Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 18

Straumar - 01.12.1929, Blaðsíða 18
192 •STRAUMAR ans lausir við fyrirfram mótaðar skoðanir. Svo svarar Krislma- murti spurningunni, hvort hann sé Kristur koniinn aftur: „Vin- ur minn, hver heldur þú að eg sé? Ef eg segist vera Kristur, þá skapið þér yður kennivald. Ef eg segist ekki vera hann, þá skapið þér yður annað kennivald. Haldið þér, að sannleikur- inn sé ekki hirin sami, hvcrn sem þér ætlið mig vera. þér eruð ekki að liugsa um sannleikann, heldur farið, sem flytur hann. þér þráið ekki að drekka vatnið, en þér þráið að vita, hver mótaði kerið, sem vatnið er í. Vinur, ef eg segi þér að eg sé Kristur og einhver annar segir þér, að eg sé ekki hann — hverju ertu nær. Flevgðu merkiseðlinum, því að hann er einkis virði. Drektu vatnið, ef það er hrcint. Eg segi yður, eg hefi hið hreina vatn, eg lief þau smyrsl, sem hreinsa og græða, og þér sþyrjið mig! Hver ert þú? E g er alt, því a ð e g e r 1 í f i ð“. Andi hinna óbornu er litil bók (116 s.), sem frú Svava þór- hallsdóttir hefir þýtt og gefið út. Er hún eftir sömu höfunda og kverið Vakið liörn ljóssins, sein -áður hefir verið gctið um. þýðandi segir svo í formála: „Bókin talar fyrir munn anda nýrrar, komandi kynslóðar, er ákall um hreinni og betri skil- vrði fyrir hörn hennar. . .. Kenningin um réttlæting af trú hefir of lengi haldið mönnum rólegum og afskiftalitlum, hvað hreytni þeirra snertir. Og margir þoir, er forystu hafa haft i trúmálum, iiafa lagt alhi áherslu á það hverju monn trvðu og hverju ekki. ... Siðfræðin, konningin um hreinleika og rétta breytni hefir verið höfð í skugganum. ... Bók þessi veitir þar hjálp, og þó að margii' oigi bágt með að fella sig við þær kröfur (í siðferðilegum ofnum), sem þar eru gerðar, ætti það ekki að þurfa að skyggja á margt það í hókinni, er <allir, sem vilja af alhug, geta fært sér í nvt og hagnýtt til hjálpar og þroska". Einar Jónsson prófastur á Ilofi i Vopnafirði hofir sagt af sér prestskap og er brauðið auglýst laust til umsóknar. Fimm guðfræðingar eru nú utanlands til frekari lærdóms og til að kynna sér ýms atriði í kirkjulífi nágrannalandanna. Af þoim eru tveir útgefendur Strauma, þeir Kristinn F. Stef- ánsson og pórarinn þórarinsson. þeir eru báðir i háskólahæn- um Marburg i þýzkalandi. Straumar óska öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og góðs nýárs. Vona þeir, að mega í framtíðinni fagna jafngóðum viðtökum og undanfarin þrjú ár, og vona að þeir geti orðið einhvorjum að liði. Afgreiðslu Strauma annast Einar Magnússon Laufásvegi 44, Roykjavik (pósthólf 676, simi 1991). Prentsmiðjan Ada.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.