Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 28

Straumar - 01.12.1927, Blaðsíða 28
202 STRAUMAR ing verður að koma í staðinn; þá verður hræðslan óþörf, því að þekkingin veitir mátt. Enginn þarf að óttast það, sem ltann þekkir. Reynum að kynna oss þenna efnisheim og lögmál hans. pá munum vér fá vald á honum. Hann mun verða verkfæri til góðs í höndum vomm. Vér munum eigi þurfa að þrá himnaríki hið efra; vér eigum’ að geta skapað himnaríki hér á jörðu. 7. fyrirlestur. Guð (sjónarmið ihaldsstefnunnar). Aðal- skoðanamunurinn milli íhaldsmanna og frjálslyndra felst í skoðun þeirra á Guði. Ihaldsmenn tolja Guð gerólíkan manninum. Hann hafi til að hera eiginleika, sem séu í beinni andstöðu við mannlega eiginleika. — Allir mannlegir eiginleikar séu neikvreðir (noga- tive): synd, vanmáttur, vanþekking. Allir guðlegir eiginleikar jákvæðir (positive): hreinleiki, styrkur, alviska. Milli Guðs og manns sé það dýpi, sem maðurinn fá ekki hrú- að. pess vegna hafi Guð sjálfur brúað þetta dýpi. Hann hafi skip- að meðalgangara milli mannsins og skapara hans, Jesúm Krist. — Hánn sé að sumu leyti guðlegs og að sumu leyti mannlegs eðlis og sé þvi fœr um að sameina Guð og menn. það er Ijóst, að kenning þessi stenst aðeins, meðan fyrri for- sendan er talin gild, sú fullyrðing, að Gtið sé það, sem maður- inn er ekki, og maðurinn það, sem Guð or ekki. 8. fyrirlestur. Guð (sjónarmið frjálslyndu stefnunnar). það er enginn eðlismunur á skaparánum og því, sem hann hef- ir skapað; en af því leiðir, að enginn eðlismunur er á Guði og manni. Guð og maður eru ekki gagnólikir hvor öðrum, eins og þeir eru samkvæmt guðfrreðiskoðunum rétttrúnaðarins, heldur svara þeir hvor til annars. Guðleg hugsun er ekki dulin mannlcgum skilningi. í nátt- úrunní og í vorri eigin hugsun verðum vér vör við Alheims- skynsemina. það mætti segja, að Guð opinberaði sig þannig smátt og smátt, en þetta er skynsamleg (resonable) opinberun, með því að alheimslögmálið rennur þá smámsaman upp fvrir hug- skotssjónum vorum. En alt virðist þá eðlilegt, rökrétt, Iögbund- ið. Hin frjálslynda hugsun kannast ekki við kraftaverk, kann- ast ekki við neitt það, sem brýtur bág við alheimslögmálið. Hún hefir enga þörf fyrir slíkar getgátur. — Að svo mikhi leyti, sem Guð opinlierar sig, opinberar hann sig á skiljanlegan hátt, í fullu samrœmi við þnð lögmál, sem hann hefir sjálfur sett. 9. fyrirlestur. Synd og dygð (frá sjónarmiði íhalds- stefnunnar). Frá sjónarmiði rétttrúnaðarins spretta synd og dygð af ákveðnu viðhorfi mannssálarinnar við boðorðum Guðs. Nú hugsar Guð öðruvísi en maðurinn. Skoðanir hans á

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.