Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 25

Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 25
STRAUMAR 199 ekki þegnskap mannsins, en vegna þess, að maðurinn get- ur ekki aflað sér þessarar þekkingar eins og annarar fyrir eigin leit, hefir guð óverðskuldað og af miskunnsemi sinni veitt manninum þekkingu á sér og vilja sínum og þeim lögum, sem hann hefir sett og mennirnir eru skyldir að hlýða sem utanaðkomandi valdboði. Þessa þekkingu veitti guð mönnunum fyrir 2000—3000 árum síðan, opinberaði þeim hana í þeim búningi, sem hann einn kaus. Guð veitti opinberunina alla í einu og er ekki neinnar frekari við- bótar að vænta. Guð hefir sagt sitt síðasta orð, og er af- dirfska og móðgun við hann og reyna að afla sér frekari vitneskju. Guð veitti þó ekki öllum þjóðum heimsins opin- berunina samtímis, heldur aðeins litlum þjóðflokki austur í Asíu, og nefnast þeir nú Gyðingar. Var tilætlunin, að þeir kæmu svo opinberuninni á framfæri við aðrar þjóðir, en þeir svikust að mestu leyti um það, því að þeir þóttust eiga hana einir saman. Það voru menn af öðrum þjóðum, sem mest og bezt breiddu þekkinguna á henni út um heiminn, og enn er hún ekki kunn nema hér um bil þriðja hluta mannkynsins. Þessi opinberun var fyrst flutt munnlega og síðan skrásett í 66 ritum og sett í bók, sem er kölluð griska orð- inu B i b 1 í a, sem þýðir b æ k u r, og sú bók er um 1300 síður í stóru átta blaða bloti. Bók sú er þó ekki skrifuð af mönnum hjálparlaust, heldur stórnaði guð hönd þeirra, svo að víst væri, að þeir brengluðu engu, blés þeim sann- leikanum í brjóst, og því er sagt, að Biblían sé innblásin af guði, og er það trygging fyrir, að alt sé ótvírætt og satt, sem í henni stendur. Að guð hafi þannig innblásið Bibíuna og gætt þess að hvergi væri villa í henni, stendur í Biblíunni sjálfri í 2. Timotausarbréfi, 3. kapítuna, 16. versi og hljóðar svo í íslenzku þýðingunni í Helgakveri: „Öll ritningin er innblásin af guði, og er nytsöm til fræsðlu, en í íslenzku þýðingunni frá 1912 er greinin svona: „Sérhver ritning, sem er innblásin af guði, er og nytsöm til fræðslu“. Tæpast geta báðar þýðingarnar ver- ið réttar, og er allmikill meiningarmunur á þeim, en báðar gera þó ráð fyrir, að til sé eitthvað sem heiti „ritning inn-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.