Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 14

Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 14
188 STRAUMAR kenningar á því, að guð vilji, að þú nálgist hann og að þér sé það unt, hefir það kenningakerfi orðið þér til mikils gagns. Það hefir kent þér, að þú værir guðs bam eða guðs ættar og að þér beri að viðhalda og efla kærleikssamband þitt við hann í bænum þínum. Það hefir um leið kent þér að líta á mennina sem bræður og syni hins sama föður og knúið þig til að sameinast þeim í kærleika. Það hefir valdið sinnaskiftum í sál þinni eða gert þér örugga stefnu, sem þér fanst vafasöm áður. Aðalatriðið er, að þú farir að lifa hið æðsta boðorð Kiists. — En nú mætir þú öðrum manni, sem hefir komist til sömu sannfæringar og sama lífernis, þótt hann aðhyllist annað kerfi trúarlærdóma, og enn öðrum, sem ekkert sérstakt guðfræðikerfi hefir látið sig máli skifta. Hver er nú mun- urinn á þér og þeim? Hann er sá, að þið eruð allir í sam- félagi heilagra, en knúðir þangað af ólíkum orsökum. Þið eruð allir í guðs ríki, en einn kemur að sunnan, hinir að austan eða vestan. Þið krjúpið að fótum hins sama föður, hver við annars hlið, ólíkir í öllu nema elskunni og trúnni á hann og kærleikanum til mannanna. Það er eng- in hætta, þótt skoðanir ykkar fari ekki saman, ef þær leiða ykkur alla að þessum sama árangri. Móðirin og fað- irinn krefjast þess ekki, að bömin komi með sundurlið- aða skýrslu um það, hversvegna þau elski þau; þeim er nóg að sjá ástina og traustið skína úr augunum, og finna alúð og einlægni í atlotum þeirra. Sólin skín á þessa jörð og mennina, sem þar búa, án tillits til þess, hvaða hugmyndir þeir hafa um hana, ef þeir á annað borð lofa geislum hennar að komast til sín. Mun guð þá ekki veita kærleikskraft sinn öllum þeim, sem opna sig fyrir honum, hvaða skoðanir sem þeir hafa? Ef þú ei*t þyrstur og stendur hjá svalandi lind, þá farðu ekki að þrátta við félaga þinn um efnasamsetning vatns- ins, heldur krjúp niður og sefa þorsta þinn. Að því loknu getið þið í bróðerni rætt um lindina. IV. Er nokkuð dýrðlegra en þetta? Samfélag heilagra er

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.