Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 8

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 8
18? STKAUMAR leg-um fundum, fyr en nú í Borgarnesi í haust. Á presta- stefnu í sumar leið skýrði biskup stuttlega frá, hvað liði staríi nefndarinnar, og að nefndin mundi halda störfum áfram næsta vetur. Var gott að frétta til þess, Gg von- andi, að brátt takist að hrinda því máli til farsællegra lykta. Það er máske nokkuð seint orðið, að taka til máls og gera athugasemdir við helgisiðabókina og breytingar- tillögur nefndarinnar; en fyrst þögnin hefir verið svo mikil um málið, ætti ekki að vera úr vegi fyrir nefndina að taka til greina, þegar hljóð heyrist um þetta mál. Hennar er þar að velja og hafna — en mér skilst mál þetta svo þýðingarmikið og knýjandi, að eg álít þögn um það og svo langan drátt á aígreiðslu þess, sem raun er á, skaðlegt og óafsakanlegt. Sérstaklega tel eg knýjandi nauðsyn, að allir hinir frjálslyndari prestar og vinir kirkj- unnar láti ekki undir höfuð leggjast að bera fram kröfur sínar, og sameinast um þær til sigurs. í greinarkorni þessu vil eg nú fyrst taka til athugun- ar tvö almenn efni, áður en eg sný mér að einstökum greinum helgisiðaformsins: málið, sem það birtist á, og innihald orðanna. Það mun víða reynast svo, að á fám sviðum eru menn tregari til umskifta eða umbóta, en á sviði trúmálanna. Þetta á ekki hvað sízt við um málið á trúmálabókunum. Pyrir utan hinn sérkennilega guðsorðabóka-stíl úir og grúir af málvillum og málskrípum í mörgum svokölluðum guðsorðabókum vorum. Nýja biblíuþýðingin verður þó ásamt nokkrum fleiri að teljast undan þessum dómi, þótt reyndar hafi hún ekki sloppið alveg við hættuna að lenda á hinni troðnu braut miðaldamálsins. En helgisiðabók kirkjunnar hefir allt of lítið haft af málhreinsun að segja, og bráðabirgðatillögurnar hefðu gjarnan mátt sýna meii'i framför á því sviði. Það, sem lang-mest ber á, er röng orðaröð, ekki sízt í sambandi við eignarfornöfn; orðmælgi og óeðlileg orða-sambönd og líkingar; í stuttu máli: hugsunum (ef nokkrar eru?) er komið í svo flókinn bún- ing og fjarskyldan því, sem nútíðarmönnum er eðlilegt,

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.