Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 3

Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 3
STRAUMAR MÁNAÐARRIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL 1. árg. Reykjavik, í desember 1927 12. tbl. Jólin þín. í dimmum kofa birtu bar, því borinn Jesús Kristur var. Og þaðan ljósið lýsti frá og leiddi þá, sem vildu sjá. Ó, horf þú inn í huga þinn um hátíð þessa, vinur minn. Er dyrum lokað, dimt og kalt? Á dauðinn ríki og hjartað alt? Þá hef þú bamsins bænamál, að breytist hjarta þitt og sál í kvöld við jólaklukknahljóm úr kofa í bjartan helgidóm. Svo skíni ljós þitt langt í frá og leiði þá, sem vilja sjá, að Jesús fæddur einnig er við englasöng í hjarta þér. Þá syngja englar, himins hirð, í helgri jólanæturkyrð, um heilög jól í hjarta þér; þar himnaríki stofnað er. Helgi Konráðsson.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.