Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 18

Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 18
192 STRAUMAR leiðingum rangra dóma, yröi það hið sama og telja upp meginið af trygðarofum, mannorðsspjöllum og trúar- bragða-ofsóknum liðinna tíma, að eg nefni aðeins fá sýnis- horn. Ef menn gerðu sér grein fyrir slíkum afleiðingum sinna röngu dóma, og ábyrgðinni, sem þeim fylgir, þætti mér sennilegt að þeir vildu aldrei hafa kveðið þá upp. Gildi dóma vorra um aðra fer einnig eftir eðli þeirra. Rangir dómar geta aldrei haft siðferðilegt gildi fyrir sjálfa oss, nema í neikvæða átt. í hvert sinn, sem vér kveðum upp rangan dóm yfir meðbróður vorum, hrind- um vér steini úr því musteri siðgæðis og hreinleika, sem vér eigum að reisa Guði í sjálfum oss, ef vér viljum full- nægja þeim tilgangi, sem hann hefir með því að setja oss hér í heim. Fyrir aðra g e t a rangir dómar undir viss- um kringumstæðum orðið til góðs, eins og menn geta ann- ars haft gott af slysum og mótlæti. En hver mundi vilja valda óstýrilátu barni sínu líkamlegs tjóns, þótt það k y n n i að verða að stiltum og þroskuðum manni við legu og vanheilsu? — Miklu oftar verða rangir dómar öðrum til hnekkis bæði efnislega og andlega. Sá, sem fyrir þeim verður, finnur sér misboðið; hann missir allan bróðurhug til meðbræðra sinna, og traust sitt á mönnunum. En þá er illa farið, því að vansæll er sá maður, sem ekki getur litið neinn nema með tortrygni og óvild. Rangir dómar vorir um aðra menn bitna þannig á sjálfum oss, og verða til að rjúfa band trausts og bróðurelsku, sem tengir oss saman undir meistara vorum, Kristi. Réttir dómar vorir um aðra verða aftur á móti til aó styrkja traust þeirra á oss og mönnum yfirleitt. Þeir hafa einnig siðferðilegt gildi fyrir sjálfa oss, því að hvert sinn, er vér látum annan njóta sannmælis, eflum vér sannleik- ann í sjálfum oss, og fjarlægjum oss frá vegi yfirdeps- skapar og lýgi. Eg sagði með vilja: njóta sannmælis, því að með því er táknaður mildur dómur, en þó sannur. En harðir, kærleikslausir dómar verða iíðast, þótt sannir kunni að vera, þeim sem fyrir verða, til tjóns, þar sern þeir vekja óvild og ásökun um hræsni dómandans. Fylgj- um því dæmi Krists: verum sannir, hispurslausir, en þó

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.