Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 11
STRAUMAR
185
við áhrifum frá öðrum, beitir hann mætti sínum gagnvart
umheiminum. Hann markar spor, sem ókomnar kynslóðir
sjá og lesa úr. Hugsanir hans og verk skapa aðrar hugs-
anir og verk meðal mannanna. Þessi máttur mannanna er
frá almætti því, sem er skapari heimsins. Máttur þeirra
er af mætti guðs og verk þeirra af krafti hans. Trúar-
brögðin segja, að maðurinn sé skapaðUr í guðs mynd; ef
svo er, hefir maðurinn einnig sköpunarmátt. Þrátt fyrir
það, að hann er lögmálum háður, á hann vald.er gerir hann
að sjálfstæðri veru. Ef því valdi er beitt í sömu átt og al-
mættinu, á það sinn þátt í sköpun fullkomins heims, en sé
það ekki gert, verða átök vor aðeins vanmegna umbrot til
þjáningar og sársauka. Sá sem vill vilja guðs, kemur
mestu til leiðar. En hver er vilji guðs? Vér vitum hanri
ekki allan, því að enginn býr yfir alvizkunni nema hann
einn. Vér fáum ekki skilið, hver er æðsti og fylsti tilgang-
ur alls lífs og allrar tilveru. Vér verðum að viðurkenna í
fullri hreinskilni, að oss er ekki ennþá gefið að skilja,
hvei’t að lokum er stefnt; en þann einfalda sannleika höf-
um vér fengið vitneskju um, að sameining leiðir
til sælu en sundrung til vansælu. Það sjáum
vér hvar sem er. Heimurinn á að verða eining, þar sem
allir kraftar beita sér að einu marki og allir, sem eiga
skapandi mátt frá guði, laðast hver að öðrum til sameigin-
legra átaka. Alt böl og öll kvöl kemur af sundrung, af því
að einn hluti heildarinnar rís upp öðrum til óheilla; einn
hluti hins helga máttar beinist gegn öðrum. Vegur sam-
einingar er því vegur hjálpræðisins. Frá því að menn fóru
að ganga þann veg, hefir þess vegna samfélag heilagra
verið til meðal mannanna. Það hófst þegar mönnunum
hugsaðist að sameinast guði í bæn um meiri mátt til þess
að auka samræmi og ástúð sín á meðal. Þá varð upphaf
guðs ríkis hið innra með mönnunum. Það sem sundrar, er
hatrið og eigingimin. En kærleikurinn knýr til samein-
ingar við guð og menn.
m.
Á dögum Ágústusar keisara í Rómaborg fæddist Jesús