Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 4

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 4
178 STEAUMAB og eignavöxt. Vitringurinn á sjer enga >örf æðri en að etja hyggju sinni á ný torræði, eignast nýtt útsýni, og fáfræðingurinn má engis missa af andlegri orku sinni l'rá úrlausn þeirra hjegómamála, sem fylla dag hans dægr- anna rnilli. En meðalmál vits og auðs og mannkosta er vörður og uppistaða kristinna kirkna nútímans, eins og alis þess, sem áhættulaust er og löghelgað, og betri borg- urum þykir sér sæma. Þetta kann að þykja af mikilli ósvífni mælt í garð kirkju og kristindóms. En biðja vildi eg menn að gæta þess vel, að hér er ekkert sagt um Krist sjálfan né boð- skap hans. Eg hefi lýst skoðun minni á því hvorutveggja á öðrum stað í þessu sama riti, eða öllu heldur: Eg hefi játað trú mína. (Straumar: Desemberbl. 1928). Og eg er reiðubúinn til að gera það ennþá, ef þess kynni að verða krafizt. En einmitt af því að jólin eru í nánd, verður mér sér- staklega hugsað til „heiðingjanna“ í kristnu löndunum. Þeir eru þyrnir í augum prestanna, og þeir eru þyrnir í augum safnaðanna, nema þann daginn, sem á eru lögð kirkjugjöldin. Annars eiga þeir fáu öðru að mæta en fyrirlitningu, óvild, baktali, eða bjánalegri meðaumkvun þeirra, sem þykjast hafa „höndlað náðina'S Eg hefi kynst einum slíkum meðaumkvunarsömum safnaðarforkólfi. Ilann réð mestu urn framkvæmdir bæjarfélags síns á húsakosti þurfamanna og annara aumingja. Hann hafði enga meðaumkvun með börnum, sem skriðu með kulda- sárum höndum um rök kjallaragólf og drukku tæringu með móðurmjólkinni. Og ekki legg eg það að líku að hafa samneyti við hreinskilinn heiðingja, sem hatar ranglætið, eða slíkan mann. Þegar litið er annarsvegar á starfsemi kirknanna í heild og kannaðar eru hinsvegar ástæður þeirra manna, sem lítil skapaskifti geta við hana átt, fær það ekki dul- ist, að þeir hafa yfirleitt góðar og gildar ástæður til þess. Ber það fyrst til athafnaleysi kirkjunnar um hugðarmál nútímamanna á svæðum andlegra og veraldlegra mála, undanhald klerkalýðsins um aðstoð við viðleitni mann-

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.