Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 10

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 10
184 STRAUMAK formið, að þeir gátu ekki hugsað til að sleppa því. En hví- líkur misskilningur! Að halda gömlum málvillum og rök- skekkju í fegurstu bókmenntum kristninnar er blátt á- fram smekkleysa. Þó býður helgisiðabókin oss að gera þetta. Með fáum orðum vil eg nú skilgreina aístöðu mína um innihald helgisiðanna. Frjálslyndir prestar hljóta að krefjast þess, að num- ið sé burt úr helgisiöabók kirkjunnar allt það, sem minnir á þrengsli og samvizkukúgun. Vér eigum við margt slíkt að búa, enn sem komið er, en vér viljum vinna að því að losna við það, hreinsa til, unz enginn þarf að bera fram það, sem honum er um geð. Vér viljum ekki þurfa að flytja langar bænir að yfirskyni, vér viljum fá fagrar og frjálsar hugsanir, mótaðar í hæfan búning, til að bera fyrir guð í nafni safnaðarins. Þessi krafa bindur meira í sér en endurskoðun helgi- siðabókar og staðfestingu annarrar nýrrar. Hún bindur í sér kröfur um frelsi undan allri þvingun, kenningafrelsi og siðfrelsi (ritualfrelsi) ekki síður. Hið síðai'a hlýtur rökrétt að leiða af hinu fyrra. Vér erum enn langt frá því marki, og getum vart vænzt að ná því í einu vetfangi. En vér viljum fá eins mikið frelsi og unnt er, heldur bíða hálfan skaða en allan. Samkvæmt þessu er æskilegast, að helgisiðaformið væri eins og umgjörð, sem hver prestur gæti fellt inn í, það, sem hann veit fyrir guði og samvizku sinni sannast og uppbyggilegast. Eins og sakir standa nú, mun ekki tjá að ætla sér svo langt í einu stökki; eg vii því benda á nokkrar þær endurbætur í einstökum atriðum formsins, sem leiða í þessa átt og hugsanlegt er, að nái fram að ganga fyrir þeim dómstólum, sem um munu fjalla að lykt- um. Eg vil setja fram þær kröfur sem vér getum að mínu viti borið fram lægstar. 1) Um hið almenna guðsþ j ónustuform verð eg að vera stuttorðari en eg hefði kosið, því vandi er þar um að fjalla og margt að athuga. Þetta vií, eg taka fram:

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.