrvai FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.