Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 6

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 6
180 STRAUMAR maður hinnar stríðandi kirkju Krists, vinur volaðra smæl- ingja, boðberi og spámaður risavaxinna hugsjóna, eldleg- ur eyðandi ranglætis og þjóðfélagslýgi. Hann er vanalega miðlungsgreindur maður með sæmilegt mannorð, gæddur mikilli fimi í notkun gamalla orðasambanda, sem eru orð- in hugsandi mönnum innantóm, og veiklulegri löngun til þess að vera góður öllum og öllu. Hann mundi aldrei geta fengið sig til að segja: Vei yður, þjer eiturormar og nöðrukyn! — nema á þann hátt, að engum gæti dottið í hug að taka það til sín. Hann mundi aldrei í umboði drottins síns, þora að fyrirgefa nokkra synd, sem almenn- ingsálitið dæmir, þó hann vissi, að hún hefði kostað syndarann angistarnætur og iðrunartár. Því maður, sem slíkt gerir, á aldrei vísa kosningu í ríkiskirkjusöfnuði. Hann á í rauninni ekkert víst nema útlegð þess, sem læt- ur það vera mat sinn og drykk að þjóna sannleikanum, eins og Jesús Kristur gerði. Eg get ekki gleymt mönnunum, sem heima sitja á þessum jólum, þegar klukkunum verður hringt, — þeim sem drengskap eiga og hæversku til þess að halda kyrru fyrir, af því að hugur þeirra er ósamþykkur kristnihaldi voru, og þeim, sem andlegur sljóleiki hefir fært í kaida fjötra. Eg finn til miklu meiri samúðar við þá, en marga hina, sem troða sér þar inn, þó að eina kristilega athöfn þeirra alt árið hafi verið 1 því fólgin að henda krónuvirði í jólapott einhverrar góðgerðastofnunar. Eg veit að sumir þeirra, sem heima sitja kenna sér engis meins, af því að sálir þeirra eru hættar að finna til, augu þeirra að sjá, eyru þeirra að heyra. Eg veit, að sum- um er efi og kvöl í hug, og þeir eygja enga leið til and- legrar hjálpar sér. En eg veit líka, að sumir þeirra unna Kristi meira en margir, sem segja amen við orðum prest- anna og, að aðrir eru að leysa með æskunni þau lífsspurs- mál, sem kii'kjunum þykja of óhrein til þess, að á verði tekið með klerkahöndum. Eg veit, að sumir þeirra eru glefsandi vargar með mannhatur í hjai'ta og meiðandi orð á vöi’um, og að aðrir berjast við ofurefli gegn mein- um mannanna.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.