Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 16

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 16
190 STRAUMAE unnar. Bréí' þessi eru öll eignuð Páli í bréfunum sjálfum, en Páll getur ekki verið höfundur þeirra. En svo skyld, eru þau, að líklega eru þau öll eftir sama höfund eða þá menn af sama flokki, sem hafa gripið nafn Páls til þess að gefa orðum sínum meiri áhrif, en slíkt var mjög al- gengt á þessum tímum, að lærisveinar skrifuðu undir nafni lærimeistarans til þess að orðum þeirra væri meiri gaumur gefinn. Ástand safnaðanna, eins og hirðisbréfin lýsa því, er óglæsilegt. Hið eldheita trúarlíf frumkristninnar er farið að dofna. Villukennendur vaða uppi og flytja allskonar gnostiska speki, gera tilraun til að bræða kristindóminn inn í hugmyndir annara trúarbragða, og þær inn í hann og spilla þannig hinni hreinu trú. Flestir eru villukenn- endurnir gvðinglegir gnostikar líkir þeim, sem sést votta fyrir í Kolossabréfinu; en eftir lýsingum Hirðisbréfanna eru þeir milclu ágengari og frekari. Bendir þetta því til, að bréfin geti ekki verið skrifuð fyrir 80 e. Kr., því að fram undir þann tíma bar lítið á gnostikum innan safnaðanna. Til þess að verjast villukennendum og bæta úr mis- fellum brýnir höf. fyrir söfnuðum að halda sér við hina heilnæmu kenningu, hafa fasta embættismenn, bis1<upa, öldunga og djákna, hafa strangan aga innan safnaðanna, reka þá úr söfnuðinum, sem hættulegir séu; ákveðnar reglur eru settar um guðsþjónustuna o. s. frv. Alt er þetta miklu lengra á veg komið en á tímum Páls og bendir því ótvírætt til þess, að bréfin séu rituð eftir dauða hans. Margt fleira bendir til þess. Stíllinn er alt annar, ýms orð og orðatiltæki koma fyrir í þeim, sem hvergi sjást hjá Páli og önnur vantar, sem Páll er sífelt með á hverri síðu. Er ekki rúm til að sýna hér fram á þetta. En það þykir nú fullsannað, að bréf þessi séu ekki eftir Pál, heldur einhvern lærisvein eða aðdáanda hans, skrifuð til einhverra safnaða líklega í Litlu-Asíu einhvern- tíma milli 70 og 90. En þó að Páll sé ekki höf. bréfanna sem heildar, eru í þeim nokkrir smákaflar persónulegs eðl- is, sem líklegast er að séu smákaflar eða orðsendingar frá

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.