Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 11

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 11
S T R A U M A R 185 Enda þótt tillögur hándbókarnefndarinnar um aukna og fjölbreyttari helgisiði við almennar hádegisguðsþjón- ustur sýndust mér, og sjálfsagt fleirum, aðlaðandi við fyrstu sjón, þá hefir mér reynzt svo við nánari íhugun, sem þar sé stefnt í gjörsamlega ranga átt. Formið eigi ekki að verða fjölbreyttara heldur einfaldara. Skal eg rökstyðja þetta: Fyrst er það, að aukinn víxlsöngur og tón krefst stórum betri söngkrafta en völ er á nú, nema á einstaka stað. Þess vegna hlýtur að leiða að því, að ekki verður unnt að halda uppi fullkominni guðsþjónustu nema á þeim fáu stöðum, sem eiga æfðan söngflokk. Hinir verða að láta sér nægja ófullkomna guðsþjónustu. Yrði hér að vísu ekki um lögbann að ræða, líkt og hjá Gyðingum, er ekki mátti fara fram fullkomin guðsdýrkunarathöfn nema í musterinu einu, en þó myndi nauðsyn ráða því, að niðurstaðan yrði svipuð. Öllum eru svo ljósir erfiðleik- arnir við það, að fá sungna algenga sálma og halda uppi hinu nú-gildandi formi, að eg tel ekki ástæðu til að rök- ræða þessa hlið frekar. Annað er það um þetta mál, hvoi"t þörf sé fyrir þessa breytingu, hvort hún eigi nokkra stoð í kröfum safnað- anna. Eg hygg að svo sé ekki. Það eru að vísu margir, sem ekki vildu missa allt tón, en fáir hygg eg þó þeir séu, sem fara í kirkju til þess að heyra tón, nema um afburða- söngmann sé að ræða, er tónar. Mér skilst, að í þjóðareðli íslendinga sé lítil tilfinning fyrir margbrotnum helgisið- um og langdregnum, nema því að eins, að hinir sömu siðir hafi yfir einhverri þeirri fegurð að búa, er geti hrifið jafn-rólynda þjóð og íslendinga. Hið þriðja er það, að hrífandi verða helgisiðir ekki, séu þeir hafðir um hönd á hverjum messudegi. Þeir fá á sig þann vanablæ, sem sléttir yfir öll áhrif. Til þess að síðir geti þolað tíða endurtekning-, þurfa þeir að vera sem einfaldastir. Hið fjölbreytta form bráðabrgðatillagnanna krefst fjölbreytilegs lags. Það yrði torlega samið svo sí- gilt, að það þyldi notkun á hverjum messudegi án þess að

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.